Tugir milljarða til útgjaldaaukningar og framkvæmda á næstu fimm árum Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2016 19:36 Hægt verður að auka útgjöld til verkefna ráðuneyta um fjörutíu og tvo milljarða og til nýframkvæmda um 75 milljarða á næstu fimm árum samkvæmt nýrri fjármálastefnu og áætlun ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram á Alþingi í dag. Unnið hefur verið að því í tíð tveggja ríkisstjórna að þróa annars vegar fjármálastefnu og hins vegar fjármálaáætlun hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, til fimm ára, Málin voru lögð fyrir Alþingi í dag og segja forsætis- og fjármálaráðherra að samkvæmt þessum áætlunum sé hægt að styrkja innviði samfélagsins til mikils muna. Stóru tíðindin eru hvað þetta er gríðarlega jákvæð áætlun. Hún sýnir hvað við höfum lækkað skuldir ríkissjóðs gríðarlega mikið sem gefur okkur tækifæri á miklu fjárfestingum og mögulegum útgjöldum í innviðum sem sannarlega er kallað á. Í velferðarmálum, samgöngumálum og ýmsum öðrum brýnum verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Þetta séu raunhæfar áætlanir og byggi á hóflegri hagvaxtarspá. Þannig sé gert ráð fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs verði um 20 milljörðum lægri undir lok tímabilsins árið 2021 en þær eru nú og skuldasöfnun ríkissjóðs verði stöðvuð. „Það eru horfur á að við höldum áfram að greiða niður skuldir og og sköpum með því og auknum tekjum út af hagvexti, svigrúm til að ráðast í risastór verkefni sem sum hver hafa setið á hakanum undanfarin ár. Ég nefni að við erum t.d. í fyrsta skipti að sýna fram á að við getum fjármagnað uppbyggingu sjúkrahússins, kaup á þyrlum, farið inn í velferðarmálin og gert betur hvort sem það er fæðingarorlof eða önnur réttindi,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Ekki kosningavíxill ríkisstjórnarinnar Á næstu fimm árum gætu útgjöld ráðuneyta aukist um 42 milljarða til að styrkja ýmis verkefni og auka fjárfestingar um 75 milljarða á sama tíma og ríkisfjármálin komist í jafnvægi. Fjármálaráðherra segir ekki um kosningavíxil að ræða enda hafi verið unnið að þessari fyrstu áætlun í langan tíma. „Ég er mjög stoltur af því að koma hér fram með fjármálastefnu sem sýnir að við ætlum að nota þessar aðstæður til að halda áfram að greiða upp skuldir svo við getum staðið traustum fótum við að styrkja innviðina,“ segir Bjarni. Þetta er í fyrsta skipti sem langtímaáætlun sem þessi sem nær til fimm ára er lögð fram og nær bæði til fjármála ríkis og sveitarfélaga. En það er stutt til kosninga og þetta er kynnt á Þjóðminjasafni íslands. Spurningin er hvort þessar áætlanir rati beint þangað? „Nei það held ég alls ekki. Þegar þú horfir til framtíðar skaltu líka horfa aftur fyrir þig og byggja á sögunni. Við erum að sýna það hér í verki með þessari fjármálaáætlun hvað íslenskt samfélag getur verið öflugt. Hversu hratt er hægt að komast út úr kreppu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Hægt verður að auka útgjöld til verkefna ráðuneyta um fjörutíu og tvo milljarða og til nýframkvæmda um 75 milljarða á næstu fimm árum samkvæmt nýrri fjármálastefnu og áætlun ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram á Alþingi í dag. Unnið hefur verið að því í tíð tveggja ríkisstjórna að þróa annars vegar fjármálastefnu og hins vegar fjármálaáætlun hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, til fimm ára, Málin voru lögð fyrir Alþingi í dag og segja forsætis- og fjármálaráðherra að samkvæmt þessum áætlunum sé hægt að styrkja innviði samfélagsins til mikils muna. Stóru tíðindin eru hvað þetta er gríðarlega jákvæð áætlun. Hún sýnir hvað við höfum lækkað skuldir ríkissjóðs gríðarlega mikið sem gefur okkur tækifæri á miklu fjárfestingum og mögulegum útgjöldum í innviðum sem sannarlega er kallað á. Í velferðarmálum, samgöngumálum og ýmsum öðrum brýnum verkefnum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Þetta séu raunhæfar áætlanir og byggi á hóflegri hagvaxtarspá. Þannig sé gert ráð fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs verði um 20 milljörðum lægri undir lok tímabilsins árið 2021 en þær eru nú og skuldasöfnun ríkissjóðs verði stöðvuð. „Það eru horfur á að við höldum áfram að greiða niður skuldir og og sköpum með því og auknum tekjum út af hagvexti, svigrúm til að ráðast í risastór verkefni sem sum hver hafa setið á hakanum undanfarin ár. Ég nefni að við erum t.d. í fyrsta skipti að sýna fram á að við getum fjármagnað uppbyggingu sjúkrahússins, kaup á þyrlum, farið inn í velferðarmálin og gert betur hvort sem það er fæðingarorlof eða önnur réttindi,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Ekki kosningavíxill ríkisstjórnarinnar Á næstu fimm árum gætu útgjöld ráðuneyta aukist um 42 milljarða til að styrkja ýmis verkefni og auka fjárfestingar um 75 milljarða á sama tíma og ríkisfjármálin komist í jafnvægi. Fjármálaráðherra segir ekki um kosningavíxil að ræða enda hafi verið unnið að þessari fyrstu áætlun í langan tíma. „Ég er mjög stoltur af því að koma hér fram með fjármálastefnu sem sýnir að við ætlum að nota þessar aðstæður til að halda áfram að greiða upp skuldir svo við getum staðið traustum fótum við að styrkja innviðina,“ segir Bjarni. Þetta er í fyrsta skipti sem langtímaáætlun sem þessi sem nær til fimm ára er lögð fram og nær bæði til fjármála ríkis og sveitarfélaga. En það er stutt til kosninga og þetta er kynnt á Þjóðminjasafni íslands. Spurningin er hvort þessar áætlanir rati beint þangað? „Nei það held ég alls ekki. Þegar þú horfir til framtíðar skaltu líka horfa aftur fyrir þig og byggja á sögunni. Við erum að sýna það hér í verki með þessari fjármálaáætlun hvað íslenskt samfélag getur verið öflugt. Hversu hratt er hægt að komast út úr kreppu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira