Hægt að kjósa forseta Íslands strax á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2016 10:20 Frestur til að bjóða sig fram til embættisins rennur ekki út fyrr en 21. maí. vísir/gva Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna hinn 25. júní má hefjast hér innanlands og í sendiráðum og ræðisskrifstofum í útlöndum á morgun, þótt frestur til að bjóða sig fram til embættisins renni ekki út fyrr en á miðnætti hinn 20. maí. Atkvæðagreiðslan fer fram á vegum sýslumanna um land allt en utanríkisráðuneytið sér um atkvæðagreiðsluna erlendis. Á höfuðborgarsvæðinu fer atkvæðagreiðslan í fyrstu fram á skrifstofum embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að Skógarhlíð 6, Reykjavík, og Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði, alla virka daga á skrifstofutíma milli kl. 8:30 – 15. Skrifstofa embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, verður einnig opin um helgar frá kl. 12 – 14. Lokað verður sunnudaginn 1. maí, uppstigningardag 5. maí, hvítasunnudag 15. maí og annan í hvítasunnu, 16. maí.Frá og með 9. júní nk. færist atkvæðagreiðslan á höfuðborgarsvæðinu í Perluna í Öskjuhlíð. Þar verður opið alla daga frá kl. 10 – 22. Lokað verður þó föstudaginn 17. júní. Á kjördag laugardaginn 25. júní nk., verður opið frá kl. 10 til kl. 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.Sjúkrahús, dvalarheimili aldraðra, stofnanir fyrir fatlað fólk og fangelsi Kjósanda, sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, eða er heimilismaður á dvalarheimili aldraðra eða stofnun fyrir fatlað fólk, er heimilt að greiða þar atkvæði. Með sama hætti fer um fangelsi og vistmenn þar. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi, að höfðu samráði við stjórn stofnunar. Hún má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 4. júní.Kosning í heimahúsiKjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, sbr. framangreint. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 4. júní, en ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi verður að berast hlutaðeigandi sýslumanni eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, þriðjudaginn 21. júní, fyrir kl. 16.Kosið erlendis Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla geti farið fram í öllum sendiráðum Íslands, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig sé unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands í útlöndum. Þeim sem ætli að kjósa á ræðisskrifstofum sé vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir komi til að kjósa. Gert sé ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verði að finna á vefnum www.kosning.is Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim beri sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Listi yfir staði þar sem hægt er að kjósa í útlöndum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna hinn 25. júní má hefjast hér innanlands og í sendiráðum og ræðisskrifstofum í útlöndum á morgun, þótt frestur til að bjóða sig fram til embættisins renni ekki út fyrr en á miðnætti hinn 20. maí. Atkvæðagreiðslan fer fram á vegum sýslumanna um land allt en utanríkisráðuneytið sér um atkvæðagreiðsluna erlendis. Á höfuðborgarsvæðinu fer atkvæðagreiðslan í fyrstu fram á skrifstofum embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að Skógarhlíð 6, Reykjavík, og Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði, alla virka daga á skrifstofutíma milli kl. 8:30 – 15. Skrifstofa embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, verður einnig opin um helgar frá kl. 12 – 14. Lokað verður sunnudaginn 1. maí, uppstigningardag 5. maí, hvítasunnudag 15. maí og annan í hvítasunnu, 16. maí.Frá og með 9. júní nk. færist atkvæðagreiðslan á höfuðborgarsvæðinu í Perluna í Öskjuhlíð. Þar verður opið alla daga frá kl. 10 – 22. Lokað verður þó föstudaginn 17. júní. Á kjördag laugardaginn 25. júní nk., verður opið frá kl. 10 til kl. 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.Sjúkrahús, dvalarheimili aldraðra, stofnanir fyrir fatlað fólk og fangelsi Kjósanda, sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, eða er heimilismaður á dvalarheimili aldraðra eða stofnun fyrir fatlað fólk, er heimilt að greiða þar atkvæði. Með sama hætti fer um fangelsi og vistmenn þar. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi, að höfðu samráði við stjórn stofnunar. Hún má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 4. júní.Kosning í heimahúsiKjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, sbr. framangreint. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 4. júní, en ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi verður að berast hlutaðeigandi sýslumanni eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, þriðjudaginn 21. júní, fyrir kl. 16.Kosið erlendis Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla geti farið fram í öllum sendiráðum Íslands, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig sé unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands í útlöndum. Þeim sem ætli að kjósa á ræðisskrifstofum sé vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir komi til að kjósa. Gert sé ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verði að finna á vefnum www.kosning.is Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim beri sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Listi yfir staði þar sem hægt er að kjósa í útlöndum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent