Vill upplýsingar um hvort félag Bjarna hafi verið í gögnum skattrannsóknarstjóra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2016 21:42 Rósa Björk Brynjólfsdóttir varaþingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra. Vísir/GVA Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Vinstri Grænna, vill fá að vita hvort að eignarhald Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Falson & Co, aflandsfélagi sem kom fyrir í Panama-skjölunum, hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem íslenskum yfirvöldum voru boðin til kaups árið 2014. Hefur Rósa Björk lagt fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum til fjármálaráðherra þar sem óskað er eftir svörum við spurningum sem tengjast aflandsfélögum og þeim gögnum sem íslenskum skattayfirvöldum bauðst að kaupa. Vill Rósa Björk að fjármálaráðherra svari því hvort að sú staðreynd að ráðherra hafi sjálfur átt aflandsfélag um tíma hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum og þá hvort að í þeim gögnum sem keypt voru hafi mátt finna upplýsingar um aflandsfélög eða félög sem voru í eigu ráðherra eða aðila nátengdum ráðherra.Í júní á síðasta ári gekk skattrannsóknarstjóri frá kaupum á gögnunum sem um ræðir en talsverðan tíma tók að ganga frá kaupunum. Setti fjármálaráðherra ákveðin skilyrði sem uppfylla þurfti og taldi skattrannsóknarstjóri sig ekki geta uppfyllt þau. Ríkisstjórnin samþykkti þó að lokum fjárveitingu til skattrannsóknarstjóra svo ganga mætti frá kaupunum. Sjá má fyrirspurn Rósu Björk í heild sinni hér fyrir neðan.1. Hversu langur tími leið frá því að ráðuneytinu varð kunnugt um gögn sem vörðuðu aflandsfélög og skattaskjól og þar til þau voru keypt? Hvað skýrir þann drátt sem varð á málinu eftir að skattrannsóknarstjóri óskaði eftir heimild til kaupanna í október 2014?2. Voru í gögnunum upplýsingar um aflandsfélag eða félög sem:a. voru eða höfðu verið í eigu ráðherra sjálfs,b. voru eða höfðu verið í eigu aðila sem nátengdir voru ráðherra að ætterni eða mægðum, eða voru viðskiptafélagar hans,c. voru í eigu annarra ráðherra? 3. Hvernig rökstyður ráðherra það verklag að segja skattrannsóknarstjóra að leggja sjálfstætt mat á gögnin en setja jafnframt skilyrði fyrir samningum við seljanda þeirra? 4. Hafa upplýsingar úr gögnunum orðið tilefni til viðbragða af hálfu ráðuneytisins og þá hvaða viðbragða? 5. Hvaða fundi skattrannsóknarstjóra og starfsfólks ráðuneytisins um kaup á gögnunum sat ráðherra? Óskað er upplýsinga um fjölda slíkra funda, dagsetningu þeirra og fundarefni. 6. Hvenær varð ráðherra ljóst hversu mörg íslensk nöfn væri að finna í gögnunum og hafði það áhrif á afstöðu hans til kaupanna? 7. Hafði sú staðreynd að ráðherra átti sjálfur aflandsfélag um tíma áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum? Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Bjarni Benediktsson treystir því að þar til gerðar stofnanir nái í skottið á þeim sem svíki undan skatti í aflandsfélögum og dragi þá heim til Íslands til að sæta ákæru eða skattlagningu. 28. apríl 2016 21:01 Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Vinstri Grænna, vill fá að vita hvort að eignarhald Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Falson & Co, aflandsfélagi sem kom fyrir í Panama-skjölunum, hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem íslenskum yfirvöldum voru boðin til kaups árið 2014. Hefur Rósa Björk lagt fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum til fjármálaráðherra þar sem óskað er eftir svörum við spurningum sem tengjast aflandsfélögum og þeim gögnum sem íslenskum skattayfirvöldum bauðst að kaupa. Vill Rósa Björk að fjármálaráðherra svari því hvort að sú staðreynd að ráðherra hafi sjálfur átt aflandsfélag um tíma hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum og þá hvort að í þeim gögnum sem keypt voru hafi mátt finna upplýsingar um aflandsfélög eða félög sem voru í eigu ráðherra eða aðila nátengdum ráðherra.Í júní á síðasta ári gekk skattrannsóknarstjóri frá kaupum á gögnunum sem um ræðir en talsverðan tíma tók að ganga frá kaupunum. Setti fjármálaráðherra ákveðin skilyrði sem uppfylla þurfti og taldi skattrannsóknarstjóri sig ekki geta uppfyllt þau. Ríkisstjórnin samþykkti þó að lokum fjárveitingu til skattrannsóknarstjóra svo ganga mætti frá kaupunum. Sjá má fyrirspurn Rósu Björk í heild sinni hér fyrir neðan.1. Hversu langur tími leið frá því að ráðuneytinu varð kunnugt um gögn sem vörðuðu aflandsfélög og skattaskjól og þar til þau voru keypt? Hvað skýrir þann drátt sem varð á málinu eftir að skattrannsóknarstjóri óskaði eftir heimild til kaupanna í október 2014?2. Voru í gögnunum upplýsingar um aflandsfélag eða félög sem:a. voru eða höfðu verið í eigu ráðherra sjálfs,b. voru eða höfðu verið í eigu aðila sem nátengdir voru ráðherra að ætterni eða mægðum, eða voru viðskiptafélagar hans,c. voru í eigu annarra ráðherra? 3. Hvernig rökstyður ráðherra það verklag að segja skattrannsóknarstjóra að leggja sjálfstætt mat á gögnin en setja jafnframt skilyrði fyrir samningum við seljanda þeirra? 4. Hafa upplýsingar úr gögnunum orðið tilefni til viðbragða af hálfu ráðuneytisins og þá hvaða viðbragða? 5. Hvaða fundi skattrannsóknarstjóra og starfsfólks ráðuneytisins um kaup á gögnunum sat ráðherra? Óskað er upplýsinga um fjölda slíkra funda, dagsetningu þeirra og fundarefni. 6. Hvenær varð ráðherra ljóst hversu mörg íslensk nöfn væri að finna í gögnunum og hafði það áhrif á afstöðu hans til kaupanna? 7. Hafði sú staðreynd að ráðherra átti sjálfur aflandsfélag um tíma áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum?
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Bjarni Benediktsson treystir því að þar til gerðar stofnanir nái í skottið á þeim sem svíki undan skatti í aflandsfélögum og dragi þá heim til Íslands til að sæta ákæru eða skattlagningu. 28. apríl 2016 21:01 Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Bjarni Benediktsson treystir því að þar til gerðar stofnanir nái í skottið á þeim sem svíki undan skatti í aflandsfélögum og dragi þá heim til Íslands til að sæta ákæru eða skattlagningu. 28. apríl 2016 21:01
Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26