Vodafone-lekinn: Fengu bætur vegna skilaboða um kynlíf, fjárhagsvandræði og skilnað Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 Vodafone átti undir högg að sækja eftir lekann umfangsmikla árið 2013. Fréttablaðið/Daníel Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone, var á þriðjudaginn sakfellt í þremur tilfellum af fimm vegna gagnalekans sem átti sér stað í nóvember 2013. Fimm einstaklingar kærðu Fjarskipti á grundvelli þess að persónulegum upplýsingum um þau var lekið eftir að tölvuþrjótur hafði brotist inn á vefsvæði Vodafone og lekið upplýsingum um smáskilaboð sem send voru af vefnum. Í tveimur tilfellanna var fyrirtækið sýknað.Vildi 90 milljónir en fékk 1,5 milljón króna Hæstu skaðabæturnar voru greiddar konu sem fór fram á 90 milljónir í miskabætur frá Fjarskiptum. Henni voru dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur og 800 þúsund krónur í málskostnað. Í lekanum kom fram að 2.566 skilaboðum er vörðuðu konuna var lekið á netið. Í mörgum tilfella var um að ræða afar persónulegar upplýsingar er vörðuðu meðal annars börn stefnanda, kynfæri hennar og kynlíf, meinta áfengis- og lyfjamisnotkun hennar og fjármál hennar. Að auki var fjallað um fyrirtækjarekstur hennar, skattamál og forsjármál. Kveðst stefnandi hafa verið útilokuð frá því að afla sér tekna með vinnuframlagi frá því að upplýsingarnar birtust, hún hafi verið óvinnufær af bæði andlegum og líkamlegum ástæðum. Hún hafi haft verulegan kostnað af því að flytja milli landa með fjölskyldu sína, en með því að flytja af landi brott hafi hún gert ráðstafanir til að lágmarka tjón sitt, sem hefði ella orðið annað og meira. Þá hafi upplýsingar um hana, börn hennar og heimilisfang verið opinberaðar á internetinu eftir birtingu gagnanna. Þá voru öðrum kæranda dæmdar 200 þúsund krónur í skaðabætur og 400 þúsund í málskostnað. Sá hafði gert kröfu upp á 600 þúsund krónur en í lekanum komu fram upplýsingar um trúarskoðun og fjárhagsörðugleika viðkomandi.Skilnaðarmál á netið Annar stefnandi fór fram á tólf milljónir króna en var dæmd milljón í skaðabætur og 600 þúsund í málskostnað. Í því tilfelli láku upplýsingar um skilnaðarmál viðkomandi og eiginkonu hans. Málið hafi verið sérlega slæmt þar sem þau hafi viljað halda ágreiningsefni frá syni sínum. „Þetta hafi verið gríðarlega óþægilegt og virðing hans hafi beðið hnekki. Þá hafi skilaboð til kunningja verið rangtúlkuð á þann veg að þeir tengdust fíkniefnamálum og kvaðst stefnandi hafa orðið fyrir óþægindum og spurningum vegna þess, m.a. frá fjölmiðlum og vinnufélögum,“ segir í dómnum. Í einu sýknutilfelli hafði stefnandi kært vegna leka á skilaboðum sem hann fékk send frá Samfylkingunni og Framsóknarflokknum. Hann vildi meina að lekinn hafi látið það líta út fyrir að hann væri skráður í stjórnmálasamtök og að ekki eigi að opinbera stjórnmálaskoðanir með þessum hætti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir "Ég elska þig út af lífinu“ Mjög persónuleg skilaboð, sem innihalda bæði ástarjátningar, grófar kynlífslýsingar eða örvæntingarfull rifrildi, eru meðal þess sem sjá má í skjölum Vodafone. 30. nóvember 2013 15:47 Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt. 30. nóvember 2013 14:26 Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. 1. desember 2013 20:00 80 þúsund SMS Íslendinga lekið á netið Svo virðist sem Vodafone geymi SMS-skilaboð sem viðskiptavinir þeirra senda úr símum sínum. 30. nóvember 2013 13:43 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone, var á þriðjudaginn sakfellt í þremur tilfellum af fimm vegna gagnalekans sem átti sér stað í nóvember 2013. Fimm einstaklingar kærðu Fjarskipti á grundvelli þess að persónulegum upplýsingum um þau var lekið eftir að tölvuþrjótur hafði brotist inn á vefsvæði Vodafone og lekið upplýsingum um smáskilaboð sem send voru af vefnum. Í tveimur tilfellanna var fyrirtækið sýknað.Vildi 90 milljónir en fékk 1,5 milljón króna Hæstu skaðabæturnar voru greiddar konu sem fór fram á 90 milljónir í miskabætur frá Fjarskiptum. Henni voru dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur og 800 þúsund krónur í málskostnað. Í lekanum kom fram að 2.566 skilaboðum er vörðuðu konuna var lekið á netið. Í mörgum tilfella var um að ræða afar persónulegar upplýsingar er vörðuðu meðal annars börn stefnanda, kynfæri hennar og kynlíf, meinta áfengis- og lyfjamisnotkun hennar og fjármál hennar. Að auki var fjallað um fyrirtækjarekstur hennar, skattamál og forsjármál. Kveðst stefnandi hafa verið útilokuð frá því að afla sér tekna með vinnuframlagi frá því að upplýsingarnar birtust, hún hafi verið óvinnufær af bæði andlegum og líkamlegum ástæðum. Hún hafi haft verulegan kostnað af því að flytja milli landa með fjölskyldu sína, en með því að flytja af landi brott hafi hún gert ráðstafanir til að lágmarka tjón sitt, sem hefði ella orðið annað og meira. Þá hafi upplýsingar um hana, börn hennar og heimilisfang verið opinberaðar á internetinu eftir birtingu gagnanna. Þá voru öðrum kæranda dæmdar 200 þúsund krónur í skaðabætur og 400 þúsund í málskostnað. Sá hafði gert kröfu upp á 600 þúsund krónur en í lekanum komu fram upplýsingar um trúarskoðun og fjárhagsörðugleika viðkomandi.Skilnaðarmál á netið Annar stefnandi fór fram á tólf milljónir króna en var dæmd milljón í skaðabætur og 600 þúsund í málskostnað. Í því tilfelli láku upplýsingar um skilnaðarmál viðkomandi og eiginkonu hans. Málið hafi verið sérlega slæmt þar sem þau hafi viljað halda ágreiningsefni frá syni sínum. „Þetta hafi verið gríðarlega óþægilegt og virðing hans hafi beðið hnekki. Þá hafi skilaboð til kunningja verið rangtúlkuð á þann veg að þeir tengdust fíkniefnamálum og kvaðst stefnandi hafa orðið fyrir óþægindum og spurningum vegna þess, m.a. frá fjölmiðlum og vinnufélögum,“ segir í dómnum. Í einu sýknutilfelli hafði stefnandi kært vegna leka á skilaboðum sem hann fékk send frá Samfylkingunni og Framsóknarflokknum. Hann vildi meina að lekinn hafi látið það líta út fyrir að hann væri skráður í stjórnmálasamtök og að ekki eigi að opinbera stjórnmálaskoðanir með þessum hætti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir "Ég elska þig út af lífinu“ Mjög persónuleg skilaboð, sem innihalda bæði ástarjátningar, grófar kynlífslýsingar eða örvæntingarfull rifrildi, eru meðal þess sem sjá má í skjölum Vodafone. 30. nóvember 2013 15:47 Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt. 30. nóvember 2013 14:26 Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. 1. desember 2013 20:00 80 þúsund SMS Íslendinga lekið á netið Svo virðist sem Vodafone geymi SMS-skilaboð sem viðskiptavinir þeirra senda úr símum sínum. 30. nóvember 2013 13:43 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
"Ég elska þig út af lífinu“ Mjög persónuleg skilaboð, sem innihalda bæði ástarjátningar, grófar kynlífslýsingar eða örvæntingarfull rifrildi, eru meðal þess sem sjá má í skjölum Vodafone. 30. nóvember 2013 15:47
Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt. 30. nóvember 2013 14:26
Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. 1. desember 2013 20:00
80 þúsund SMS Íslendinga lekið á netið Svo virðist sem Vodafone geymi SMS-skilaboð sem viðskiptavinir þeirra senda úr símum sínum. 30. nóvember 2013 13:43