Guðni lætur tímann vinna með sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2016 15:23 Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. vísir/gva Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta Íslands en býst við því að gefa svar fyrr en seinna. Hann hefur boðað til fundar í Snorrastofu í Reykholti í kvöld þar sem hann mun flytja erindi undir yfirskriftinni „Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál.“ Aðspurður segist Guðni ekki ætla að gefa neitt upp um mögulegt framboð í kvöld; hann sé einungis að fara að tala um bók um forsetaembættið sem hann er að leggja lokahönd á en hann hefur meðal annars setið við skriftir uppi í Reykholti. Guðni segist ekki vera að láta gera neina könnun um stuðning við mögulegt framboð, en segist vita „af fólki sem er að gera könnun.“ „Kannanir eru góður þjónn en harður húsbóndi. Menn geta aldrei látið kannanir ráða því sem þeir ákveða þó ekki nema vegna þess að þær segja ekki til um hug fólks í framtíðinni,“ segir Guðni í samtali við Vísi.En ertu að bíða eftir niðurstöðum úr slíkri könnun? „Nei, ég er ekki að bíða eftir því. Ég er bara að láta tímann vinna með mér, það liggur ekkert á. Það var nú í forsetakjörinu 1996 sem Ólafur Ragnar lá undir feldi mánuðum saman og nánir samstarfsmenn hans ítrekuðu að hann tæki aldrei ákvarðanir í skyndingu,“ segir Guðni.Ert þú þannig maður, tekur aldrei ákvarðanir í skyndingu? „Ég get ákveðið mig á svipstundu ef þarf en hafi ég tíma nýti ég hann eins og allir skynsamir menn, Ólafur Ragnar þar meðtalinn,“ segir Guðni. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um forsetaframboð en var nánast ákveðinn í að gera það rétt áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um endurframboð sitt. 24. apríl 2016 10:58 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta Íslands en býst við því að gefa svar fyrr en seinna. Hann hefur boðað til fundar í Snorrastofu í Reykholti í kvöld þar sem hann mun flytja erindi undir yfirskriftinni „Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál.“ Aðspurður segist Guðni ekki ætla að gefa neitt upp um mögulegt framboð í kvöld; hann sé einungis að fara að tala um bók um forsetaembættið sem hann er að leggja lokahönd á en hann hefur meðal annars setið við skriftir uppi í Reykholti. Guðni segist ekki vera að láta gera neina könnun um stuðning við mögulegt framboð, en segist vita „af fólki sem er að gera könnun.“ „Kannanir eru góður þjónn en harður húsbóndi. Menn geta aldrei látið kannanir ráða því sem þeir ákveða þó ekki nema vegna þess að þær segja ekki til um hug fólks í framtíðinni,“ segir Guðni í samtali við Vísi.En ertu að bíða eftir niðurstöðum úr slíkri könnun? „Nei, ég er ekki að bíða eftir því. Ég er bara að láta tímann vinna með mér, það liggur ekkert á. Það var nú í forsetakjörinu 1996 sem Ólafur Ragnar lá undir feldi mánuðum saman og nánir samstarfsmenn hans ítrekuðu að hann tæki aldrei ákvarðanir í skyndingu,“ segir Guðni.Ert þú þannig maður, tekur aldrei ákvarðanir í skyndingu? „Ég get ákveðið mig á svipstundu ef þarf en hafi ég tíma nýti ég hann eins og allir skynsamir menn, Ólafur Ragnar þar meðtalinn,“ segir Guðni.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um forsetaframboð en var nánast ákveðinn í að gera það rétt áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um endurframboð sitt. 24. apríl 2016 10:58 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um forsetaframboð en var nánast ákveðinn í að gera það rétt áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um endurframboð sitt. 24. apríl 2016 10:58
Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34