Framkvæmdastjóri Framsóknar hættir en segist ekki hafa stundað óheiðarleg viðskipti Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2016 13:58 Hrólfur er einn þriggja Framsóknarmanna sem tengdur var aflandsfélögum í þætti Kastljóss í vikunni. Vísir Hrólfur Ölvisson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Framsóknarflokksins. Hrólfur segist taka þessa ákvörðun vegna þess hversu einsleit og óvægin umræða er í þjóðfélaginu um tengsl hans við aflandsfélög. Hrólfur er sagður hafa reynt að leyna viðskiptum í gegnum félög á Tortóla.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög „Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheiðarlegum hætti,“ segir í yfirlýsingu nú fyrrum framkvæmdastjórans. „Spurningum blaðamanna um mjög tímabundna aðkomu mína að tveimur aflandsfélögum tel ég mig hafa svarað fullnægjandi. Því hefur ranglega verið haldið fram að ég hafi keypt hlutafé í BM Vallá með tortryggilegum hætti. Arion banki bauð BM Vallá til sölu í opnu söluferli sem félag mitt ásamt öðrum fjárfestum tók þátt í. Að bendla þau kaup við aflandsfélög er alfarið rangt.“Yfirlýsing frá Hrólfi ÖlvissyniÉg hef ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins frá og með deginum í dag. Þetta hef ég tilkynnt framkvæmdastjórn flokksins og öðrum sem fara með trúnaðarstörf fyrir hann.Þessa ákvörðun tek ég í ljósi þess hversu einsleit og óvægin umræðan er. Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheiðarlegum hætti.Spurningum blaðamanna um mjög tímabundna aðkomu mína að tveimur aflandsfélögum tel ég mig hafa svarað fullnægjandi.Því hefur ranglega verið haldið fram að ég hafi keypt hlutafé í BM Vallá með tortryggilegum hætti. Arion banki bauð BM Vallá til sölu í opnu söluferli sem félag mitt ásamt öðrum fjárfestum tók þátt í. Að bendla þau kaup við aflandsfélög er alfarið rangt.Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Framsóknarflokkinn og þau góðu störf sem hann hefur unnið að í tíð þessarar ríkisstjórnar. Ég er ekki kjörinn fulltrúi en tel þetta engu að síður rétta ákvörðun.Við þessi tímamót vil ég nota tækifærið og þakka öllum gott og ánægjulegt samstarf þann tíma sem ég hef gegnt störfum framkvæmdastjóra fyrir flokkinn. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög Nöfn Finns Ingólfssonar, Hrólfs Ölvissonar og Helga S. Magnússonar er að finna í Panama-skjölunum. 25. apríl 2016 20:47 Þingmenn Framsóknar tjá sig ekki Þingmenn Framsóknarflokksins hafa ekki viljað tjá sig um aflandsviðskipti Hrólfs Ölvinssonar, framkvæmdastjóra flokksins. 26. apríl 2016 12:26 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Hrólfur Ölvisson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Framsóknarflokksins. Hrólfur segist taka þessa ákvörðun vegna þess hversu einsleit og óvægin umræða er í þjóðfélaginu um tengsl hans við aflandsfélög. Hrólfur er sagður hafa reynt að leyna viðskiptum í gegnum félög á Tortóla.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög „Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheiðarlegum hætti,“ segir í yfirlýsingu nú fyrrum framkvæmdastjórans. „Spurningum blaðamanna um mjög tímabundna aðkomu mína að tveimur aflandsfélögum tel ég mig hafa svarað fullnægjandi. Því hefur ranglega verið haldið fram að ég hafi keypt hlutafé í BM Vallá með tortryggilegum hætti. Arion banki bauð BM Vallá til sölu í opnu söluferli sem félag mitt ásamt öðrum fjárfestum tók þátt í. Að bendla þau kaup við aflandsfélög er alfarið rangt.“Yfirlýsing frá Hrólfi ÖlvissyniÉg hef ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins frá og með deginum í dag. Þetta hef ég tilkynnt framkvæmdastjórn flokksins og öðrum sem fara með trúnaðarstörf fyrir hann.Þessa ákvörðun tek ég í ljósi þess hversu einsleit og óvægin umræðan er. Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheiðarlegum hætti.Spurningum blaðamanna um mjög tímabundna aðkomu mína að tveimur aflandsfélögum tel ég mig hafa svarað fullnægjandi.Því hefur ranglega verið haldið fram að ég hafi keypt hlutafé í BM Vallá með tortryggilegum hætti. Arion banki bauð BM Vallá til sölu í opnu söluferli sem félag mitt ásamt öðrum fjárfestum tók þátt í. Að bendla þau kaup við aflandsfélög er alfarið rangt.Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Framsóknarflokkinn og þau góðu störf sem hann hefur unnið að í tíð þessarar ríkisstjórnar. Ég er ekki kjörinn fulltrúi en tel þetta engu að síður rétta ákvörðun.Við þessi tímamót vil ég nota tækifærið og þakka öllum gott og ánægjulegt samstarf þann tíma sem ég hef gegnt störfum framkvæmdastjóra fyrir flokkinn.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög Nöfn Finns Ingólfssonar, Hrólfs Ölvissonar og Helga S. Magnússonar er að finna í Panama-skjölunum. 25. apríl 2016 20:47 Þingmenn Framsóknar tjá sig ekki Þingmenn Framsóknarflokksins hafa ekki viljað tjá sig um aflandsviðskipti Hrólfs Ölvinssonar, framkvæmdastjóra flokksins. 26. apríl 2016 12:26 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög Nöfn Finns Ingólfssonar, Hrólfs Ölvissonar og Helga S. Magnússonar er að finna í Panama-skjölunum. 25. apríl 2016 20:47
Þingmenn Framsóknar tjá sig ekki Þingmenn Framsóknarflokksins hafa ekki viljað tjá sig um aflandsviðskipti Hrólfs Ölvinssonar, framkvæmdastjóra flokksins. 26. apríl 2016 12:26