Tvær vikur í Eurovision: Framlag Íslands ekki bara lag heldur listaverk Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. apríl 2016 09:00 Undirbúningsvinnan er gríðarlega mikil fyrir þessar þrjár mínútur sem Greta stendur á sviðinu. Framlag Íslands til Eurovision-söngvakeppninnar í ár er eins og kunnugt er lagið Hear them calling með Gretu Salóme. Að atriðinu hefur komið teymi hönnuða og danshöfunda og hafa þau skapað grafískt listaverk sem ætlað er að undirstrika boðskap lagsins. Ólöf Erla Einarsdóttir er grafískur hönnuður sem vann áður á RÚV og hefur séð um útlit fyrir talsverðan fjölda Eurovision-atriða, en hún hefur m.a. hannað grafík og kynningarefni fyrir Vini Sjonna, Jóhönnu Guðrúnu og atriðið hennar Gretu Salóme árið 2012. Í ár er hún sjálfstætt starfandi og orðin hluti af vinningsteyminu hennar Gretu og fer með henni út til Stokkhólms næstkomandi mánudag. Ólöf vann grafíkina fyrir atriðið hennar ásamt Jonathan Duffy og hún hefur sömuleiðis hannað allt kynningarefnið fyrir Grétu. „Þetta á ekki bara að snúast um lagið, þetta er boðskapur og þetta er listaverk. Við tókum upp öll atriðin, þessa skugga, breyttum þeim í tölvuforriti og klipptum þá saman við lagið og það varð að þessari grafík sem var með atriðinu í Söngvakeppninni,“ segir Ólöf og á þar við skuggana sem voru í bakgrunni á sviðinu í vinningsatriði Gretu Salóme, Hear them calling.Ólöf ásamt samstarfsfélaga sínum, Jonathan Duffy.„Við erum búin að senda þeim í Stokkhólmi allt sem við erum búin að hanna og risastórt „storyboard“ um hvernig við viljum að þetta líti allt út á sviðinu úti, sem er auðvitað miklu stærra og býður upp á miklu fleiri möguleika. Þar erum við búin að vinna með hönnuðum sem þau þarna úti hafa komið okkur í samband við og þau eru með nýja heilmyndatækni sem við erum að vinna með. Mikill partur af grafíkinni okkar verður á sviðinu, við viljum halda eins mikið í upphaflega atriðið og við getum,“ útskýrir Ólöf og bendir á að boðskapurinn í laginu endurspeglist mikið til í grafíkinni. „Við stefnum á að taka atriðið lengra en halda samt í upphaflegu hugmyndirnar. Þeir úti eru með allt okkar efni og við höfum verið að bæta inn í það.“ „Boðskapurinn er að þessar raddir sem maður er að heyra alls staðar á internetinu, þessar neikvæðu raddir, eigi maður ekki að hlusta á. Þú ert miklu betri en það, þú átt ekki að hlusta á neikvæðu raddirnar. Þú ert þú, það getur enginn sagt þér að þú sért eitthvað annað.“ Það verður spennandi að sjá hvernig atriðið þeirra kemur út á sviðinu í Stokkhólmi, Svíar hafa ekki verið þekktir fyrir að láta sitt eftir liggja þegar kemur að Eurovision og það er alveg víst að þeir brydda upp á nýjungum þetta árið. Hvort það verða heilmyndir dansandi við hliðina á Gretu Salóme er ekki víst en þarna verður boðið upp á sjónarspil. Eurovision Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Framlag Íslands til Eurovision-söngvakeppninnar í ár er eins og kunnugt er lagið Hear them calling með Gretu Salóme. Að atriðinu hefur komið teymi hönnuða og danshöfunda og hafa þau skapað grafískt listaverk sem ætlað er að undirstrika boðskap lagsins. Ólöf Erla Einarsdóttir er grafískur hönnuður sem vann áður á RÚV og hefur séð um útlit fyrir talsverðan fjölda Eurovision-atriða, en hún hefur m.a. hannað grafík og kynningarefni fyrir Vini Sjonna, Jóhönnu Guðrúnu og atriðið hennar Gretu Salóme árið 2012. Í ár er hún sjálfstætt starfandi og orðin hluti af vinningsteyminu hennar Gretu og fer með henni út til Stokkhólms næstkomandi mánudag. Ólöf vann grafíkina fyrir atriðið hennar ásamt Jonathan Duffy og hún hefur sömuleiðis hannað allt kynningarefnið fyrir Grétu. „Þetta á ekki bara að snúast um lagið, þetta er boðskapur og þetta er listaverk. Við tókum upp öll atriðin, þessa skugga, breyttum þeim í tölvuforriti og klipptum þá saman við lagið og það varð að þessari grafík sem var með atriðinu í Söngvakeppninni,“ segir Ólöf og á þar við skuggana sem voru í bakgrunni á sviðinu í vinningsatriði Gretu Salóme, Hear them calling.Ólöf ásamt samstarfsfélaga sínum, Jonathan Duffy.„Við erum búin að senda þeim í Stokkhólmi allt sem við erum búin að hanna og risastórt „storyboard“ um hvernig við viljum að þetta líti allt út á sviðinu úti, sem er auðvitað miklu stærra og býður upp á miklu fleiri möguleika. Þar erum við búin að vinna með hönnuðum sem þau þarna úti hafa komið okkur í samband við og þau eru með nýja heilmyndatækni sem við erum að vinna með. Mikill partur af grafíkinni okkar verður á sviðinu, við viljum halda eins mikið í upphaflega atriðið og við getum,“ útskýrir Ólöf og bendir á að boðskapurinn í laginu endurspeglist mikið til í grafíkinni. „Við stefnum á að taka atriðið lengra en halda samt í upphaflegu hugmyndirnar. Þeir úti eru með allt okkar efni og við höfum verið að bæta inn í það.“ „Boðskapurinn er að þessar raddir sem maður er að heyra alls staðar á internetinu, þessar neikvæðu raddir, eigi maður ekki að hlusta á. Þú ert miklu betri en það, þú átt ekki að hlusta á neikvæðu raddirnar. Þú ert þú, það getur enginn sagt þér að þú sért eitthvað annað.“ Það verður spennandi að sjá hvernig atriðið þeirra kemur út á sviðinu í Stokkhólmi, Svíar hafa ekki verið þekktir fyrir að láta sitt eftir liggja þegar kemur að Eurovision og það er alveg víst að þeir brydda upp á nýjungum þetta árið. Hvort það verða heilmyndir dansandi við hliðina á Gretu Salóme er ekki víst en þarna verður boðið upp á sjónarspil.
Eurovision Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira