Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2016 18:45 Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. Með þessu alþjóðlega djúpborunarverkefni vonast menn til að margfalda afl hverrar vinnsluholu en samhliða verður einnig borað í Frakklandi. Fyrsta djúpborunin var í Kröflu fyrir sjö árum og þar skorti ekki varmann; hann reyndist raunar of mikill því borkrónan lenti í bráðinni kviku á 2.100 metra dýpi í eldstöðinni sumarið 2009. En nú á að reyna aftur, að þessu sinni á Reykjanesi, og það verður jarðborinn Þór, sá stærsti á landinu, sem nú fær að spreyta sig. Meðan starfsmenn borsins unnu í Svartsengi í dag við að búa hann undir flutning var forstjóri Jarðborana mættur í orkuver HS Orku til að undirrita samning um að bora fimm kílómetra djúpa háhitaholu fyrir á annan milljarð króna. Öll stærstu orkufyrirtæki landsins, ásamt Orkustofnun, taka þátt í verkefninu, sem og fjöldi erlendra vísindasjóða og fyrirtækja. Þannig var fulltrúi Statoil við undirritunina. Þá styrkir Evrópusambandið verkefnið um 1,3 milljarða króna en heildarkostnaður þess er áætlaður um 2,7 milljarðar króna.Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana, og Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku, handsala samninginn með Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku á milli. Carsten Sørlie, verkefnisstjóri hjá Statoil, til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er ekki bara þessi borun á Reykjanesi. Það eru líka boranir í Frakklandi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, en fyrirtæki hans leiðir verkefnið. Þannig eigi að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum. Í Frakklandi vonist menn til að komast niður í 200 stiga hita en hérlendis í 500 stiga hita. Megintilganginn segir Ásgeir að ná meiri orku úr iðrum jarðar, með minni röskun á umhverfi. Meðan venjuleg jarðhitahola sé kannski að gefa af sér fimm megavött í raforku hafi menn áætlað að holan, sem boruð var í kvikuhólfið í Kröflu, hafi verið upp á þrjátíu megavött. „Þannig að það gæti margfaldast afl úr hverri holu. Þannig þurfi færri holur og minna fótspor á yfirborði,“ segir Ásgeir.Jarðborinn Þór í Svartsengi í dag, að hluta kominn niður. Fjær má sjá borholu blása.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Jarðborana fara nú með borinn Þór í verkefni á Hellisheiði en hefja svo djúpborunina á Reykjanesi síðar í sumar. En eru menn ekkert hræddir um að hitta aftur í glóandi kviku? „Ja, maður veit aldrei nákvæmlega hvað er þarna niðri. Það hefur ekki áður verið farið þangað niður með bor. Það var vissulega óvænt að hitta á kvikuhólf á 2.100 metra dýpi í Kröflu. Við teljum að það sé ekki á Reykjanesi. En hvað svo sem verður, meðal annars það sem gerðist í Kröflu, - í því felast tækifæri sem þarf að skoða.“ Fjallað var um fjölþætta nýtingu jarðvarma Reykjaness á Stöð 2 í fyrra í þættinum Um land allt. Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. Með þessu alþjóðlega djúpborunarverkefni vonast menn til að margfalda afl hverrar vinnsluholu en samhliða verður einnig borað í Frakklandi. Fyrsta djúpborunin var í Kröflu fyrir sjö árum og þar skorti ekki varmann; hann reyndist raunar of mikill því borkrónan lenti í bráðinni kviku á 2.100 metra dýpi í eldstöðinni sumarið 2009. En nú á að reyna aftur, að þessu sinni á Reykjanesi, og það verður jarðborinn Þór, sá stærsti á landinu, sem nú fær að spreyta sig. Meðan starfsmenn borsins unnu í Svartsengi í dag við að búa hann undir flutning var forstjóri Jarðborana mættur í orkuver HS Orku til að undirrita samning um að bora fimm kílómetra djúpa háhitaholu fyrir á annan milljarð króna. Öll stærstu orkufyrirtæki landsins, ásamt Orkustofnun, taka þátt í verkefninu, sem og fjöldi erlendra vísindasjóða og fyrirtækja. Þannig var fulltrúi Statoil við undirritunina. Þá styrkir Evrópusambandið verkefnið um 1,3 milljarða króna en heildarkostnaður þess er áætlaður um 2,7 milljarðar króna.Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana, og Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku, handsala samninginn með Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku á milli. Carsten Sørlie, verkefnisstjóri hjá Statoil, til vinstri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er ekki bara þessi borun á Reykjanesi. Það eru líka boranir í Frakklandi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, en fyrirtæki hans leiðir verkefnið. Þannig eigi að kanna hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum. Í Frakklandi vonist menn til að komast niður í 200 stiga hita en hérlendis í 500 stiga hita. Megintilganginn segir Ásgeir að ná meiri orku úr iðrum jarðar, með minni röskun á umhverfi. Meðan venjuleg jarðhitahola sé kannski að gefa af sér fimm megavött í raforku hafi menn áætlað að holan, sem boruð var í kvikuhólfið í Kröflu, hafi verið upp á þrjátíu megavött. „Þannig að það gæti margfaldast afl úr hverri holu. Þannig þurfi færri holur og minna fótspor á yfirborði,“ segir Ásgeir.Jarðborinn Þór í Svartsengi í dag, að hluta kominn niður. Fjær má sjá borholu blása.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Jarðborana fara nú með borinn Þór í verkefni á Hellisheiði en hefja svo djúpborunina á Reykjanesi síðar í sumar. En eru menn ekkert hræddir um að hitta aftur í glóandi kviku? „Ja, maður veit aldrei nákvæmlega hvað er þarna niðri. Það hefur ekki áður verið farið þangað niður með bor. Það var vissulega óvænt að hitta á kvikuhólf á 2.100 metra dýpi í Kröflu. Við teljum að það sé ekki á Reykjanesi. En hvað svo sem verður, meðal annars það sem gerðist í Kröflu, - í því felast tækifæri sem þarf að skoða.“ Fjallað var um fjölþætta nýtingu jarðvarma Reykjaness á Stöð 2 í fyrra í þættinum Um land allt.
Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Dýpsta borhola á Íslandi Nýtt met hefur verið sett á Íslandi í dýpt borholu. Áhöfnin á jarðbornum Geysi frá Jarðborunum á nýja metið en það tók hana fimm vikur að bora dýpstu holu landsins niður á 3.322 metra dýpi. 11. maí 2008 15:00