Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2016 10:34 Ólafur Ragnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjötta sinn og það vegna óvissunnar sem myndaðist eftir birtingu Panama-skjalanna. Vísir/Anton Brink Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að þakka beri það starf sem unnið hefur verið í kjölfar Panama-lekans. Hann segir upplýsingarnar sem komu í ljós mikilvæga þjónustu við almenning. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ólafs við eftirfarandi fyrirspurn Vísis:Hvert er álit Ólafs Ragnars á einstaklingum sem geyma eignir í aflandsfélögum í skattaskjólum? Telur hann það réttlætanlegt? Ólafur svarar ekki fyrirspurninni beint en segist ávallt hafa verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga. „Ég hef ætíð verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga og tel að hin mikla aukning þeirra á undanförnum áratugum sé afleiðing þess kerfis á alþjóðlegum fjármálamarkaði sem tók að þróast af krafti uppúr 1980 og hefur svo verið ríkjandi á Vesturlöndum um árabil,“ skrifar Ólafur.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag „Það er mikilvægt að Ísland fylgi umbótum á þessu sviði og nýjum reglum sem OECD og ýmis ríki hafa sett. Upplýsingar úr Panamaskjölunum eru mikilvæg þjónusta við hagsmuni almennings og styrkja nauðsynlegar umbætur á fjármálakerfum. Það starf ber því að þakka." Svarið berst eftir að fregnir bárust þess efnis að Moussaieff-fjölskyldan, tengdafjölskylda forsetans, sé nefnd í Panama-skjölunum. Fjölskylda Dorritar Moussaieff átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited, sem er að finna í fyrrnefndum Panama-skjölum. Hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar Grímsson, sem neitað hefur því ítrekað að tengjast aflandsfélögum, segjast hafa heyrt um félagið áður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Hann hyggst bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn og rökstuddi það meðal annars þeim rökum að óvissan sem væri uppi eftir birtingu Panama-skjalanna væri svo mikil. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar orðinn að óvæntri poppstjörnu Tilsvörum hans skeytt saman við 2 Unlimited-smellinn No Limit. 25. apríl 2016 23:32 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að þakka beri það starf sem unnið hefur verið í kjölfar Panama-lekans. Hann segir upplýsingarnar sem komu í ljós mikilvæga þjónustu við almenning. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ólafs við eftirfarandi fyrirspurn Vísis:Hvert er álit Ólafs Ragnars á einstaklingum sem geyma eignir í aflandsfélögum í skattaskjólum? Telur hann það réttlætanlegt? Ólafur svarar ekki fyrirspurninni beint en segist ávallt hafa verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga. „Ég hef ætíð verið gagnrýninn á kerfi aflandsfélaga og tel að hin mikla aukning þeirra á undanförnum áratugum sé afleiðing þess kerfis á alþjóðlegum fjármálamarkaði sem tók að þróast af krafti uppúr 1980 og hefur svo verið ríkjandi á Vesturlöndum um árabil,“ skrifar Ólafur.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag „Það er mikilvægt að Ísland fylgi umbótum á þessu sviði og nýjum reglum sem OECD og ýmis ríki hafa sett. Upplýsingar úr Panamaskjölunum eru mikilvæg þjónusta við hagsmuni almennings og styrkja nauðsynlegar umbætur á fjármálakerfum. Það starf ber því að þakka." Svarið berst eftir að fregnir bárust þess efnis að Moussaieff-fjölskyldan, tengdafjölskylda forsetans, sé nefnd í Panama-skjölunum. Fjölskylda Dorritar Moussaieff átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited, sem er að finna í fyrrnefndum Panama-skjölum. Hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar Grímsson, sem neitað hefur því ítrekað að tengjast aflandsfélögum, segjast hafa heyrt um félagið áður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Hann hyggst bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn og rökstuddi það meðal annars þeim rökum að óvissan sem væri uppi eftir birtingu Panama-skjalanna væri svo mikil.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar orðinn að óvæntri poppstjörnu Tilsvörum hans skeytt saman við 2 Unlimited-smellinn No Limit. 25. apríl 2016 23:32 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ólafur Ragnar orðinn að óvæntri poppstjörnu Tilsvörum hans skeytt saman við 2 Unlimited-smellinn No Limit. 25. apríl 2016 23:32
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49
Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03