Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2016 16:03 Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, segist íhuga framboð til forseta Íslands alvarlega þessa dagana. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að konur skori í auknum mæli á hana. „Ég tek þetta alvarlega og mun íhuga þetta,“ segir Berglind sem nefnd hefur verið í umræðunni um mögulega forsetaframbjóðendur undanfarna mánuði. Hún tjáði sig um mögulegt framboð við RÚV fyrr í dag og segir mikla fjölgun í stuðningshópnum hafa ýtt henni undir feldinn fyrir alvöru. Berglind segist ekki ætla að gefa sér mikinn tíma til að velta málinu fyrir sér. Fjórar vikur eru í að skila þarf listum yfir stuðningsmenn og þar með staðfesta framboðið. Gengið verður að kjörborðinu laugardaginn 25. júní. Aðspurð hvort ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, að bjóða sig fram þvert á nýársávarp hans hafi eitthvað með málið að gera neitar hún fyrir það. Það sé fyrst og fremst fjöldi kvenna sem hafi leitað til hennar. „Það er það sem ég er að upplifa svona sterkt. Þetta er konur á ólíkum aldri, bæði úti á landi og fyrir sunnan. Það er það sem mér finnst einkenna þetta.“ Berglind lýkur störfum sem sendiherra Íslands í Frakklandi á árinu eftir fimm ára dvöl í París. Hún segir óvíst hvað taki við. Ákvörðun um framboð til forseta Íslands sé ekki auðveld og snerti alla fjölskylduna. Ákvörðunar sé þó að vænta á allra næstu dögum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, segist íhuga framboð til forseta Íslands alvarlega þessa dagana. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að konur skori í auknum mæli á hana. „Ég tek þetta alvarlega og mun íhuga þetta,“ segir Berglind sem nefnd hefur verið í umræðunni um mögulega forsetaframbjóðendur undanfarna mánuði. Hún tjáði sig um mögulegt framboð við RÚV fyrr í dag og segir mikla fjölgun í stuðningshópnum hafa ýtt henni undir feldinn fyrir alvöru. Berglind segist ekki ætla að gefa sér mikinn tíma til að velta málinu fyrir sér. Fjórar vikur eru í að skila þarf listum yfir stuðningsmenn og þar með staðfesta framboðið. Gengið verður að kjörborðinu laugardaginn 25. júní. Aðspurð hvort ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, að bjóða sig fram þvert á nýársávarp hans hafi eitthvað með málið að gera neitar hún fyrir það. Það sé fyrst og fremst fjöldi kvenna sem hafi leitað til hennar. „Það er það sem ég er að upplifa svona sterkt. Þetta er konur á ólíkum aldri, bæði úti á landi og fyrir sunnan. Það er það sem mér finnst einkenna þetta.“ Berglind lýkur störfum sem sendiherra Íslands í Frakklandi á árinu eftir fimm ára dvöl í París. Hún segir óvíst hvað taki við. Ákvörðun um framboð til forseta Íslands sé ekki auðveld og snerti alla fjölskylduna. Ákvörðunar sé þó að vænta á allra næstu dögum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira