Volkswagen T-Prime GTE í Peking Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2016 12:56 Volkswagen er að frumsýna þennan laglega T-Prime tilraunabíl á bílasýningunni í Peking sem hófst í dag. Þessi bíll er tengiltvinnbíll (Plug-In-Hybrid) og auk þess hlaðinn nýjustu tækni, til dæmis fleiri en einum snertiskjá, raddtæknistýringum, sveigðum upplýsingaskjá og snertiborði sem les handskrift. Fullt nafn bílsins er T-Prime Concept GTE og er hann fjórhjóladrifinn og með 375 hestafla drifrás. Hann kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu. Þó þetta sé nokkuð stór bíll þá fer hann í hundraðið á 6 sekúndum og hámarkshraðinn er 224 km/klst. Vélin í bílnum er 2,0 lítra og með forþjöppu og raflöðurnar eru 14,1 kW. T-Prime er fremur stór bíll og 17 cm lengri en núverandi Touareg jeppi og meira að segja 1 cm lengri en stóri fólksbíllinn Phaeton. Volkswagen segir að þessi bíll gefi tóninn hvað varðar nýja tækni í jepplingum og jeppum frá fyrirtækinu, sem og í útliti. Ekki er reyndar loku fyrir það skotið að þessi bíll líkist nýjum Audi Q7, nýjum jeppa í stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Þessi nýi jeppi verður sá stærsti frá Volkswagen, en Touareg sem frumsýndur verður af annarri kynslóð seinna í vor kemur þar fyrir neðan og Tiguan, sem þegar er búið að kynna af nýrri kynslóð kemur þar fyrir neðan. Tveir aðrir minni jepplingar verða svo kynntir á næstunni, bíll sem byggður verður á T-Roc tilraunabílnum og öðrum minni, sem byggður verður á T-Cross Breeze tilraunabílnum. Þá verða jeppar og jepplingar Volkswagen orðnir 5 talsins. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Volkswagen er að frumsýna þennan laglega T-Prime tilraunabíl á bílasýningunni í Peking sem hófst í dag. Þessi bíll er tengiltvinnbíll (Plug-In-Hybrid) og auk þess hlaðinn nýjustu tækni, til dæmis fleiri en einum snertiskjá, raddtæknistýringum, sveigðum upplýsingaskjá og snertiborði sem les handskrift. Fullt nafn bílsins er T-Prime Concept GTE og er hann fjórhjóladrifinn og með 375 hestafla drifrás. Hann kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu. Þó þetta sé nokkuð stór bíll þá fer hann í hundraðið á 6 sekúndum og hámarkshraðinn er 224 km/klst. Vélin í bílnum er 2,0 lítra og með forþjöppu og raflöðurnar eru 14,1 kW. T-Prime er fremur stór bíll og 17 cm lengri en núverandi Touareg jeppi og meira að segja 1 cm lengri en stóri fólksbíllinn Phaeton. Volkswagen segir að þessi bíll gefi tóninn hvað varðar nýja tækni í jepplingum og jeppum frá fyrirtækinu, sem og í útliti. Ekki er reyndar loku fyrir það skotið að þessi bíll líkist nýjum Audi Q7, nýjum jeppa í stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Þessi nýi jeppi verður sá stærsti frá Volkswagen, en Touareg sem frumsýndur verður af annarri kynslóð seinna í vor kemur þar fyrir neðan og Tiguan, sem þegar er búið að kynna af nýrri kynslóð kemur þar fyrir neðan. Tveir aðrir minni jepplingar verða svo kynntir á næstunni, bíll sem byggður verður á T-Roc tilraunabílnum og öðrum minni, sem byggður verður á T-Cross Breeze tilraunabílnum. Þá verða jeppar og jepplingar Volkswagen orðnir 5 talsins.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent