Gagnrýnir látalæti forsetans Birta Björnsdóttir skrifar 24. apríl 2016 19:30 Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði. Guðni Th. Jóhannesson er ekki búinn að gera upp hug sinn um hvort hann hyggist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hann var kominn á fremsta hlunn með að tilkynna um framboð sitt þegar Ólafur Ragnar Grímsson sagðist ætla gefa kost á sér til endurkjörs og þá breyttist staðan. Guðni er enn að hugsa málið. En eftir hverju er hann að bíða? Er hann að bíða eftir niðurstöðum skoðanakannana eða einfaldlega að endurmeta stöðuna? „Já ætli það megi ekki segja það sem svo að maður sé að endurmeta stöðuna. Ég ber mikla virðingu fyrir embætti forseta Íslands og það er bara allt annað að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta sem hefur reynst okkur farsællega árum saman. Það að manni þyki ekki við hæfi að hann sitji áfram getur ekki verið eina ástæða þess að maður bjóði sig fram." Guðni er gagnrýninn á ákvörðun Ólafs Ragnars. „Ég kann ekki við þessi látalæti. Að segja einu sinni að það sé fullkomlega óeðlilegt að forseti sitji þetta lengi og nota svo nýársávarp til að tilkynna um að nú sé nóg komið en venda svo sínu kvæði í kross. Ég veit að harðir stuðningsmenn hans eru efins meira að segja. En svo eru aðrir sem hugsa: „Sko sjáið þið kallinn, hvernig hann leikur á þau aftur og aftur." En þá verð ég að bæta við, ef það er þetta sem fólk vill þá þarf ég nú virkilega að hugsa minn gang því ekki gæti ég gert þetta." Guðni segir þó að hann muni ekki eyða tíma í að tala um ókosti annarra frambjóðenda ákveði hann að bjóða sig fram. „Maður hringir ekkert á vælubílinn. Maður fer að horfa fram á við og segja fólki hvað maður stendur fyrir, hvarnig maður lítur á þetta embætti og hvernig maður telur að því beri að gegna. Hitt verður bara liðin tíð. Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel á forsetastóli en það er ekki þar með sagt að hann eigi þessvega að sitja eins lengi og hann kýs," segir Guðni.En hvernig forseti vill Guðni verða, ákveði hann að bjóða sig fram? „Ég myndi sjá fyrir mér að verða forseti sem er ekki í neinu einu liði, að fólkið í landinu finni að maður er forseti allra. „Ég er líka kóngur fyrir kommúnistana," sagði Hákon Noregskonungur einhverju sinni og það væri einhvernvegin þannig sem ég myndi sjá þetta embætti fyrir mér. Að standa utan hins pólitíska sviðs en vera tilbúinn að láta til mín taka ef á þyrfti að halda," sagði Guðni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson er ekki búinn að gera upp hug sinn um hvort hann hyggist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hann var kominn á fremsta hlunn með að tilkynna um framboð sitt þegar Ólafur Ragnar Grímsson sagðist ætla gefa kost á sér til endurkjörs og þá breyttist staðan. Guðni er enn að hugsa málið. En eftir hverju er hann að bíða? Er hann að bíða eftir niðurstöðum skoðanakannana eða einfaldlega að endurmeta stöðuna? „Já ætli það megi ekki segja það sem svo að maður sé að endurmeta stöðuna. Ég ber mikla virðingu fyrir embætti forseta Íslands og það er bara allt annað að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta sem hefur reynst okkur farsællega árum saman. Það að manni þyki ekki við hæfi að hann sitji áfram getur ekki verið eina ástæða þess að maður bjóði sig fram." Guðni er gagnrýninn á ákvörðun Ólafs Ragnars. „Ég kann ekki við þessi látalæti. Að segja einu sinni að það sé fullkomlega óeðlilegt að forseti sitji þetta lengi og nota svo nýársávarp til að tilkynna um að nú sé nóg komið en venda svo sínu kvæði í kross. Ég veit að harðir stuðningsmenn hans eru efins meira að segja. En svo eru aðrir sem hugsa: „Sko sjáið þið kallinn, hvernig hann leikur á þau aftur og aftur." En þá verð ég að bæta við, ef það er þetta sem fólk vill þá þarf ég nú virkilega að hugsa minn gang því ekki gæti ég gert þetta." Guðni segir þó að hann muni ekki eyða tíma í að tala um ókosti annarra frambjóðenda ákveði hann að bjóða sig fram. „Maður hringir ekkert á vælubílinn. Maður fer að horfa fram á við og segja fólki hvað maður stendur fyrir, hvarnig maður lítur á þetta embætti og hvernig maður telur að því beri að gegna. Hitt verður bara liðin tíð. Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel á forsetastóli en það er ekki þar með sagt að hann eigi þessvega að sitja eins lengi og hann kýs," segir Guðni.En hvernig forseti vill Guðni verða, ákveði hann að bjóða sig fram? „Ég myndi sjá fyrir mér að verða forseti sem er ekki í neinu einu liði, að fólkið í landinu finni að maður er forseti allra. „Ég er líka kóngur fyrir kommúnistana," sagði Hákon Noregskonungur einhverju sinni og það væri einhvernvegin þannig sem ég myndi sjá þetta embætti fyrir mér. Að standa utan hins pólitíska sviðs en vera tilbúinn að láta til mín taka ef á þyrfti að halda," sagði Guðni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira