Segir ákvörðun Ólafs dómgreindarbrest sem jók á sundrungu 23. apríl 2016 10:45 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér til endurkjörs hafi verið dómgreindarbrestur. Það beri viðbrögðin við yfirlýsingunni með sér. Hann segir að ákvörðun forsetans um gefa kost á sér að nýju hafi því ekki orðið til þess að sameina þjóðina heldur til þess fallin að „auka enn á þá sundrungu sem fyrir er.“ Hún vinni því gegn yfirlýstu markmiði forsetans. Þetta kemur fram í pistli Styrmis í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gerir breytingar á ákvæðum stjórnarskrárinnar um embætti forseta Íslands að umtalsefni sínu en Styrmir segir þær nú enn brýnni en áður. Eftir ákvörðun Ólafs Ragnars um að gefa kost á sér til endurkjörs megi þessar breytingar, að mati Styrmis, ekki bíða árum saman heldur verði þær „að koma til framkvæma á næstu misserum.“Synjunarvald afnumið og tímamörk nauðynleg Hann segir breytingarnar lúta að fjórum þáttum: „Í fyrsta lagi, hvort yfirleitt eigi að vera til embætti forseta lýðveldisins. Í öðru lagi er ljóst, verði það áfram til, að nauðsynlegt er að setja ákveðin tímamörk á setu hvers einstaklings á Bessastöðum, sem til þess er kjörinn. Í þriðja lagi hafa komið fram réttmætar ábendingar um að forsetakjör fari fram í tveimur umferðum, nái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð. Í fjórða lagi er ástæða til að afnema alveg synjunarvald forseta vegna laga frá Alþingi en flytja það í þess stað yfir til þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Styrmir.Styrmir Gunnarsson.Ritstjórinn fyrrverandi segir að nauðsynlegt að þessi mál komist á dagskrá í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Þannig gefist forseta tækifæri á að útskýra betur þau rök sem hann hafi fært fyrir þeirri ákvörðun sinni að bjóða sig fram enn á ný þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. „Og þá má búast við að þungar athugasemdir Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, við röksemdir forsetans í samtali við DV nú í vikunni komi einnig við sögu,“ segir Styrmir og bætir við:Vonar að ákvörðunin leiði til samstöðu um stjórnarskrárbreytingar „Ákvörðun forsetans um að leita enn einu sinni endurkjörs hefur ekki orðið til að sameina þjóðina heldur hefur hún orðið til að auka enn á þá sundrungu sem fyrir er. Hún vinnur því gegn yfirlýstu markmiði forsetans.“ Fátt er þó svo með öllu illt að ei boði gott að mati Styrmis sem segir að ákvörðunin kunni að leiða til samstöðu allra flokka um nauðsynlegar, fyrrgreindar breytingar á stjórnarskránni. Það hafi hamlað ítrekuðum tilraunum til að ná fram breytingum á stjórnarskrá að stjórnmálaflokkarnir hafa haft mismunandi skoðanir á þeim. „Forseti Íslands hefur vafalaust byggt ákvörðun sína á að bjóða sig fram til endurkjörs á þeirri forsendu sem hann hefur gefið upp að hann yrði að fórna eigin frelsi fyrir skyldur gagnvart þjóðinni. En viðbrögðin við þeirri ákvörðun sýna að dómgreindin hefur brugðizt honum.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér til endurkjörs hafi verið dómgreindarbrestur. Það beri viðbrögðin við yfirlýsingunni með sér. Hann segir að ákvörðun forsetans um gefa kost á sér að nýju hafi því ekki orðið til þess að sameina þjóðina heldur til þess fallin að „auka enn á þá sundrungu sem fyrir er.“ Hún vinni því gegn yfirlýstu markmiði forsetans. Þetta kemur fram í pistli Styrmis í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gerir breytingar á ákvæðum stjórnarskrárinnar um embætti forseta Íslands að umtalsefni sínu en Styrmir segir þær nú enn brýnni en áður. Eftir ákvörðun Ólafs Ragnars um að gefa kost á sér til endurkjörs megi þessar breytingar, að mati Styrmis, ekki bíða árum saman heldur verði þær „að koma til framkvæma á næstu misserum.“Synjunarvald afnumið og tímamörk nauðynleg Hann segir breytingarnar lúta að fjórum þáttum: „Í fyrsta lagi, hvort yfirleitt eigi að vera til embætti forseta lýðveldisins. Í öðru lagi er ljóst, verði það áfram til, að nauðsynlegt er að setja ákveðin tímamörk á setu hvers einstaklings á Bessastöðum, sem til þess er kjörinn. Í þriðja lagi hafa komið fram réttmætar ábendingar um að forsetakjör fari fram í tveimur umferðum, nái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð. Í fjórða lagi er ástæða til að afnema alveg synjunarvald forseta vegna laga frá Alþingi en flytja það í þess stað yfir til þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Styrmir.Styrmir Gunnarsson.Ritstjórinn fyrrverandi segir að nauðsynlegt að þessi mál komist á dagskrá í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Þannig gefist forseta tækifæri á að útskýra betur þau rök sem hann hafi fært fyrir þeirri ákvörðun sinni að bjóða sig fram enn á ný þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. „Og þá má búast við að þungar athugasemdir Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, við röksemdir forsetans í samtali við DV nú í vikunni komi einnig við sögu,“ segir Styrmir og bætir við:Vonar að ákvörðunin leiði til samstöðu um stjórnarskrárbreytingar „Ákvörðun forsetans um að leita enn einu sinni endurkjörs hefur ekki orðið til að sameina þjóðina heldur hefur hún orðið til að auka enn á þá sundrungu sem fyrir er. Hún vinnur því gegn yfirlýstu markmiði forsetans.“ Fátt er þó svo með öllu illt að ei boði gott að mati Styrmis sem segir að ákvörðunin kunni að leiða til samstöðu allra flokka um nauðsynlegar, fyrrgreindar breytingar á stjórnarskránni. Það hafi hamlað ítrekuðum tilraunum til að ná fram breytingum á stjórnarskrá að stjórnmálaflokkarnir hafa haft mismunandi skoðanir á þeim. „Forseti Íslands hefur vafalaust byggt ákvörðun sína á að bjóða sig fram til endurkjörs á þeirri forsendu sem hann hefur gefið upp að hann yrði að fórna eigin frelsi fyrir skyldur gagnvart þjóðinni. En viðbrögðin við þeirri ákvörðun sýna að dómgreindin hefur brugðizt honum.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15
Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34
Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda