Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 08:58 Andri Snær sagði framboð hans hafa átt von á ýmsu óvæntu þegar í ljós kom að Ólafur Ragnar hefði ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta í sjötta skiptið. visir/valli Andri Snær Magnason, rithöfundur og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, fer nokkuð mikinn í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir lýðræðið virka vegna þess að kjarni þess sé óvissan. „Lýðræðið er vettvangur þar sem nýjar og gamlar hugmyndir mætast en útkoman er aldrei fyrirsjáanleg. Hugmyndin var sú að fólkið sjálft mætti velja einhverja úr sínum röðum til að taka tímabundna ábyrgð í stað þess að treysta á konung til lífstíðar. Lýðræðið afnam ættarveldið og erfðafestina. Hugmyndin var að koma á heilbrigðu sambandi við valdið, vegna þess að það er eitthvað í genunum okkar sem þráir öryggi og óttast óvissuna.“ Andri Snær segir Íslendinga hafa kallað ýmislegt yfir sig í leit að öryggi. Þar með talið lán og leiðréttingar, og stórframkvæmdir vegna þess að við viljum skjól og stöðugleika. „Og nú hefur forsetinn hætt við að hætta í annað skipti og hann varar við óvissunni. En þá má spyrja sig. Er kjósendum fyrir þingkosningar treystandi? Er óvissa um úrslit alþingiskosninga svo mikil að enginn annar geti staðið í brúnni? Eru hugsanlegir frambjóðendur verri en áður? Og af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“Andri Snær segir óvissu um hlutverk og vald forseta Íslands kalla á breytta og bætta stjórnarskrá. Lýðræðið sé ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þurfi að berjast fyrir og mikilvæg embætti megi ekki verða persónulegt lén einstaklinga.„Verkefnin framundan eru spennandi. Náttúran, tungumálin og sjálft hlutverk forsetans. Öll þessi mál eru hlaðin óvissu. Það er í óvissunni sem andstæður mætast og hið óvænta gerist. Óvissan er kjarninn í lífinu, annað nafn á framtíðinni og við verðum að mæta henni opin og óttalaus.“Greinina í heild má lesa hér. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Andri Snær Magnason, rithöfundur og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, fer nokkuð mikinn í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir lýðræðið virka vegna þess að kjarni þess sé óvissan. „Lýðræðið er vettvangur þar sem nýjar og gamlar hugmyndir mætast en útkoman er aldrei fyrirsjáanleg. Hugmyndin var sú að fólkið sjálft mætti velja einhverja úr sínum röðum til að taka tímabundna ábyrgð í stað þess að treysta á konung til lífstíðar. Lýðræðið afnam ættarveldið og erfðafestina. Hugmyndin var að koma á heilbrigðu sambandi við valdið, vegna þess að það er eitthvað í genunum okkar sem þráir öryggi og óttast óvissuna.“ Andri Snær segir Íslendinga hafa kallað ýmislegt yfir sig í leit að öryggi. Þar með talið lán og leiðréttingar, og stórframkvæmdir vegna þess að við viljum skjól og stöðugleika. „Og nú hefur forsetinn hætt við að hætta í annað skipti og hann varar við óvissunni. En þá má spyrja sig. Er kjósendum fyrir þingkosningar treystandi? Er óvissa um úrslit alþingiskosninga svo mikil að enginn annar geti staðið í brúnni? Eru hugsanlegir frambjóðendur verri en áður? Og af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“Andri Snær segir óvissu um hlutverk og vald forseta Íslands kalla á breytta og bætta stjórnarskrá. Lýðræðið sé ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þurfi að berjast fyrir og mikilvæg embætti megi ekki verða persónulegt lén einstaklinga.„Verkefnin framundan eru spennandi. Náttúran, tungumálin og sjálft hlutverk forsetans. Öll þessi mál eru hlaðin óvissu. Það er í óvissunni sem andstæður mætast og hið óvænta gerist. Óvissan er kjarninn í lífinu, annað nafn á framtíðinni og við verðum að mæta henni opin og óttalaus.“Greinina í heild má lesa hér.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira