Þverpólitísk sátt um breytingar á útlendingalögum Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2016 14:00 Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi sem felur í sér heildarendurskoðun á öllum núgildandi lögum um útlendinga. Formaður þverpólitískrar nefndar sem samdi frumvarpið segir að það veki athygli útfyrir landsteinana að frumvarp sem þetta hafi orðið til í sátt ólíkra stjórnmálaafla. Vorið 2014 skipaði þáverandi innanríkisráðherra þverpólitíska þingnefnd til að endurskoða öll lög í landinu um útlendinga, bæði þá sem koma hingað til atvinnu- og skammtíma dvalar vegna náms, sem og flóttamenn og hælisleitendur. Nefndin er skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi undir formennsku Óttarrs Proppé formanns Bjartrar framtíðar. Ólöf Nordal mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag sem er upp á 125 greinar og er 190 blaðsíður með greinargerðum. Óttarr segir frumvarpið fela í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum. „Sem hafa verið ansi mikill bútasaumur í raun og veru. Grunnlögin eru orðin ansi gömul og búið að breyta og laga smotteríi hingað og þangað. Þannig að þetta er endurskoðun og grundvallarbeyting á uppsetningu á lögunum,“ segir Óttarr. Það sé samt ekki verið að kollvarpa þeim lagaramma sem nú er í gildi. Lagagreinar sé uppfærðar og samræmdar bæði skyldum og þörfum. Vinnan við frumvarpið hafi verið sérstök fyrir það að allir flokkar komi að samningu þess. Nefndin hafi í upphafi sett sér ákveðnar grundvallarreglur um að uppfylla alla alþjóðlega samninga og gæta að samkeppnisstöðu Íslands varðandi möguleika útlendinga á að koma hingað til dvalar, atvinnu og náms. „Stóru fréttirnar eru að annars vegar erum við að uppfæra lögin til að uppfylla mannréttindasáttmála, barnasáttmál, við erum að horfa sérstaklega til mansals þegar kemur sérstaklega að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hina svo kölluðu hælisleitendur,“ segir Óttarrr. Þá séu reglur um dvalar- og atvinnuleyfi hins vegar uppfærðar vegna sérfræðinga og annarra sem koma hingað til landsins. Afgreiðsla allra mála varðandi útlendinga verði færð á einn stað til að stytta þann tíma sem taki að afgreiða mál hvers og eins án þess þó að fækka stofnunum í málaflokknum. Óttar segir að þó sé hvorki verið að galopna né loka landamærum með frumvarpinu. Ein breytingin feli í sér að þeir sem komi hingað til náms en fari að því loknu að vinna á Íslandi eða vilji flytja hingað vegna þess að þeir hafi gifst Íslendingi, þurfi ekki að byrja upp á nýtt í kerfinu. Óttar segir að mörgu leyti sögulegt að tekist hafi að afgreiða frumvarpið í þverpólitískri sátt. „Þegar maður segir fólki í Evrópu frá þessu galopnast aukun á fólki vegna þess að það er ekki vaninn annars staðar. Þannig að veganestið sem þetta frumvarp fær alla vega inn í þingið fyllir mann bjartsýni,“ segir Óttarr Próppé. Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi sem felur í sér heildarendurskoðun á öllum núgildandi lögum um útlendinga. Formaður þverpólitískrar nefndar sem samdi frumvarpið segir að það veki athygli útfyrir landsteinana að frumvarp sem þetta hafi orðið til í sátt ólíkra stjórnmálaafla. Vorið 2014 skipaði þáverandi innanríkisráðherra þverpólitíska þingnefnd til að endurskoða öll lög í landinu um útlendinga, bæði þá sem koma hingað til atvinnu- og skammtíma dvalar vegna náms, sem og flóttamenn og hælisleitendur. Nefndin er skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi undir formennsku Óttarrs Proppé formanns Bjartrar framtíðar. Ólöf Nordal mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag sem er upp á 125 greinar og er 190 blaðsíður með greinargerðum. Óttarr segir frumvarpið fela í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum. „Sem hafa verið ansi mikill bútasaumur í raun og veru. Grunnlögin eru orðin ansi gömul og búið að breyta og laga smotteríi hingað og þangað. Þannig að þetta er endurskoðun og grundvallarbeyting á uppsetningu á lögunum,“ segir Óttarr. Það sé samt ekki verið að kollvarpa þeim lagaramma sem nú er í gildi. Lagagreinar sé uppfærðar og samræmdar bæði skyldum og þörfum. Vinnan við frumvarpið hafi verið sérstök fyrir það að allir flokkar komi að samningu þess. Nefndin hafi í upphafi sett sér ákveðnar grundvallarreglur um að uppfylla alla alþjóðlega samninga og gæta að samkeppnisstöðu Íslands varðandi möguleika útlendinga á að koma hingað til dvalar, atvinnu og náms. „Stóru fréttirnar eru að annars vegar erum við að uppfæra lögin til að uppfylla mannréttindasáttmála, barnasáttmál, við erum að horfa sérstaklega til mansals þegar kemur sérstaklega að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hina svo kölluðu hælisleitendur,“ segir Óttarrr. Þá séu reglur um dvalar- og atvinnuleyfi hins vegar uppfærðar vegna sérfræðinga og annarra sem koma hingað til landsins. Afgreiðsla allra mála varðandi útlendinga verði færð á einn stað til að stytta þann tíma sem taki að afgreiða mál hvers og eins án þess þó að fækka stofnunum í málaflokknum. Óttar segir að þó sé hvorki verið að galopna né loka landamærum með frumvarpinu. Ein breytingin feli í sér að þeir sem komi hingað til náms en fari að því loknu að vinna á Íslandi eða vilji flytja hingað vegna þess að þeir hafi gifst Íslendingi, þurfi ekki að byrja upp á nýtt í kerfinu. Óttar segir að mörgu leyti sögulegt að tekist hafi að afgreiða frumvarpið í þverpólitískri sátt. „Þegar maður segir fólki í Evrópu frá þessu galopnast aukun á fólki vegna þess að það er ekki vaninn annars staðar. Þannig að veganestið sem þetta frumvarp fær alla vega inn í þingið fyllir mann bjartsýni,“ segir Óttarr Próppé.
Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira