73 prósent kjósenda Framsóknar andvígir því að nýr spítali rísi við Hringbraut Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. apríl 2016 10:53 Sigmundur vill spítalann ekki á Hringbraut. Hér má sjá mynd af nýjum spítala. Vísir Meirihluti landsmanna vill að nýr spítali verði reistur við Vífilstaði eða 52 prósent. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Gallup. 39 prósent vilja sjá spítalann rísa við Hringbraut og 9 prósent annars staðar. 44 prósent voru andvígir því að nýr spítali rísi við Hringbraut en 35 prósent hlynntir því. Könnunin var unnin fyrir samtökin Betri spítali sem berjast fyrir því að gerð verði ný fagleg staðarvalsgreining fyrir nýja Landspítalann en samtökin telja betra að staðsetja nýjan spítala austar á höfuðborgarsvæðinu heldur en á núverandi staðsetningu Landspítalans við Hringbraut. 53 prósent svarenda könnunarinnar vilja að stjórnvöld láti gera nýja greiningu á staðsetningu fyrir spítalann. Andvígir því voru 27,7 prósent. Fjöldi svarenda var 861 og þar af tóku 702 afstöðu eða 81 prósent þeirra sem fengu möguleika á að svara könnuninni. 363 svarenda völdu Vífilsstaði sem ákjósanlegasta staðinn fyrir nýjan Landspítala og 270 við Hringbraut. Þá nefndu 19 Fossvoginn sem ákjósanlegan stað, 7 Keldnaholt, 5 við ósa Elliðaár, 4 á Ártúnshöfða og 33 sögðu annars staðar.Landspítali Íslands við Hringbraut.Mynd/Vilhelm62 prósent þeirra sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur vilja sjá nýjan spítala við Vífilsstaði á meðan 30 prósent af þessum hópi vilja heldur staðsetja hann við Hringbraut. Þetta eru nokkuð sambærilegt hjá þeim sem búa í Reykjavík en af þeim vilja 52 prósent sjá nýjan spítala við Vífilsstaði og 38 prósent við Hringbraut. Munurinn var mun minni hjá svarendum í öðrum sveitarfélögum en af þeim vilja 44 prósent sjá nýjan spítala rísa við Vífilsstaði en 46 prósent við Hringbraut. Athyglisvert er að þeir sem koma frá betur stæðari heimilum vilja heldur sjá spítalann við Hringbraut en þeir sem hafa lægri mánaðarlegar fjölskyldutekjur.Úr könnun Gallup.Þannig vilja 61 prósent þeirra sem hafa yfir 1,250 milljón á mánuði í fjölskyldutekjur sjá nýjan spítala við Vífilsstaði en aðeins 25 prósent þessa hóps vill sjá nýjan spítala við Hringbraut. Lægsti tekjuhópurinn, sem er með undir 250 þúsund krónur á mánuði, er annarrar skoðunar. Af þeim vilja 31 prósent sjá nýjan spítala rísa við Vífilsstaði en afgerandi 64 prósent við Hringbraut. Andstaða við að nýr spítali verði staðsettur við Hringbraut mælist mest hjá kjósendum Framsóknarflokksins en 73 prósent þeirra eru andvígir því að hann rísi þar. 58 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokkins eru andvígir því, 35 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 31 prósent kjósenda Vinstri Grænna og 35 prósent kjósenda Pírata. „Okkur hjá Betri spítala þykja þessar niðurstöður góðar,“ segir í tilkynningu. „Ef byggður verður nýr spítali á nýjum stað, í stað bútasaums við Hringbraut, fáum við betri spítala, heildarkostnaður verður lægri, spítalinn verður betur staðsettur miðað við framtíðar búsetu á svæðinu sem skiptir afar miklu vegna vegalengda til og frá sjúkrahúsinu og hann mun jafnvel koma fyrr í gagnið.“ Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 „Ábyrgðarlaust af forsætisráðherra“ „Þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra," segir formaður velferðarnefndar Alþingis. 15. mars 2016 12:32 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Meirihluti landsmanna vill að nýr spítali verði reistur við Vífilstaði eða 52 prósent. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Gallup. 39 prósent vilja sjá spítalann rísa við Hringbraut og 9 prósent annars staðar. 44 prósent voru andvígir því að nýr spítali rísi við Hringbraut en 35 prósent hlynntir því. Könnunin var unnin fyrir samtökin Betri spítali sem berjast fyrir því að gerð verði ný fagleg staðarvalsgreining fyrir nýja Landspítalann en samtökin telja betra að staðsetja nýjan spítala austar á höfuðborgarsvæðinu heldur en á núverandi staðsetningu Landspítalans við Hringbraut. 53 prósent svarenda könnunarinnar vilja að stjórnvöld láti gera nýja greiningu á staðsetningu fyrir spítalann. Andvígir því voru 27,7 prósent. Fjöldi svarenda var 861 og þar af tóku 702 afstöðu eða 81 prósent þeirra sem fengu möguleika á að svara könnuninni. 363 svarenda völdu Vífilsstaði sem ákjósanlegasta staðinn fyrir nýjan Landspítala og 270 við Hringbraut. Þá nefndu 19 Fossvoginn sem ákjósanlegan stað, 7 Keldnaholt, 5 við ósa Elliðaár, 4 á Ártúnshöfða og 33 sögðu annars staðar.Landspítali Íslands við Hringbraut.Mynd/Vilhelm62 prósent þeirra sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur vilja sjá nýjan spítala við Vífilsstaði á meðan 30 prósent af þessum hópi vilja heldur staðsetja hann við Hringbraut. Þetta eru nokkuð sambærilegt hjá þeim sem búa í Reykjavík en af þeim vilja 52 prósent sjá nýjan spítala við Vífilsstaði og 38 prósent við Hringbraut. Munurinn var mun minni hjá svarendum í öðrum sveitarfélögum en af þeim vilja 44 prósent sjá nýjan spítala rísa við Vífilsstaði en 46 prósent við Hringbraut. Athyglisvert er að þeir sem koma frá betur stæðari heimilum vilja heldur sjá spítalann við Hringbraut en þeir sem hafa lægri mánaðarlegar fjölskyldutekjur.Úr könnun Gallup.Þannig vilja 61 prósent þeirra sem hafa yfir 1,250 milljón á mánuði í fjölskyldutekjur sjá nýjan spítala við Vífilsstaði en aðeins 25 prósent þessa hóps vill sjá nýjan spítala við Hringbraut. Lægsti tekjuhópurinn, sem er með undir 250 þúsund krónur á mánuði, er annarrar skoðunar. Af þeim vilja 31 prósent sjá nýjan spítala rísa við Vífilsstaði en afgerandi 64 prósent við Hringbraut. Andstaða við að nýr spítali verði staðsettur við Hringbraut mælist mest hjá kjósendum Framsóknarflokksins en 73 prósent þeirra eru andvígir því að hann rísi þar. 58 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokkins eru andvígir því, 35 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 31 prósent kjósenda Vinstri Grænna og 35 prósent kjósenda Pírata. „Okkur hjá Betri spítala þykja þessar niðurstöður góðar,“ segir í tilkynningu. „Ef byggður verður nýr spítali á nýjum stað, í stað bútasaums við Hringbraut, fáum við betri spítala, heildarkostnaður verður lægri, spítalinn verður betur staðsettur miðað við framtíðar búsetu á svæðinu sem skiptir afar miklu vegna vegalengda til og frá sjúkrahúsinu og hann mun jafnvel koma fyrr í gagnið.“
Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 „Ábyrgðarlaust af forsætisráðherra“ „Þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra," segir formaður velferðarnefndar Alþingis. 15. mars 2016 12:32 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57
„Ábyrgðarlaust af forsætisráðherra“ „Þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra," segir formaður velferðarnefndar Alþingis. 15. mars 2016 12:32
Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels