Fjármáláætlun stjórnvalda eykur á ójöfnuð að mati fyrrverandi fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 19:00 Fyrrverandi fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára eigi ekki að nýta bættan hag til að auka jöfnuð í samfélaginu heldur þvert á móti bæta í hann á sumum sviðum. Ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegri uppbyggingu innviða sem tengjast ferðaþjónustunni og að reiknað sé með að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára gerir ráð fyrir tug milljarða útgjöldum til ýmissa stórra og nauðsynlegra verkefna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur þó rétt að menn gangi hægt um gleðinnar dyr og segir að ýmsar forsendur geti breyst. „Svo verðum við alltaf að muna að við erum líka háð ytri aðstæðum eins og olíuverði og þróun viðskiptakjara og viðskiptamörkuðum okkar. En svona horfa spárnar við okkur í dag og það er þess vegna mjög bjart fram undan,“ sagði Bjarni að loknum fundi með fréttamönnum í gær. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar segir gott að langtíma fjármálaáætlun stjórnvalda sé loks komin fram. „En mér finnst helstu tíðindin vera þau að ekki á að nýta bættan hag ríkissjóðs til að auka jöfnuð í samfélaginu. Heldur mikið frekar viðhalda honum og bæta í hann á sumum sviðum,“ segir Oddný.Hvernig sérðu það út? „Í fyrsta lagi er það auðvitað tekjuskattskerfið sem er óréttlátt með færri skattþrepum. Það kemur sér best fyrir þá sem eru með mest handa á milli,“ svarar hún. Gert sé ráð fyrir að sjúklingar haldi áfram að greiða allt of stóran hlut af heilbrigðisþjónustunni næstu fimm árin og áfram eigi þeir sem eingöngu lifa af bótum Tryggingastofnunar að njóta verri kjara en lægstu launa. „Síðan er áfram gert ráð fyrir fjöldatakmörkunum í framhaldsskólunum og endurskoðun barnabótanna gerir enn ráð fyrir að barnabætur verði einhvers konar fátækrastyrkur. Færist þá enn fjær kerfinu eins og það er á hinum Norðurlöndunum,“ segir Oddný. Hún sakni þess að sjá ekki áætlanir um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Aðeins sé talað um þrjú ný hjúkrunarheimili sem reyndar hafi þegar verið ákveðin. Þá sé lítið hugað að stoðum eins og vegakerfinu sem sé að láta undan ágangi ferðamanna. „Þar er aðeins gert ráð fyrir að gistináttagjald hækki úr hundrað kalli upp í þrjú hundruð krónur. Það gerir ekki neitt,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá sé ekkert rætt um eina stærstu forsendu fjármálastefnunnar. „Það er nú ein breyta þarna sem skiptir okkur mjög miklu máli sem er gengi krónunnar. Í þessari áætlun til fimm ára er gert ráð fyrir að gengi krónunnar haldist eins og það er núna. Það breytist ekki neitt,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára eigi ekki að nýta bættan hag til að auka jöfnuð í samfélaginu heldur þvert á móti bæta í hann á sumum sviðum. Ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegri uppbyggingu innviða sem tengjast ferðaþjónustunni og að reiknað sé með að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára gerir ráð fyrir tug milljarða útgjöldum til ýmissa stórra og nauðsynlegra verkefna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur þó rétt að menn gangi hægt um gleðinnar dyr og segir að ýmsar forsendur geti breyst. „Svo verðum við alltaf að muna að við erum líka háð ytri aðstæðum eins og olíuverði og þróun viðskiptakjara og viðskiptamörkuðum okkar. En svona horfa spárnar við okkur í dag og það er þess vegna mjög bjart fram undan,“ sagði Bjarni að loknum fundi með fréttamönnum í gær. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar segir gott að langtíma fjármálaáætlun stjórnvalda sé loks komin fram. „En mér finnst helstu tíðindin vera þau að ekki á að nýta bættan hag ríkissjóðs til að auka jöfnuð í samfélaginu. Heldur mikið frekar viðhalda honum og bæta í hann á sumum sviðum,“ segir Oddný.Hvernig sérðu það út? „Í fyrsta lagi er það auðvitað tekjuskattskerfið sem er óréttlátt með færri skattþrepum. Það kemur sér best fyrir þá sem eru með mest handa á milli,“ svarar hún. Gert sé ráð fyrir að sjúklingar haldi áfram að greiða allt of stóran hlut af heilbrigðisþjónustunni næstu fimm árin og áfram eigi þeir sem eingöngu lifa af bótum Tryggingastofnunar að njóta verri kjara en lægstu launa. „Síðan er áfram gert ráð fyrir fjöldatakmörkunum í framhaldsskólunum og endurskoðun barnabótanna gerir enn ráð fyrir að barnabætur verði einhvers konar fátækrastyrkur. Færist þá enn fjær kerfinu eins og það er á hinum Norðurlöndunum,“ segir Oddný. Hún sakni þess að sjá ekki áætlanir um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Aðeins sé talað um þrjú ný hjúkrunarheimili sem reyndar hafi þegar verið ákveðin. Þá sé lítið hugað að stoðum eins og vegakerfinu sem sé að láta undan ágangi ferðamanna. „Þar er aðeins gert ráð fyrir að gistináttagjald hækki úr hundrað kalli upp í þrjú hundruð krónur. Það gerir ekki neitt,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá sé ekkert rætt um eina stærstu forsendu fjármálastefnunnar. „Það er nú ein breyta þarna sem skiptir okkur mjög miklu máli sem er gengi krónunnar. Í þessari áætlun til fimm ára er gert ráð fyrir að gengi krónunnar haldist eins og það er núna. Það breytist ekki neitt,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent