Heilbrigðiskerfið verði aðalkosningamálið Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Kári Stefánsson afhendir í dag undirskriftir yfir 85 þúsund Íslendinga sem krefjast hærri framlaga til heilbrigðiskerfisins. Stjórnvöld fá í dag afhentar undirskriftir meira en 85 þúsund Íslendinga sem krefjast þess að Alþingi verji árlega 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til rekstur heilbrigðiskerfisins. Það er Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem hefur haft veg og vanda af söfnun undirskriftanna. Kári segir þörfina á betrumbótum vera úti um allt í heilbrigðiskerfinu og vill að umræðunni verði haldið áfram. „Ég ætla að gera mitt besta til þess að sjá til þess að þetta verði aðalkosningamálið,“ segir Kári. En eins og fram hefur komið er ráðgert að kosningar fari fram í haust. Kári segir fólk þó verða mest vart við þörfina á betrumbótum á Landspítalanum. „Hann er fámenntur, hann er illa tækjum búinn, hann verður að ströggla við það að kaupa nýjustu lyfin og hann er illa hýstur,“ segir Kári. Til viðbótar við þetta segir Kári að greiðsluþátttaka sjúklinga sé gjörsamlega óásættanleg. „Heilbrigðisþjónusta á Íslandi á að vera ókeypis. Við viljum að það sé hlúð að lösnu og meiddu fólki í landinu,“ segir Kári og bætir við að aldrað fólk hafi meiri tilhneigingu til þess að vera lasið en ungt fólk. Eldra fólk hafi líka að jafnaði lægri tekjur en þeir sem yngri eru. „Þannig að greiðsluþátttakan lendir líklega mest á þeim sem síst skyldi. Það eru þó ekki nema rétt rúmir sex milljarðar sem myndi kosta að gera heilbrigðisþjónustu ókeypis og mér fyndist sex milljörðum ekki betur varið í nokkurn skapaðan hlut í okkar þjóðfélagi,“ segir Kári. Kári segir að dagskráin í dag, þar sem undirskriftirnar verða afhentar, verði einföld. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna hafi boðað komu sína og formenn flestra þeirra. „Þannig að menn virðast vera að bregðast á jákvæðan hátt við þessu. Ég ætla að líta á það ósköp einfaldlega sem merki þess að stjórnmálamennirnir skilji að þetta skipti fólkið í landinu máli,“ segir Kári. Í erindi sem Kári birti á vefnum endurreisn.is, þar sem undirskriftanna var safnað, kemur fram að Íslendingar eyði því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál og það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndum. Á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 30. apríl. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Stjórnvöld fá í dag afhentar undirskriftir meira en 85 þúsund Íslendinga sem krefjast þess að Alþingi verji árlega 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til rekstur heilbrigðiskerfisins. Það er Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem hefur haft veg og vanda af söfnun undirskriftanna. Kári segir þörfina á betrumbótum vera úti um allt í heilbrigðiskerfinu og vill að umræðunni verði haldið áfram. „Ég ætla að gera mitt besta til þess að sjá til þess að þetta verði aðalkosningamálið,“ segir Kári. En eins og fram hefur komið er ráðgert að kosningar fari fram í haust. Kári segir fólk þó verða mest vart við þörfina á betrumbótum á Landspítalanum. „Hann er fámenntur, hann er illa tækjum búinn, hann verður að ströggla við það að kaupa nýjustu lyfin og hann er illa hýstur,“ segir Kári. Til viðbótar við þetta segir Kári að greiðsluþátttaka sjúklinga sé gjörsamlega óásættanleg. „Heilbrigðisþjónusta á Íslandi á að vera ókeypis. Við viljum að það sé hlúð að lösnu og meiddu fólki í landinu,“ segir Kári og bætir við að aldrað fólk hafi meiri tilhneigingu til þess að vera lasið en ungt fólk. Eldra fólk hafi líka að jafnaði lægri tekjur en þeir sem yngri eru. „Þannig að greiðsluþátttakan lendir líklega mest á þeim sem síst skyldi. Það eru þó ekki nema rétt rúmir sex milljarðar sem myndi kosta að gera heilbrigðisþjónustu ókeypis og mér fyndist sex milljörðum ekki betur varið í nokkurn skapaðan hlut í okkar þjóðfélagi,“ segir Kári. Kári segir að dagskráin í dag, þar sem undirskriftirnar verða afhentar, verði einföld. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna hafi boðað komu sína og formenn flestra þeirra. „Þannig að menn virðast vera að bregðast á jákvæðan hátt við þessu. Ég ætla að líta á það ósköp einfaldlega sem merki þess að stjórnmálamennirnir skilji að þetta skipti fólkið í landinu máli,“ segir Kári. Í erindi sem Kári birti á vefnum endurreisn.is, þar sem undirskriftanna var safnað, kemur fram að Íslendingar eyði því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál og það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndum. Á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 30. apríl.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45
Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13