„Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2016 13:00 Halla Tómasdóttir mælist með 1,7% fylgi í nýjustu könnun MMR. visir/stefán „Mín afstaða er frekar einföld. Það er ekkert að marka þetta ennþá,“ segir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í samtali við Vísi. Tilefnið er ný könnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem birt var í morgun. Þar mælist Halla með 1,7% fylgi en var með 8,8% fylgi í könnun MMR þann 27. apríl. Síðan þá er óhætt að segja að miklar sviptingar hafi orðið. Halla bendir á síðustu 24 tímana þar sem stórtíðindi hafi orðið með innkomu Davíðs Oddsonar og útgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar. „Ég anda rólega,“ segir Halla sem telur tölurnar endurspegla tvennt. Annars vegar að fólk hafi örugglega verið að því að sameinast um valkosti gegn sitjandi forseta og svo hins vegar að fullt af fólki hafi enn ekki ákveðið sig. Hún segist sjálf hafa fengið tiltölulega fá tækifæri til að kynna sig á vettvangi fjölmiðla en það muni væntanlega breytast eftir 21. maí þegar frambjóðendur eiga að hafa staðfest framboð með undirskriftum. Halla tekur undir með blaðamanni að stemningin í þjóðfélaginu fyrir kosningunum virðist mikil, mun meiri en hún var fyrir aðeins nokkrum vikum. „Línurnar hafa skerpst mjög en líka verið síbreytilegar. Áhugi fólks er klárlega meiri,“ segir Halla sem var nýkomin af fundi á Akranesi og á leið á annan þegar blaðamaður náði í hana. „Ég hef verið að fara allan hringinn, heimsækja vinnustaði og skóla, hitta fólk. Ég finn fyrir því að það er mikill munur fyrir mig að koma inn tiltölulega óþekkt og þegar ég labba út hvar sem er, þar sem ég finn fyrir miklum meðbyr og áhuga fólks að kynna sér frambjóðendur.“ Breytingar hafi verið hraðar. Fyrst fimmtán óskýrir valkostir, yfir í framboð Ólafs Ragnars, yfir í framboð Guðna sem mótstöðu við Ólaf Ragnar, svo bauð Davíð sig fram og nú sé Ólafur hættur við. „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn. Sú næsta gæti verið áhugaverðari,“ segir Halla og þess heldur eftir að framboðsfrestur er liðinn „og allir hafa fengið jöfn tækifæri til kynningar.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
„Mín afstaða er frekar einföld. Það er ekkert að marka þetta ennþá,“ segir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í samtali við Vísi. Tilefnið er ný könnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem birt var í morgun. Þar mælist Halla með 1,7% fylgi en var með 8,8% fylgi í könnun MMR þann 27. apríl. Síðan þá er óhætt að segja að miklar sviptingar hafi orðið. Halla bendir á síðustu 24 tímana þar sem stórtíðindi hafi orðið með innkomu Davíðs Oddsonar og útgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar. „Ég anda rólega,“ segir Halla sem telur tölurnar endurspegla tvennt. Annars vegar að fólk hafi örugglega verið að því að sameinast um valkosti gegn sitjandi forseta og svo hins vegar að fullt af fólki hafi enn ekki ákveðið sig. Hún segist sjálf hafa fengið tiltölulega fá tækifæri til að kynna sig á vettvangi fjölmiðla en það muni væntanlega breytast eftir 21. maí þegar frambjóðendur eiga að hafa staðfest framboð með undirskriftum. Halla tekur undir með blaðamanni að stemningin í þjóðfélaginu fyrir kosningunum virðist mikil, mun meiri en hún var fyrir aðeins nokkrum vikum. „Línurnar hafa skerpst mjög en líka verið síbreytilegar. Áhugi fólks er klárlega meiri,“ segir Halla sem var nýkomin af fundi á Akranesi og á leið á annan þegar blaðamaður náði í hana. „Ég hef verið að fara allan hringinn, heimsækja vinnustaði og skóla, hitta fólk. Ég finn fyrir því að það er mikill munur fyrir mig að koma inn tiltölulega óþekkt og þegar ég labba út hvar sem er, þar sem ég finn fyrir miklum meðbyr og áhuga fólks að kynna sér frambjóðendur.“ Breytingar hafi verið hraðar. Fyrst fimmtán óskýrir valkostir, yfir í framboð Ólafs Ragnars, yfir í framboð Guðna sem mótstöðu við Ólaf Ragnar, svo bauð Davíð sig fram og nú sé Ólafur hættur við. „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn. Sú næsta gæti verið áhugaverðari,“ segir Halla og þess heldur eftir að framboðsfrestur er liðinn „og allir hafa fengið jöfn tækifæri til kynningar.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira