Ný eyðslugrönn V6 EcoBoost vél í Ford F-150 Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2016 11:26 Nýja vélin skoðuð. Ford smíðar nú F-150 pallbíl sinn að mestu úr áli, en með þeirri breytingu á bílnum í fyrra varð engin breyting undir húddinu. Til og með 2017 árgerð bílsins verður þó breyting á, en Ford ætlar að bjóða 3,5 lítra nýja V6 EcoBoost vél með tveimur forþjöppum í bílnum. Með henni mun bíllinn eyða talsvert minna en núverandi 3,5 lítra vél. Við þessa vél verður tengd hin nýja 10 gíra sjálfskipting sem Ford þróaði með General Motors. Þessi nýja vél getur sleppt gírum í hröðum skiptingum og með því eyða minna. Auk þess kemur vélin með start-stop tækni sem ekki hefur áður sést í bílum. Aðrar gerðir Ford F-150 verða áfram með 6 gíra sjálfskiptingu. Nýja V6 EcoBoost vélin er skráð fyrir 365 hestöflum og 450 pund-feta togi. Hún notast við tvöfalt innsprautunarkerfi, beina innspýtingu og svokölluðu “port-injection” kerfi þegar vélin er köld eða undir litlu álagi. Þessi tvö innspýtingarkerfi vélarinnar geta einnig unnið bæði samtímis. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent
Ford smíðar nú F-150 pallbíl sinn að mestu úr áli, en með þeirri breytingu á bílnum í fyrra varð engin breyting undir húddinu. Til og með 2017 árgerð bílsins verður þó breyting á, en Ford ætlar að bjóða 3,5 lítra nýja V6 EcoBoost vél með tveimur forþjöppum í bílnum. Með henni mun bíllinn eyða talsvert minna en núverandi 3,5 lítra vél. Við þessa vél verður tengd hin nýja 10 gíra sjálfskipting sem Ford þróaði með General Motors. Þessi nýja vél getur sleppt gírum í hröðum skiptingum og með því eyða minna. Auk þess kemur vélin með start-stop tækni sem ekki hefur áður sést í bílum. Aðrar gerðir Ford F-150 verða áfram með 6 gíra sjálfskiptingu. Nýja V6 EcoBoost vélin er skráð fyrir 365 hestöflum og 450 pund-feta togi. Hún notast við tvöfalt innsprautunarkerfi, beina innspýtingu og svokölluðu “port-injection” kerfi þegar vélin er köld eða undir litlu álagi. Þessi tvö innspýtingarkerfi vélarinnar geta einnig unnið bæði samtímis.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent