Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. maí 2016 09:38 Það er enginn vafi á því að framboð Davíðs Oddsonar til forseta Íslands á eftir að hrista vel upp í kosningabaráttunni en hann tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær. „Fyrir örfáum vikum er ekki víst að nokkurn mann hefði órað fyrir að í kosningabaráttunni næsta sumar myndu takast á meðal annarra sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi Seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Það er engu að síður staðan. Hver eru viðbrögð fólks við þessum nýjustu tíðindum. Við fórum og könnuðum viðbrögð almennings,“ sagði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðvar 2 áður en hann tók Kringlugesti tali til að spyrja þá um skoðun á framboðinu. Nokkrir voru jákvæðir í garð framboðsins. „Mér líst vel á það. Nú veit maður loksins hvað maður á að kjósa,“ sagði karlmaður á sjötugsaldri. Hann hló þegar hann var spurður hvern hann myndi kjósa. „Hvað ætla ég að kjósa? Hann Davíð auðvitað.“ Flestir þeirra sem teknir voru tali lýstu þó yfir vonbrigðum sínum með tíðindi gærdagsins. „Mér finnst það bara alveg glatað,“ sagði kona sem sagðist jafnframt ekki geta hugsað sér að kjósa Davíð til forseta. „Hans tími er liðinn.“ Ungur maður sem staddur var í Kringlunni hafði aðeins eitt um framboðið að segja: „Skelfilegt.“ Hann sagðist ekki ætla að kjósa Davíð. „Allt nema Davíð,“ sagði annar ungur maður sem sagðist aldrei myndu kjósa Davíð Oddson. „Ég held að þegar þeir komi þrír saman þá verði Guðni sigurvegarinn, svipað og þegar Vigdís fór inn,“ sagði eldri maður. „Hann getur bara haldið sig hjá Morgunblaðinu,“ sagði maður á þrítugsaldri. Sjá má skoðanir allra Kringlugesta sem teknir voru tali í myndskeiðinu hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Falskri söguskoðun haldið að þjóðinni Sigmundur Davíð sver sig í hefðina. 26. maí 2015 15:11 Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Það er enginn vafi á því að framboð Davíðs Oddsonar til forseta Íslands á eftir að hrista vel upp í kosningabaráttunni en hann tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær. „Fyrir örfáum vikum er ekki víst að nokkurn mann hefði órað fyrir að í kosningabaráttunni næsta sumar myndu takast á meðal annarra sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi Seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Það er engu að síður staðan. Hver eru viðbrögð fólks við þessum nýjustu tíðindum. Við fórum og könnuðum viðbrögð almennings,“ sagði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðvar 2 áður en hann tók Kringlugesti tali til að spyrja þá um skoðun á framboðinu. Nokkrir voru jákvæðir í garð framboðsins. „Mér líst vel á það. Nú veit maður loksins hvað maður á að kjósa,“ sagði karlmaður á sjötugsaldri. Hann hló þegar hann var spurður hvern hann myndi kjósa. „Hvað ætla ég að kjósa? Hann Davíð auðvitað.“ Flestir þeirra sem teknir voru tali lýstu þó yfir vonbrigðum sínum með tíðindi gærdagsins. „Mér finnst það bara alveg glatað,“ sagði kona sem sagðist jafnframt ekki geta hugsað sér að kjósa Davíð til forseta. „Hans tími er liðinn.“ Ungur maður sem staddur var í Kringlunni hafði aðeins eitt um framboðið að segja: „Skelfilegt.“ Hann sagðist ekki ætla að kjósa Davíð. „Allt nema Davíð,“ sagði annar ungur maður sem sagðist aldrei myndu kjósa Davíð Oddson. „Ég held að þegar þeir komi þrír saman þá verði Guðni sigurvegarinn, svipað og þegar Vigdís fór inn,“ sagði eldri maður. „Hann getur bara haldið sig hjá Morgunblaðinu,“ sagði maður á þrítugsaldri. Sjá má skoðanir allra Kringlugesta sem teknir voru tali í myndskeiðinu hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Falskri söguskoðun haldið að þjóðinni Sigmundur Davíð sver sig í hefðina. 26. maí 2015 15:11 Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda