Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. maí 2016 09:38 Það er enginn vafi á því að framboð Davíðs Oddsonar til forseta Íslands á eftir að hrista vel upp í kosningabaráttunni en hann tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær. „Fyrir örfáum vikum er ekki víst að nokkurn mann hefði órað fyrir að í kosningabaráttunni næsta sumar myndu takast á meðal annarra sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi Seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Það er engu að síður staðan. Hver eru viðbrögð fólks við þessum nýjustu tíðindum. Við fórum og könnuðum viðbrögð almennings,“ sagði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðvar 2 áður en hann tók Kringlugesti tali til að spyrja þá um skoðun á framboðinu. Nokkrir voru jákvæðir í garð framboðsins. „Mér líst vel á það. Nú veit maður loksins hvað maður á að kjósa,“ sagði karlmaður á sjötugsaldri. Hann hló þegar hann var spurður hvern hann myndi kjósa. „Hvað ætla ég að kjósa? Hann Davíð auðvitað.“ Flestir þeirra sem teknir voru tali lýstu þó yfir vonbrigðum sínum með tíðindi gærdagsins. „Mér finnst það bara alveg glatað,“ sagði kona sem sagðist jafnframt ekki geta hugsað sér að kjósa Davíð til forseta. „Hans tími er liðinn.“ Ungur maður sem staddur var í Kringlunni hafði aðeins eitt um framboðið að segja: „Skelfilegt.“ Hann sagðist ekki ætla að kjósa Davíð. „Allt nema Davíð,“ sagði annar ungur maður sem sagðist aldrei myndu kjósa Davíð Oddson. „Ég held að þegar þeir komi þrír saman þá verði Guðni sigurvegarinn, svipað og þegar Vigdís fór inn,“ sagði eldri maður. „Hann getur bara haldið sig hjá Morgunblaðinu,“ sagði maður á þrítugsaldri. Sjá má skoðanir allra Kringlugesta sem teknir voru tali í myndskeiðinu hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Falskri söguskoðun haldið að þjóðinni Sigmundur Davíð sver sig í hefðina. 26. maí 2015 15:11 Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Það er enginn vafi á því að framboð Davíðs Oddsonar til forseta Íslands á eftir að hrista vel upp í kosningabaráttunni en hann tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær. „Fyrir örfáum vikum er ekki víst að nokkurn mann hefði órað fyrir að í kosningabaráttunni næsta sumar myndu takast á meðal annarra sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi Seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Það er engu að síður staðan. Hver eru viðbrögð fólks við þessum nýjustu tíðindum. Við fórum og könnuðum viðbrögð almennings,“ sagði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðvar 2 áður en hann tók Kringlugesti tali til að spyrja þá um skoðun á framboðinu. Nokkrir voru jákvæðir í garð framboðsins. „Mér líst vel á það. Nú veit maður loksins hvað maður á að kjósa,“ sagði karlmaður á sjötugsaldri. Hann hló þegar hann var spurður hvern hann myndi kjósa. „Hvað ætla ég að kjósa? Hann Davíð auðvitað.“ Flestir þeirra sem teknir voru tali lýstu þó yfir vonbrigðum sínum með tíðindi gærdagsins. „Mér finnst það bara alveg glatað,“ sagði kona sem sagðist jafnframt ekki geta hugsað sér að kjósa Davíð til forseta. „Hans tími er liðinn.“ Ungur maður sem staddur var í Kringlunni hafði aðeins eitt um framboðið að segja: „Skelfilegt.“ Hann sagðist ekki ætla að kjósa Davíð. „Allt nema Davíð,“ sagði annar ungur maður sem sagðist aldrei myndu kjósa Davíð Oddson. „Ég held að þegar þeir komi þrír saman þá verði Guðni sigurvegarinn, svipað og þegar Vigdís fór inn,“ sagði eldri maður. „Hann getur bara haldið sig hjá Morgunblaðinu,“ sagði maður á þrítugsaldri. Sjá má skoðanir allra Kringlugesta sem teknir voru tali í myndskeiðinu hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Falskri söguskoðun haldið að þjóðinni Sigmundur Davíð sver sig í hefðina. 26. maí 2015 15:11 Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20