Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2016 11:57 Tveir nýjustu forsetaframbjóðendurnir, Guðni og Davíð, mættust í húsakynnum Bylgjunnar í morgun. vísir/jóhann k „Það er ekki þannig að dauðans óvissutími sé framundan og að við verðum að halda í Ólaf, eða að við verðum að halda í Davíð. Þetta er ekki svona góðir Íslendingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðni sagði framboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hafa komið sér nokkuð á óvart. Bæði Davíð og Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í þeirra störfum, en að þeirra tími sé, að hans mati, liðinn. „Við getum haldið áfram að horfa bjartsýnum augum fram á veg án þess að vera undir öruggum handarjaðri Davíðs Oddssonar eða Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir stóðu sig vel en þeirra tími er að mínu mati liðinn en auðvitað er það þannig að það er fólkið sem velur forsetann,“ sagði Guðni. Hann sagði jafnframt að Ólafur hafi ekki tekið rétta ákvörðun með því að bjóða sig fram í sjötta sinn. „Hún er í ósamræmi við taktinn í samfélaginu. Hún er í ósamræmi við sannfæringu hans, lesið bara nýársávarp hans. Hvernig hann talar sig með skýrum hætti inn á hina einu réttu niðurstöðu. Svo koma auðvitað sviptingar hér í stjórnmálunum en það er ekki þannig að það sé allt að fara á hvolf.“ Guðni bætti við að sem áhugamaður um sögu og samtíð finnist honum frábært að fá Davíð Oddsson inn á sjónarsviðið, einn umdeildasta mann síðustu aldar. „Þannig að baráttan verður skemmtilegri fyrir vikið og gangi honum vel, en samt ekki of vel.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
„Það er ekki þannig að dauðans óvissutími sé framundan og að við verðum að halda í Ólaf, eða að við verðum að halda í Davíð. Þetta er ekki svona góðir Íslendingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðni sagði framboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hafa komið sér nokkuð á óvart. Bæði Davíð og Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í þeirra störfum, en að þeirra tími sé, að hans mati, liðinn. „Við getum haldið áfram að horfa bjartsýnum augum fram á veg án þess að vera undir öruggum handarjaðri Davíðs Oddssonar eða Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir stóðu sig vel en þeirra tími er að mínu mati liðinn en auðvitað er það þannig að það er fólkið sem velur forsetann,“ sagði Guðni. Hann sagði jafnframt að Ólafur hafi ekki tekið rétta ákvörðun með því að bjóða sig fram í sjötta sinn. „Hún er í ósamræmi við taktinn í samfélaginu. Hún er í ósamræmi við sannfæringu hans, lesið bara nýársávarp hans. Hvernig hann talar sig með skýrum hætti inn á hina einu réttu niðurstöðu. Svo koma auðvitað sviptingar hér í stjórnmálunum en það er ekki þannig að það sé allt að fara á hvolf.“ Guðni bætti við að sem áhugamaður um sögu og samtíð finnist honum frábært að fá Davíð Oddsson inn á sjónarsviðið, einn umdeildasta mann síðustu aldar. „Þannig að baráttan verður skemmtilegri fyrir vikið og gangi honum vel, en samt ekki of vel.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15