Geta ekki borgað gjald en þurfa sárlega aðstoð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. maí 2016 07:00 Geðlæknar segja sjúklinga sína veigra sér við að leita sér aðstoðar í núverandi kerfi vegna kostnaðar. Verði frumvarpið að lögum verði vandi þeirra enn meiri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Fréttablaðið/Vilhelm „Sumt er réttmætt, sem kemur fram í umsögnum um frumvarpið en annað er byggt á misskilningi og er rangt,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um gagnrýni í umsögnum við frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Geðlæknar, Geðlæknafélag Íslands og Geðhjálp gera alvarlegar athugasemdir við hækkun kostnaðar hjá viðkvæmum hópi sjúklinga og segja kostnað við fyrsta viðtal hækka hjá almennum sjúklingi um meira en 10.000 krónur og um 6.000 krónur fyrir öryrkja verði frumvarpið að lögum. „Margir munu ekki geta greitt þetta gjald með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Tómas Zoëga geðlæknir sem ritar umsögn um frumvarpið. Hann segir geðlækna finna fyrir því að margir með langvinna geðsjúkdóma eigi í erfiðleikum með að greiða fyrir þjónustuna í núverandi kerfi og er uggandi um hvað verður eftir kostnaðarhækkunina. „Eftir breytingarnar getur öryrki þurft að greiða meira en þrefalt meira fyrir komur til geðlækna. Þetta er mikil hindrun fyrir þá sem eru í þessum viðkvæma hópi, sem mjög mikilvægt er að leiti sér læknisaðstoðar,“ bendir Tómas á.Tómas Zoega sérfræðingur í geðlækningum hefur áhyggjur af kostnaðarþátttöku sjúklinga með geðsjúkdóma.Fréttablaðið/EinarKristján Þór segir mikilvægt að halda til haga að engin reglugerð eða gjaldskrá hafi verið sett og að frumvarpið geti vel tekið breytingum, ákveði Alþingi það. Einnig að við gildistöku laganna verði tekið tillit til fyrri greiðslusögu sjúkratryggðra. Greiðslur safnist upp í svokallaðan afsláttarstofn sem síðan sé notaður til að reikna út greiðsluþátttöku sjúkratryggðs. „Við erum að fara yfir umsagnirnar með sérfræðingum í ráðuneytinu,“ segir Kristján Þór sem kveður þarft að ræða kostnaðardreifinguna. „Ég hef ekki fjárveitingarvaldið. Ég fer í þetta verkefni fyrst og fremst út frá því að draga úr kostnaðarþátttöku þeirra sem þyngstar bera byrðarnar. Í því verkefni er ég að vinna eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur skammtað. Næsta skref er að ræða hvort menn vilja dreifa kostnaði með öðrum hætti en hefur verið gert,“ segir Kristján Þór. Gagnrýni á frumvarpið snýr einnig að því að sálfræðiþjónusta sé ekki tekin með í greiðsluþátttöku, eða tannlæknaþjónusta. Kristján Þór bendir á að fram undan sé stórátak í því að bæta sálfræðiþjónustu í heilsugæsluna. „Ég er að bæta í sálfræðiþjónustuna með öflugum hætti, við erum að gera það eftir bresku módeli. Til stendur að manna heilsugæsluna með sálfræðingum, þetta er tveggja til þriggja ára verkefni sem er hafið,“ segir heilbrigðsráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
„Sumt er réttmætt, sem kemur fram í umsögnum um frumvarpið en annað er byggt á misskilningi og er rangt,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um gagnrýni í umsögnum við frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Geðlæknar, Geðlæknafélag Íslands og Geðhjálp gera alvarlegar athugasemdir við hækkun kostnaðar hjá viðkvæmum hópi sjúklinga og segja kostnað við fyrsta viðtal hækka hjá almennum sjúklingi um meira en 10.000 krónur og um 6.000 krónur fyrir öryrkja verði frumvarpið að lögum. „Margir munu ekki geta greitt þetta gjald með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Tómas Zoëga geðlæknir sem ritar umsögn um frumvarpið. Hann segir geðlækna finna fyrir því að margir með langvinna geðsjúkdóma eigi í erfiðleikum með að greiða fyrir þjónustuna í núverandi kerfi og er uggandi um hvað verður eftir kostnaðarhækkunina. „Eftir breytingarnar getur öryrki þurft að greiða meira en þrefalt meira fyrir komur til geðlækna. Þetta er mikil hindrun fyrir þá sem eru í þessum viðkvæma hópi, sem mjög mikilvægt er að leiti sér læknisaðstoðar,“ bendir Tómas á.Tómas Zoega sérfræðingur í geðlækningum hefur áhyggjur af kostnaðarþátttöku sjúklinga með geðsjúkdóma.Fréttablaðið/EinarKristján Þór segir mikilvægt að halda til haga að engin reglugerð eða gjaldskrá hafi verið sett og að frumvarpið geti vel tekið breytingum, ákveði Alþingi það. Einnig að við gildistöku laganna verði tekið tillit til fyrri greiðslusögu sjúkratryggðra. Greiðslur safnist upp í svokallaðan afsláttarstofn sem síðan sé notaður til að reikna út greiðsluþátttöku sjúkratryggðs. „Við erum að fara yfir umsagnirnar með sérfræðingum í ráðuneytinu,“ segir Kristján Þór sem kveður þarft að ræða kostnaðardreifinguna. „Ég hef ekki fjárveitingarvaldið. Ég fer í þetta verkefni fyrst og fremst út frá því að draga úr kostnaðarþátttöku þeirra sem þyngstar bera byrðarnar. Í því verkefni er ég að vinna eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur skammtað. Næsta skref er að ræða hvort menn vilja dreifa kostnaði með öðrum hætti en hefur verið gert,“ segir Kristján Þór. Gagnrýni á frumvarpið snýr einnig að því að sálfræðiþjónusta sé ekki tekin með í greiðsluþátttöku, eða tannlæknaþjónusta. Kristján Þór bendir á að fram undan sé stórátak í því að bæta sálfræðiþjónustu í heilsugæsluna. „Ég er að bæta í sálfræðiþjónustuna með öflugum hætti, við erum að gera það eftir bresku módeli. Til stendur að manna heilsugæsluna með sálfræðingum, þetta er tveggja til þriggja ára verkefni sem er hafið,“ segir heilbrigðsráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira