Hyundai hlaut frumkvöðlaverðlaunin 2016 Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2016 16:22 Hyundai Ionic í 3 mismunandi útgáfum. Hyundai hlaut í byrjun mánaðarins frumkvöðlaverðlaun bílgreinarinnar 2016 (Automotive INNOVATIONS Award) fyrir fjölbreyttar nýjungar í bílaframleiðslu fyrir almennan neytendamarkað. Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að á síðasta ári hafi enginn annar bílaframleiðandi kynnt neytendum meira val um aflgjafa fyrir fólksbíla. Verðlaunin sem veitt eru árlega falla í skaut bílaframleiðenda sem skara fram úr á sviði þróunar til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Þess má geta að nýjasta útspil Hyundai er IONIQ, sem boðinn verður í þremur mismuandi útgáfum; sem Hybrid, Plug-In og sem hreinn rafmagnsbíll, á stóran þátt í þessum verðlaunum. Allar útfærslur hans fara í framleiðslu síðar á þessu ári og koma tvær gerðir í sýningarsalinn hjá Hyundai í Garðabæ í haust. Verðlaunin AutomotiveINNOVATIONS Award eru veitt sameiginlega af „Center of Automotive Management (CAM)“ í Þýskalandi og PriceWaterhouseCoopers (PwC). Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Hyundai hlaut í byrjun mánaðarins frumkvöðlaverðlaun bílgreinarinnar 2016 (Automotive INNOVATIONS Award) fyrir fjölbreyttar nýjungar í bílaframleiðslu fyrir almennan neytendamarkað. Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að á síðasta ári hafi enginn annar bílaframleiðandi kynnt neytendum meira val um aflgjafa fyrir fólksbíla. Verðlaunin sem veitt eru árlega falla í skaut bílaframleiðenda sem skara fram úr á sviði þróunar til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Þess má geta að nýjasta útspil Hyundai er IONIQ, sem boðinn verður í þremur mismuandi útgáfum; sem Hybrid, Plug-In og sem hreinn rafmagnsbíll, á stóran þátt í þessum verðlaunum. Allar útfærslur hans fara í framleiðslu síðar á þessu ári og koma tvær gerðir í sýningarsalinn hjá Hyundai í Garðabæ í haust. Verðlaunin AutomotiveINNOVATIONS Award eru veitt sameiginlega af „Center of Automotive Management (CAM)“ í Þýskalandi og PriceWaterhouseCoopers (PwC).
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent