Harmar að þrýstiöfl hafi áhrif á stefnu Pírata Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2016 14:17 Erna Ýr Öldudóttir fráfarandi formaður framkvæmdaráðs Pírata. Mynd/Heiða Halls Erna Ýr Öldudóttir, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata, segir að samþykkt stefna Pírata varðandi nýja stjórnarskrá passi illa almennum stefnumálum Píratahreyfingarinnar og rími betur við áherslur Lýðræðisvaktarinnar og Dögunar. Segir hún það áhyggjuefni að þrýstihópar séu í aðstöðu til þess að misnota það ferli sem Píratar noti til þess að móta stefnu sína. Þetta kemur fram í grein hennar, Pírötum rænt, sem birtist á Vísi í dag. Erna Ýr vísar til tillögu sem samþykkt var í kosningakerfi Pírata þar sem ályktað var að kæmist flokkurinn til valda myndi hann beita sér fyrir því að Alþingi samþykkti, strax á næsta þingi, nýja stjórnarskrá út frá tillögum stjórnlagaráðs sem lagðar voru fram árið 2011. „Tillagan var lögð óvænt fram og var bæði vanreifuð og illa kynnt og málið í heild var hið undarlegasta. Hún passar illa við almenn stefnumál Píratahreyfingarinnar en athyglivert er að hún passar þeim mun betur við markmið Dögunar og Lýðræðisvaktarinnar, smáflokka sem náðu ekki inn á þing í kosningunum 2013,“ segir í grein Ernu ÝrarSjá einnig: Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sérSegir Erna Ýr að aðalfundur Pírata hafi verið „vélaður“ til þess að samþykkja ályktunina og að varhugavert sé að þrýstihópar séu komnir í þá aðstoðu að misnota það ferli sem Píratar noti til að móta stefnu sína. „Það er mikið áhyggjuefni að þrýstihópar eru komnir í þá aðstöðu að misnota beint lýðræði og þá lýðræðislegu ferla sem Píratar eru enn með í þróun innan flokksins. Fullnusta þeirra er sérstaklega aðkallandi í ljósi fylgisaukningar og þeirrar auknu ábyrgðar sem henni fylgir,“ segir Erna Ýr.Útilokar að styðja samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinuErna segir að þetta ferli hafi truflað sig og segir hún útilokað að hún geti stutt samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinu. Í lok síðasta mánaðar hætti Erna Ýr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og nefndi hún málefnanleg ágreining sem eina af ástæðunum fyrir því. Í grein sinni segir Erna Ýr að hún hafi átt þann kost einan að segja sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins. „Viðleitni mín til þess að opna umræðuna og ljá þeim flokksmönnum rödd sem hafa efasemdir hefur kostað mig ósanngjarnar ávirðingar og gríðarleg leiðindi bæði opinberlega og innan flokks. Ég hef takmarkað svigrúm til að eiga stöðugt við ærulausan áróður. Ég sinni fullri vinnu, til viðbótar við það hella upp á kaffi og skúra félagsheimili Pírata eins og komist var niðrandi að orði um þau annars ágætu störf, í þeim tilgangi að takmarka tjáningarfrelsi mitt og gera lítið úr lýðræðislegu umboði mínu innan flokksins. Þetta er út úr öllu korti og í andstöðu við allt það sem Píratar standa fyrir,“ segir Erna Ýr.Lesa má grein Ernu Ýrar í heild sinni hér. Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu flokkarnir. Vinstri græn með fjórtán prósenta fylgi. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn jafnstórir. Prófessor í stjórnmálafræði segir greinilegt að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vins 6. maí 2016 07:00 Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Erna Ýr Öldudóttir er hætt. 29. apríl 2016 13:03 Erjur hafa engin áhrif á fylgi Píratar mælast enn stærsti flokkur landsins. Rúmur þriðjungur styður stjórnina. 2. mars 2016 19:14 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Erna Ýr Öldudóttir, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata, segir að samþykkt stefna Pírata varðandi nýja stjórnarskrá passi illa almennum stefnumálum Píratahreyfingarinnar og rími betur við áherslur Lýðræðisvaktarinnar og Dögunar. Segir hún það áhyggjuefni að þrýstihópar séu í aðstöðu til þess að misnota það ferli sem Píratar noti til þess að móta stefnu sína. Þetta kemur fram í grein hennar, Pírötum rænt, sem birtist á Vísi í dag. Erna Ýr vísar til tillögu sem samþykkt var í kosningakerfi Pírata þar sem ályktað var að kæmist flokkurinn til valda myndi hann beita sér fyrir því að Alþingi samþykkti, strax á næsta þingi, nýja stjórnarskrá út frá tillögum stjórnlagaráðs sem lagðar voru fram árið 2011. „Tillagan var lögð óvænt fram og var bæði vanreifuð og illa kynnt og málið í heild var hið undarlegasta. Hún passar illa við almenn stefnumál Píratahreyfingarinnar en athyglivert er að hún passar þeim mun betur við markmið Dögunar og Lýðræðisvaktarinnar, smáflokka sem náðu ekki inn á þing í kosningunum 2013,“ segir í grein Ernu ÝrarSjá einnig: Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sérSegir Erna Ýr að aðalfundur Pírata hafi verið „vélaður“ til þess að samþykkja ályktunina og að varhugavert sé að þrýstihópar séu komnir í þá aðstoðu að misnota það ferli sem Píratar noti til að móta stefnu sína. „Það er mikið áhyggjuefni að þrýstihópar eru komnir í þá aðstöðu að misnota beint lýðræði og þá lýðræðislegu ferla sem Píratar eru enn með í þróun innan flokksins. Fullnusta þeirra er sérstaklega aðkallandi í ljósi fylgisaukningar og þeirrar auknu ábyrgðar sem henni fylgir,“ segir Erna Ýr.Útilokar að styðja samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinuErna segir að þetta ferli hafi truflað sig og segir hún útilokað að hún geti stutt samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinu. Í lok síðasta mánaðar hætti Erna Ýr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og nefndi hún málefnanleg ágreining sem eina af ástæðunum fyrir því. Í grein sinni segir Erna Ýr að hún hafi átt þann kost einan að segja sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins. „Viðleitni mín til þess að opna umræðuna og ljá þeim flokksmönnum rödd sem hafa efasemdir hefur kostað mig ósanngjarnar ávirðingar og gríðarleg leiðindi bæði opinberlega og innan flokks. Ég hef takmarkað svigrúm til að eiga stöðugt við ærulausan áróður. Ég sinni fullri vinnu, til viðbótar við það hella upp á kaffi og skúra félagsheimili Pírata eins og komist var niðrandi að orði um þau annars ágætu störf, í þeim tilgangi að takmarka tjáningarfrelsi mitt og gera lítið úr lýðræðislegu umboði mínu innan flokksins. Þetta er út úr öllu korti og í andstöðu við allt það sem Píratar standa fyrir,“ segir Erna Ýr.Lesa má grein Ernu Ýrar í heild sinni hér.
Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu flokkarnir. Vinstri græn með fjórtán prósenta fylgi. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn jafnstórir. Prófessor í stjórnmálafræði segir greinilegt að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vins 6. maí 2016 07:00 Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Erna Ýr Öldudóttir er hætt. 29. apríl 2016 13:03 Erjur hafa engin áhrif á fylgi Píratar mælast enn stærsti flokkur landsins. Rúmur þriðjungur styður stjórnina. 2. mars 2016 19:14 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu flokkarnir. Vinstri græn með fjórtán prósenta fylgi. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn jafnstórir. Prófessor í stjórnmálafræði segir greinilegt að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vins 6. maí 2016 07:00
Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Erna Ýr Öldudóttir er hætt. 29. apríl 2016 13:03
Erjur hafa engin áhrif á fylgi Píratar mælast enn stærsti flokkur landsins. Rúmur þriðjungur styður stjórnina. 2. mars 2016 19:14