Ungir jafnaðarmenn vilja engan þingmann Samfylkingarinnar í oddvitasæti Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. maí 2016 22:55 Eva Indriðadóttir er formaður Ungra jafnaðarmanna. Vísir Ungir jafnaðarmenn skora á Samfylkingarfólk að það samþykki á landsfundi ályktun sem felur í sér að enginn sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar verði í oddvitasæti í komandi kosningum. Með þessu vilja Ungir jafnaðarmenn tryggja endurnýjun í þingflokknum. Þetta kemur fram á vefsíðu þeirra. Eftirfarandi ályktun hefur hópurinn sent á landsfund Samfylkingarmanna en fundurinn verður haldinn í byrjun júní. Þar verður kjörinn nýr formaður en hingað til hafa fimm manns tilkynnt um framboð sitt til embættisins; sitjandi formaður Árni Páll Árnason, Oddný Harðardóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar og Magnús Orri Schram. Tillagan tekur til eftirfarandi þingmanna að því gefnu að engar breytingar verði á þingmannalista Samfylkingarinnar fyrir júní: Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson. Yrði tillagan samþykkt þá yrðu þrír formannsframbjóðendur útilokaðir frá oddvitasætum. Hér er ályktun Ungra jafnaðarmanna í heild sinni. „Ungir jafnaðarmenn skora á landsfund Samfylkingarinnar, haldinn 3. – 4. júní 2016, að samþykkja ályktun þessa. Engin endurnýjun átti sér stað í þingflokki Samfylkingarinnar í alþingiskosningum 2013. Ef skoðað er fylgi Samfylkingarinnar eins og það mælist í dag er útlit fyrir að það sama verði uppi á teningnum í næstu kosningum. Það er vilji landsfundar Samfylkingarinnar að enginn sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar taki oddvitasæti á framboðslitum í komandi þingkosningum. Með þessu er tryggt að endurnýjun verði sett í fyrsta sæti. Bæti Samfylkingin við sig fylgi fram að kosningum eiga sitjandi þingmenn greiða leið aftur inn á Alþingi, hafi þeir hlotið brautargengi meðal flokksfélaga sinna í flokksvali. Sitjandi þingmenn eru þeir þingmenn sem sitja fyrir hönd Samfylkingarinnar á Alþingi Íslendinga þegar ályktun þessi er samþykkt.“ Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn skora á Samfylkingarfólk að það samþykki á landsfundi ályktun sem felur í sér að enginn sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar verði í oddvitasæti í komandi kosningum. Með þessu vilja Ungir jafnaðarmenn tryggja endurnýjun í þingflokknum. Þetta kemur fram á vefsíðu þeirra. Eftirfarandi ályktun hefur hópurinn sent á landsfund Samfylkingarmanna en fundurinn verður haldinn í byrjun júní. Þar verður kjörinn nýr formaður en hingað til hafa fimm manns tilkynnt um framboð sitt til embættisins; sitjandi formaður Árni Páll Árnason, Oddný Harðardóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar og Magnús Orri Schram. Tillagan tekur til eftirfarandi þingmanna að því gefnu að engar breytingar verði á þingmannalista Samfylkingarinnar fyrir júní: Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson. Yrði tillagan samþykkt þá yrðu þrír formannsframbjóðendur útilokaðir frá oddvitasætum. Hér er ályktun Ungra jafnaðarmanna í heild sinni. „Ungir jafnaðarmenn skora á landsfund Samfylkingarinnar, haldinn 3. – 4. júní 2016, að samþykkja ályktun þessa. Engin endurnýjun átti sér stað í þingflokki Samfylkingarinnar í alþingiskosningum 2013. Ef skoðað er fylgi Samfylkingarinnar eins og það mælist í dag er útlit fyrir að það sama verði uppi á teningnum í næstu kosningum. Það er vilji landsfundar Samfylkingarinnar að enginn sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar taki oddvitasæti á framboðslitum í komandi þingkosningum. Með þessu er tryggt að endurnýjun verði sett í fyrsta sæti. Bæti Samfylkingin við sig fylgi fram að kosningum eiga sitjandi þingmenn greiða leið aftur inn á Alþingi, hafi þeir hlotið brautargengi meðal flokksfélaga sinna í flokksvali. Sitjandi þingmenn eru þeir þingmenn sem sitja fyrir hönd Samfylkingarinnar á Alþingi Íslendinga þegar ályktun þessi er samþykkt.“
Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira