Kári og Viðar Örn töpuðu bikarúrslitaleiknum í vítaspyrnukeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2016 16:25 Kári Árnason skoraði úr sinni spyrnu. vísir/afp Häcken varð sænskur bikarmeistari í fótbolta í dag eftir sigur á Íslendingaliðinu Malmö í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir skemmtilegar 120 mínútur var 2-2 en öll mörkin voru skoruð á fyrstu 90 mínútum leiksins. Malmö virtist alveg vera með leikinn eftir fyrri hálfleikinn. Markus Rosenborg kom Malmö yfir á 39. mínútu og Norðmaðurinn Magnus Wolff Eikrem skoraði gullfallegt mark, beint úr aukaspyrnu, fjórum mínútum síðar. Malmö-menn, sem voru á heimavelli í dag en leikurinn fór fram á Swedbank Arena, voru 2-0 yfir í hálfleik og stefndi í nokkuð öruggan sigur. Á 51. mínútu fékk Oscar Lewicki, leikmaður Malmö, rautt spjald og hleypti þannig Häcken inn í leikinn. Häcken nýtti sér liðsmuninn og skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla og jafnaði metin. Demba Savage skoraði það fyrr á 61. mínútu með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og Nasiru Mohammed jafnaði metin á 66. mínútu þegar hann skaut boltanum undir Kára Árnason úr færi í teignum og í hornið. Undir lok venjulegs leiktíma sóttu tíu menn Malmö stíft og fékk Viðar Örn Kjartansson ágætt færi til að skora en allt kom fyrir ekki. Viðar var góður í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en var nokkuð einmanna frammi eftir að Malmö missti mann af velli. Í vítaspyrnukeppninni varði Johan Wiland, markvörður Malmö, frá René Makondele, og stefndi allt í sigur Malmö. Anton Tinnerholm gat tryggði liðinu bikarmeistaratitilinn með fimmtu spyrnuninni en þá varði Peter Abrahamsson, markvörður Häcken, og hélt sínum mönnum á lífi. Viðar Örn var kominn á bekkinn en fyrirliðinn Kári Árnason tók sjöttu spyrnuna og skoraði. Sama gerði næsti maður fyrir Häcken. Það var svo Anton Tinnerholm sem var skúrkurinn en hann lét Abrahamson verja frá sér og Simon Sandberg tryggði Häcken svo bikarmeistaratitilinn. Malmö hefði með sigri unnið sinn 15. bikarmeistaratitil en liðið hefur ekki fagnað sigri í bikarnum síðan 1989. Það stóra í þessu er að Malmö verður nú ekki í Evrópukeppni næsta vetur þar sem liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni á síðustu leiktíð. Häcken, sem var að vinna bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins, verður aftur á móti í Evrópudeildinni næsta vetur og mætir þar til leiks í annarri umferð forkeppninnar. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Häcken varð sænskur bikarmeistari í fótbolta í dag eftir sigur á Íslendingaliðinu Malmö í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir skemmtilegar 120 mínútur var 2-2 en öll mörkin voru skoruð á fyrstu 90 mínútum leiksins. Malmö virtist alveg vera með leikinn eftir fyrri hálfleikinn. Markus Rosenborg kom Malmö yfir á 39. mínútu og Norðmaðurinn Magnus Wolff Eikrem skoraði gullfallegt mark, beint úr aukaspyrnu, fjórum mínútum síðar. Malmö-menn, sem voru á heimavelli í dag en leikurinn fór fram á Swedbank Arena, voru 2-0 yfir í hálfleik og stefndi í nokkuð öruggan sigur. Á 51. mínútu fékk Oscar Lewicki, leikmaður Malmö, rautt spjald og hleypti þannig Häcken inn í leikinn. Häcken nýtti sér liðsmuninn og skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla og jafnaði metin. Demba Savage skoraði það fyrr á 61. mínútu með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og Nasiru Mohammed jafnaði metin á 66. mínútu þegar hann skaut boltanum undir Kára Árnason úr færi í teignum og í hornið. Undir lok venjulegs leiktíma sóttu tíu menn Malmö stíft og fékk Viðar Örn Kjartansson ágætt færi til að skora en allt kom fyrir ekki. Viðar var góður í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en var nokkuð einmanna frammi eftir að Malmö missti mann af velli. Í vítaspyrnukeppninni varði Johan Wiland, markvörður Malmö, frá René Makondele, og stefndi allt í sigur Malmö. Anton Tinnerholm gat tryggði liðinu bikarmeistaratitilinn með fimmtu spyrnuninni en þá varði Peter Abrahamsson, markvörður Häcken, og hélt sínum mönnum á lífi. Viðar Örn var kominn á bekkinn en fyrirliðinn Kári Árnason tók sjöttu spyrnuna og skoraði. Sama gerði næsti maður fyrir Häcken. Það var svo Anton Tinnerholm sem var skúrkurinn en hann lét Abrahamson verja frá sér og Simon Sandberg tryggði Häcken svo bikarmeistaratitilinn. Malmö hefði með sigri unnið sinn 15. bikarmeistaratitil en liðið hefur ekki fagnað sigri í bikarnum síðan 1989. Það stóra í þessu er að Malmö verður nú ekki í Evrópukeppni næsta vetur þar sem liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni á síðustu leiktíð. Häcken, sem var að vinna bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins, verður aftur á móti í Evrópudeildinni næsta vetur og mætir þar til leiks í annarri umferð forkeppninnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira