Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Volvo atvinnutækja Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 16:46 Fyrsta skóflustungan tekin í Hádegismóum á mánudaginn. Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar tók fyrstu skóflustunguna mánudaginn 2. maí fyrir nýja verkstæðis- og þjónustubyggingu fyrir Volvo atvinnutæki, að Hádegismóum 7. Þar verður til húsa sala og þjónusta fyrir Volvo vörubíla, vinnuvélar, rútur og Volvo Penta bátavélar ásamt þjónustu og sölu Renault Trucks vörubíla. „Þetta eru merkileg tímamót sem við höfum beðið lengi eftir. Skóflustungan er fyrsta skrefið í að byggja upp enn öflugri atvinnutækjadeild. Stór tæki þurfa mikið athafnarými svo það verður bylting að komast í sérhannað húsnæði þar sem allt aðgengi er hannað frá grunni með slík tæki í huga. Nýtt húsnæði mun auka hagræði fyrir viðskiptavini og vinnuaðstaða fyrir starfsmenn verður framúrskarandi. Framkvæmdir munu hefjast fljótlega og stefnt að verklokum á næsta ári“ sagði Egill Jóhannsson við skóflustunguna. Lóðin er 14 þúsund fermetrar og stendur við stofnæðar svo aðgengi er sérlega gott fyrir stærri tæki. Hönnun stendur yfir og í framhaldi verður farið í útboð á einstökum verkþáttum. Mansard teiknistofa sér um hönnun byggingarinnar, VSB verkfræðistofa hannar burðarvirki, lagnir og rafkerfi, Efla sér um brunahönnun, Teiknistofan Storð um lóðarhönnun og KÞ ráðgjöf er umsjónarmaður verkkaupa. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent
Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar tók fyrstu skóflustunguna mánudaginn 2. maí fyrir nýja verkstæðis- og þjónustubyggingu fyrir Volvo atvinnutæki, að Hádegismóum 7. Þar verður til húsa sala og þjónusta fyrir Volvo vörubíla, vinnuvélar, rútur og Volvo Penta bátavélar ásamt þjónustu og sölu Renault Trucks vörubíla. „Þetta eru merkileg tímamót sem við höfum beðið lengi eftir. Skóflustungan er fyrsta skrefið í að byggja upp enn öflugri atvinnutækjadeild. Stór tæki þurfa mikið athafnarými svo það verður bylting að komast í sérhannað húsnæði þar sem allt aðgengi er hannað frá grunni með slík tæki í huga. Nýtt húsnæði mun auka hagræði fyrir viðskiptavini og vinnuaðstaða fyrir starfsmenn verður framúrskarandi. Framkvæmdir munu hefjast fljótlega og stefnt að verklokum á næsta ári“ sagði Egill Jóhannsson við skóflustunguna. Lóðin er 14 þúsund fermetrar og stendur við stofnæðar svo aðgengi er sérlega gott fyrir stærri tæki. Hönnun stendur yfir og í framhaldi verður farið í útboð á einstökum verkþáttum. Mansard teiknistofa sér um hönnun byggingarinnar, VSB verkfræðistofa hannar burðarvirki, lagnir og rafkerfi, Efla sér um brunahönnun, Teiknistofan Storð um lóðarhönnun og KÞ ráðgjöf er umsjónarmaður verkkaupa.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent