Hættir Volkswagen við Golf R400 vegna dísilvélasvindlsins? Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 09:34 Volkswagen Golf R400. Bílablaðið Automotive News sgist hafa heimildir fyrir því að fyrirhugaði Golf R400 kraftaköggullinn sem afar langt var kominn í þróun hjá Volkswagen verði ekki smíðaður. Ástæða þess væri að öll smíði nýrra bíla sem ekki væri bráðnauðsynleg fyrirtækinu yrði skorin niður og félli smíði þess öfluga bíls undir það. Þróunarkostnaður hefur verið grimmilega skorinn niður hjá Volkswagen frá uppgötvun dísilvélasvindlsins og sölulágar bílgerðir skornar niður. Volkswagen Golf R400 er 400 hestöfl sem fást úr aðeins 2,0 lítra vél og slíkur sýningarbíll var á bílasýningunni í Peking fyrir réttum tveimur árum. Þá var sagt að bíllinn færi í framleiðslu en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og þeir Volkswagen menn sáu ekki fyrir þau vandræði sem fyrirtækið átti eftir að koma sér í með uppgötvun dísilvélasvindlsins síðasta haust.Vélin notuð í Audi bílSá þróunarkostnaður sem nú þegar hefur verið settur í vélina í Golf R400 fer þó ekki til einskis þar sem fyrirhugað er að setja hana í Audi bíl eða bíla. Volkswagen ætlar hinsvegar að huga að smíði næstu kynslóðar Golf R sem er nú 300 hestafla kraftagerð þessa vinsæla bíls. Næsta kynslóð hans á að verða 136 kílóum léttari en núverandi gerð hans og fer hann þá úr um 1.500 kílóum og í aðeins 1.350 kíó og verður þess sprækari. Ekki skal hér lagt mat á það hvort heimildir Automotive news eru réttar og vonandi eru þær það ekki. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent
Bílablaðið Automotive News sgist hafa heimildir fyrir því að fyrirhugaði Golf R400 kraftaköggullinn sem afar langt var kominn í þróun hjá Volkswagen verði ekki smíðaður. Ástæða þess væri að öll smíði nýrra bíla sem ekki væri bráðnauðsynleg fyrirtækinu yrði skorin niður og félli smíði þess öfluga bíls undir það. Þróunarkostnaður hefur verið grimmilega skorinn niður hjá Volkswagen frá uppgötvun dísilvélasvindlsins og sölulágar bílgerðir skornar niður. Volkswagen Golf R400 er 400 hestöfl sem fást úr aðeins 2,0 lítra vél og slíkur sýningarbíll var á bílasýningunni í Peking fyrir réttum tveimur árum. Þá var sagt að bíllinn færi í framleiðslu en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og þeir Volkswagen menn sáu ekki fyrir þau vandræði sem fyrirtækið átti eftir að koma sér í með uppgötvun dísilvélasvindlsins síðasta haust.Vélin notuð í Audi bílSá þróunarkostnaður sem nú þegar hefur verið settur í vélina í Golf R400 fer þó ekki til einskis þar sem fyrirhugað er að setja hana í Audi bíl eða bíla. Volkswagen ætlar hinsvegar að huga að smíði næstu kynslóðar Golf R sem er nú 300 hestafla kraftagerð þessa vinsæla bíls. Næsta kynslóð hans á að verða 136 kílóum léttari en núverandi gerð hans og fer hann þá úr um 1.500 kílóum og í aðeins 1.350 kíó og verður þess sprækari. Ekki skal hér lagt mat á það hvort heimildir Automotive news eru réttar og vonandi eru þær það ekki.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent