Greta með fjórtánda vinsælasta lagið hjá ofuraðdáendum Eurovision Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. maí 2016 11:23 Greta flytur lagið "Hear them calling“ í Stokkhólmi 10. maí næstkomandi. Vísir Heitustu aðdáendur Eurovision um Evrópu, og nú einnig Ástralíu, hafa kveðið upp sinn dóm í allsherjarkosningu OGAE, sem eru regnhlífasamtök aðdáendaklúbba keppninnar í hverju þátttökulandi fyrir sig. Greta Salóme Stefánsdóttir, flytjandi íslenska lagsins „Hear them calling“, hafnar í 14. sæti í þeirra kosningu. Aðdáendaklúbbur Svía var sá síðasti til þess að greiða atkvæði. Hér má sjá niðurstöður þeirra en Svíar gáfu Gretu þrjú stig. Aðdáendasamtökin spá Frakklandi sigri en Frakkarnir fá 425 stig alls í kosningunni. Rússland fylgir fast á hæla Frakklands með 392 stig. Þetta eru sömu lönd og veðbankar telja að berjast muni um titilinn. Það er hinn sykursæti Amir sem syngur lag Frakklands en lagið er flutt bæði á frönsku og ensku. Það fjallar um að vera týndur en að fá styrk frá sérstökum einstaklingi. Amir hefur tekið þátt í hæfileikaþáttum á borð við, A Star is Born í Ísrael og The Voice í Frakklandi. Hér að neðan má hlusta á lag Frakka í ár. Rússar tróna á toppi veðbanka með lagið You are the only one í flutningi Sergey Lazarev. Lazarev er söngvari ársins í Rússlandi en þar í landi nýtur hann mikilla vinsælda sem söngvari og þáttastjórnandi. Hlýða má á lag Rússa hér að neðan.Ástralía lendir í þriðja sæti í aðdáendakosningunni með 280 stig, Búlgaría í því fjórða með 175 stig og Ítalía í fimmta sæti með 170 stig. Íslenska lagið fékk 44 stig í heildina en það voru aðdáendur í Andorra, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Írlandi, Lúxemborg, Hollandi, Spáni, Sviss, Bretlandi og Rússlandi sem gáfu Íslandi stig. Tékkar virðast vera sérstaklegar hrifnir af framlagi Íslands en tékkneskir aðdáendur gáfu „Hear them calling“ heil tíu stig. Aðeins er rétt rúm vika í að Greta stigi á svið í Stokkhólmi þar sem keppnin fer fram en hún er sextánda á svið í fyrri undanúrslitariðli. Hér má sjá niðurstöðurnar í heild sinni. Veðbankar eru ekki örlítið neikvæðari í garð íslenska framlagsins og aðdáendahóparnir en samkvæmt vefsíðunni Oddschecker, sem tekur saman líkur frá veðbönkum víðsvegar um internetið, mun Greta hafna í 19 eða 20. sæti. Eurovision Tengdar fréttir Greta og gengið flogið til Svíþjóðar Greta frumsýndi kjólinn um helgina og í morgun var komið að brottför. 2. maí 2016 10:34 Fólkið á bak við Grétu: Fjöllistamaðurinn Jonathan Duffy FÁSES, félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, mun greina ítarlega frá Eurovision í samvinnu við Lífið á Vísi. 2. maí 2016 12:30 Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Sjá meira
Heitustu aðdáendur Eurovision um Evrópu, og nú einnig Ástralíu, hafa kveðið upp sinn dóm í allsherjarkosningu OGAE, sem eru regnhlífasamtök aðdáendaklúbba keppninnar í hverju þátttökulandi fyrir sig. Greta Salóme Stefánsdóttir, flytjandi íslenska lagsins „Hear them calling“, hafnar í 14. sæti í þeirra kosningu. Aðdáendaklúbbur Svía var sá síðasti til þess að greiða atkvæði. Hér má sjá niðurstöður þeirra en Svíar gáfu Gretu þrjú stig. Aðdáendasamtökin spá Frakklandi sigri en Frakkarnir fá 425 stig alls í kosningunni. Rússland fylgir fast á hæla Frakklands með 392 stig. Þetta eru sömu lönd og veðbankar telja að berjast muni um titilinn. Það er hinn sykursæti Amir sem syngur lag Frakklands en lagið er flutt bæði á frönsku og ensku. Það fjallar um að vera týndur en að fá styrk frá sérstökum einstaklingi. Amir hefur tekið þátt í hæfileikaþáttum á borð við, A Star is Born í Ísrael og The Voice í Frakklandi. Hér að neðan má hlusta á lag Frakka í ár. Rússar tróna á toppi veðbanka með lagið You are the only one í flutningi Sergey Lazarev. Lazarev er söngvari ársins í Rússlandi en þar í landi nýtur hann mikilla vinsælda sem söngvari og þáttastjórnandi. Hlýða má á lag Rússa hér að neðan.Ástralía lendir í þriðja sæti í aðdáendakosningunni með 280 stig, Búlgaría í því fjórða með 175 stig og Ítalía í fimmta sæti með 170 stig. Íslenska lagið fékk 44 stig í heildina en það voru aðdáendur í Andorra, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Írlandi, Lúxemborg, Hollandi, Spáni, Sviss, Bretlandi og Rússlandi sem gáfu Íslandi stig. Tékkar virðast vera sérstaklegar hrifnir af framlagi Íslands en tékkneskir aðdáendur gáfu „Hear them calling“ heil tíu stig. Aðeins er rétt rúm vika í að Greta stigi á svið í Stokkhólmi þar sem keppnin fer fram en hún er sextánda á svið í fyrri undanúrslitariðli. Hér má sjá niðurstöðurnar í heild sinni. Veðbankar eru ekki örlítið neikvæðari í garð íslenska framlagsins og aðdáendahóparnir en samkvæmt vefsíðunni Oddschecker, sem tekur saman líkur frá veðbönkum víðsvegar um internetið, mun Greta hafna í 19 eða 20. sæti.
Eurovision Tengdar fréttir Greta og gengið flogið til Svíþjóðar Greta frumsýndi kjólinn um helgina og í morgun var komið að brottför. 2. maí 2016 10:34 Fólkið á bak við Grétu: Fjöllistamaðurinn Jonathan Duffy FÁSES, félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, mun greina ítarlega frá Eurovision í samvinnu við Lífið á Vísi. 2. maí 2016 12:30 Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Sjá meira
Greta og gengið flogið til Svíþjóðar Greta frumsýndi kjólinn um helgina og í morgun var komið að brottför. 2. maí 2016 10:34
Fólkið á bak við Grétu: Fjöllistamaðurinn Jonathan Duffy FÁSES, félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, mun greina ítarlega frá Eurovision í samvinnu við Lífið á Vísi. 2. maí 2016 12:30