Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 09:50 Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson vísir/ernir/anton Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Frjáls verslun gerði dagana 26. apríl til 1. maí. Þegar spurt var um þá tvo fær Guðni ívið meira fylgi en Ólafur, eða 44,5 prósent á móti 42,5 hjá Ólafi Ragnari. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku fær Guðni 51,5 prósent og Ólafur Ragnar 48,9 prósent. Í frétt um könnunina á vef Frjálsrar verslunar kemur fram að Guðni hefur meira fylgi á suðvesturhorninu en Ólafur nýtur meira fylgis á landsbyggðinni. Þá hefur Ólafur meira fylgi á meðal karla en Guðni á meðal kvenna. Ekki var marktækur munur eftir aldri nema að Ólafur hefur meira fylgi meðal fólks yfir sjötugt. „Þegar rýnt var í stjórnmálaskoðanir svarenda sést að Ólafur Ragnar hefur sterkan stuðning meðal ríkisstjórnarflokkanna. Um 72% stuðningsmanna Framsóknarflokks styður hann og 53% sjálfstæðismanna. Stuðningur við Guðna kemur úr röðum hinna flokkanna. Um 53% pírata segjast vilja kjósa hann, 67% samfylkingarmanna og 74% stuðningsmanna VG,“ segir á vef Frjálsrar verslunar. Þá var einnig spurt í könnuninni hvernig menn myndu kjósa ef frambjóðendur væru þrír, þeir Andri Snær Magnason, Guðni og Ólafur Ragnar. Fylgi Ólafs hélst þá nær óbreytt eða í 41,3 prósentum. Guðni lækkar í 33,9 prósent og Andri Snær fær 11,6 prósent. Rúmlega 13 prósent sögðust óviss eða engan þessara vilja. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu var niðurstaðan eftirfarandi: Andri Snær Magnason 13,4 prósent Guðni Th. Jóhannesson 39,0 prósent Ólafur Ragnar Grímsson 47,6 prósent.Nánar má lesa um könnunina hér. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Frjáls verslun gerði dagana 26. apríl til 1. maí. Þegar spurt var um þá tvo fær Guðni ívið meira fylgi en Ólafur, eða 44,5 prósent á móti 42,5 hjá Ólafi Ragnari. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku fær Guðni 51,5 prósent og Ólafur Ragnar 48,9 prósent. Í frétt um könnunina á vef Frjálsrar verslunar kemur fram að Guðni hefur meira fylgi á suðvesturhorninu en Ólafur nýtur meira fylgis á landsbyggðinni. Þá hefur Ólafur meira fylgi á meðal karla en Guðni á meðal kvenna. Ekki var marktækur munur eftir aldri nema að Ólafur hefur meira fylgi meðal fólks yfir sjötugt. „Þegar rýnt var í stjórnmálaskoðanir svarenda sést að Ólafur Ragnar hefur sterkan stuðning meðal ríkisstjórnarflokkanna. Um 72% stuðningsmanna Framsóknarflokks styður hann og 53% sjálfstæðismanna. Stuðningur við Guðna kemur úr röðum hinna flokkanna. Um 53% pírata segjast vilja kjósa hann, 67% samfylkingarmanna og 74% stuðningsmanna VG,“ segir á vef Frjálsrar verslunar. Þá var einnig spurt í könnuninni hvernig menn myndu kjósa ef frambjóðendur væru þrír, þeir Andri Snær Magnason, Guðni og Ólafur Ragnar. Fylgi Ólafs hélst þá nær óbreytt eða í 41,3 prósentum. Guðni lækkar í 33,9 prósent og Andri Snær fær 11,6 prósent. Rúmlega 13 prósent sögðust óviss eða engan þessara vilja. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu var niðurstaðan eftirfarandi: Andri Snær Magnason 13,4 prósent Guðni Th. Jóhannesson 39,0 prósent Ólafur Ragnar Grímsson 47,6 prósent.Nánar má lesa um könnunina hér.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18