Til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðinn fyrir unga fólkið heimir már pétursson skrifar 18. maí 2016 20:00 Fjármálaráðherra segir til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðar úrræðið þannig að ungt fólk geti safnað sér fyrir útborgun í húsnæði. Almennt hefði fólk það betra í dag en fyrir tæpum þrjátíu árum. Stjórnarandstaðan gagnrýndi á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ekki gert nóg til að bæta hag ungs fólks í landinu. Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar lýsti áhyggjum sínum af hag ungs fólks á Íslandi í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. „Evrópska lífskjararannsóknin leiddi það fram að ráðstöfunartekjur 25 til 29 ára Íslendinga voru minni árið 2014 en tíu árum áður. En hjá öðrum hópum júkust tekjurnar hins vegar. Greiningardeild Arion banka sýndi nýverið fram á að fólk undir þrítugu hefur setið eftir í kaupmáttaraukningu undanfarna áratugi og þeir sem eru undir tvítugu hafa minna á milli handanna í dag en árið 1990,“ sagði Björt. Ungar barnafjölskyldur stæðu illa meðal annars vegna skerðinga á barnabótum og fæðingarorlofi og slæmri stöðu húsnæðismála. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur forgangsraðað í skuldaniðurfellingu. Hann hefur forgangsraðað í landbúnaðarkerfi. Þar eru til fjármunir. Af hverju forgangsraðar hæstvirtur ráðherra til ungs fólks,“ spurði þingmaðurinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að það væri hins vegar athyglisvert að hverfa aftur til ársins 1990 eins og þingmaðurinn gerði og velta fyrir sér stöðu ungs fólks. Þá hafi verðbólga verið um tuttugu prósent og oft meiri. „Það sem við upplifum í dag er verðbólga upp á 1,6 prósent. Stöðugleiki í efnahagsmálum er eitt helsta hagsmunamál ungs fólks.,“ sagði fjármálaráðherra og bætti við: „Almennt ættu allir Íslendingar að hafa það mun betra í dag en á þessum samanburðarárum frá 1990. Um það verður varla deilt. Kaupmáttur hefur vaxið svo mikið. Landsframleiðsla á Íslandi er svo miklu betri.,“ sagði Bjarni. Enda sæist þessa merki á öllum sviðum samfélagsins. Fyrir utan stöðugleika, gott atvinnulíf og öflugt menntakerfi skiptu húsnæðismálin unga fólkið mestu máli. „Og menn velta fyrir sér hvað við getum gert meira. Ég vil að stjórnvöld bretti upp ermar og skoði enn frekar hvað við getum gert með opinberri aðkomu til að gera ungu fólki það betur kleift að koma þaki yfir höfuðið. Í því efni erum við til dæmis að skoða framlengingu á séreignarsparnaðarleiðinni og bætta og betri útfærslu. Við getum kannski kallað það séreignarsparnaðarleiðina plús,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðar úrræðið þannig að ungt fólk geti safnað sér fyrir útborgun í húsnæði. Almennt hefði fólk það betra í dag en fyrir tæpum þrjátíu árum. Stjórnarandstaðan gagnrýndi á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ekki gert nóg til að bæta hag ungs fólks í landinu. Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar lýsti áhyggjum sínum af hag ungs fólks á Íslandi í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. „Evrópska lífskjararannsóknin leiddi það fram að ráðstöfunartekjur 25 til 29 ára Íslendinga voru minni árið 2014 en tíu árum áður. En hjá öðrum hópum júkust tekjurnar hins vegar. Greiningardeild Arion banka sýndi nýverið fram á að fólk undir þrítugu hefur setið eftir í kaupmáttaraukningu undanfarna áratugi og þeir sem eru undir tvítugu hafa minna á milli handanna í dag en árið 1990,“ sagði Björt. Ungar barnafjölskyldur stæðu illa meðal annars vegna skerðinga á barnabótum og fæðingarorlofi og slæmri stöðu húsnæðismála. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur forgangsraðað í skuldaniðurfellingu. Hann hefur forgangsraðað í landbúnaðarkerfi. Þar eru til fjármunir. Af hverju forgangsraðar hæstvirtur ráðherra til ungs fólks,“ spurði þingmaðurinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að það væri hins vegar athyglisvert að hverfa aftur til ársins 1990 eins og þingmaðurinn gerði og velta fyrir sér stöðu ungs fólks. Þá hafi verðbólga verið um tuttugu prósent og oft meiri. „Það sem við upplifum í dag er verðbólga upp á 1,6 prósent. Stöðugleiki í efnahagsmálum er eitt helsta hagsmunamál ungs fólks.,“ sagði fjármálaráðherra og bætti við: „Almennt ættu allir Íslendingar að hafa það mun betra í dag en á þessum samanburðarárum frá 1990. Um það verður varla deilt. Kaupmáttur hefur vaxið svo mikið. Landsframleiðsla á Íslandi er svo miklu betri.,“ sagði Bjarni. Enda sæist þessa merki á öllum sviðum samfélagsins. Fyrir utan stöðugleika, gott atvinnulíf og öflugt menntakerfi skiptu húsnæðismálin unga fólkið mestu máli. „Og menn velta fyrir sér hvað við getum gert meira. Ég vil að stjórnvöld bretti upp ermar og skoði enn frekar hvað við getum gert með opinberri aðkomu til að gera ungu fólki það betur kleift að koma þaki yfir höfuðið. Í því efni erum við til dæmis að skoða framlengingu á séreignarsparnaðarleiðinni og bætta og betri útfærslu. Við getum kannski kallað það séreignarsparnaðarleiðina plús,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira