Kosning: Tinna keppir á Cannes Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2016 13:30 Tinn Hrafnsdóttir stendur í ströngu út í Cannes. vísir/stefán „Þetta leggst bara vel í mig. Ég vona bara að sem flestir kjósi og ég komist í fimm manna úrslitin sem verða á morgun,“ segir leikkonan Tinna Hrafnsdóttir sem stödd er á kvikmyndahátíðinni Cannes en hún hefur verið að taka þátt í ýmsum verkefnum á hátíðinni. Þátttaka Tinnu er fjölbreytt en þess má geta að hún var valin til að keppa í „pitch“-keppninni á Cannes þar sem keppt er um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd, en fram fer bæði kosning á netinu og dómnefnd sem ákvarðar sigurvegarann. „Þetta er keppni á vegum Shorts TV, þar sem ég er að keppa um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd sem er í bígerð en hún heitir Kaþarsis,“ segir Tinna og bætir við að kosning fari fram á netinu þar sem hægt er að velja á milli tuttugu hugmynda að stuttmyndum. Nú er netkosningin hafin og fer hún fram hér. Áhugasamir geta því farið inn á þessa síðu og kosið. Kosningin stendur yfir í einn sólahring eða til klukkan 08:00 á morgun. Þær fimm hugmyndir sem fá flest atkvæði á netinu fara í úrslit þar sem dómnefnd ákvarðar sigurvegarann sem hlýtur 5.000 evrur. Fréttablaðið ræddi við Tinnu í síðustu viku. Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig. Ég vona bara að sem flestir kjósi og ég komist í fimm manna úrslitin sem verða á morgun,“ segir leikkonan Tinna Hrafnsdóttir sem stödd er á kvikmyndahátíðinni Cannes en hún hefur verið að taka þátt í ýmsum verkefnum á hátíðinni. Þátttaka Tinnu er fjölbreytt en þess má geta að hún var valin til að keppa í „pitch“-keppninni á Cannes þar sem keppt er um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd, en fram fer bæði kosning á netinu og dómnefnd sem ákvarðar sigurvegarann. „Þetta er keppni á vegum Shorts TV, þar sem ég er að keppa um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd sem er í bígerð en hún heitir Kaþarsis,“ segir Tinna og bætir við að kosning fari fram á netinu þar sem hægt er að velja á milli tuttugu hugmynda að stuttmyndum. Nú er netkosningin hafin og fer hún fram hér. Áhugasamir geta því farið inn á þessa síðu og kosið. Kosningin stendur yfir í einn sólahring eða til klukkan 08:00 á morgun. Þær fimm hugmyndir sem fá flest atkvæði á netinu fara í úrslit þar sem dómnefnd ákvarðar sigurvegarann sem hlýtur 5.000 evrur. Fréttablaðið ræddi við Tinnu í síðustu viku.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira