Sjávarútvegsráðherra á móti veiðigjöldum og uppboði veiðiheimilda Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2016 20:55 Sjávarútvegsráðherra telur ekki rétt að taka upp útboð á veiðiheimildum til að tryggja réttlátara auðlindagjald frá útgerðinni til ríkissjóðs en nú er. Veiðigjöld væru í hans huga viðbótar skattur á eina atvinnugrein sem bitnaði helst á landsbyggðinni Oddný G. Harðardóttir sagði á Alþingi í dag að opinbert útboð á fiskveiðiheimildum væri skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af fiskveiðiauðlindinni til þjóðarinnar. Í dag greiddi útgerðin veiðigjald sem væri langt undir markaðsvirði. Útboðsleiðin væri notuð á fjölmörgum öðrum sviðum til að mynda varðandi útblástursheimildir og samgöngur með góðum árangri. „Útboð myndi draga fram sanngjana samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og tryggja minni fyrirtækjum aðgang að kvóta. Verðið yrði það sem fyrirtæki yrðu reiðubúin að greiða fyrir aflaheimildirnar og yrði um leið það veiðigjald sem rynni í ríkissjóð,“ sagði Oddný. Í dag gætu útgerðirnar stungið sem svaraði til fullu veiðigjaldi í eigin vasa með því að selja og leigja frá sér kvóta. „Sem dæmi má nefna að kvótalitlar útgerðir hafa þurft að greiða um 200 krónur fyrir kílóið af þorski í veiðigjald til stærri útgerða á meðan ríkið heimtir aðeins 13 krónur í veiðigjald,“ sagði Oddný. Gunnar Bragi Sveinsson sagði menn hafa farið í gegnum umræðuna um veiðigjöldin á Alþingi. „Ég hef nú gjarnan litið þannig á að veiðigjöldin séu fyrst og fremst aukaskattur á ákveðna landshluta. Sér í lagi landsbyggðina. Þetta er gjald sem leggst hvað þyngst á fyrirtæki sem eru úti á landi,“ sagði sjávarútvegsráðherra Þá teldi hann undarlegt að taka eina atvinnugrein út og leggja á hana sérstakt gjald eins og veiðigjöldin væru. Ef leggja ætti á slík gjöld ættu þau að ná til allra atvinnugreina og yrðu þá mun lægri en núverandi veiðigjöld. „Þá velti ég fyrir mér hver væri besta leiðin til þess, ef við ætlum að setja allar atvinnugreinar undir sama hatt sem ég held að væri skynsamlegt í sjálfu sér. Það á ekki að gera upp á milli atvinnugreina. Þá held ég að best væri að nota skattkerfið til þess. En um þetta eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir,“ sagði Gunnar Bragi. Oddný sagði útlit fyrir verulega auknar aflaheimildir á næsta fiskveiðiári. „Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvernig honum litist á að frekar en skipta þeim viðbótartonnum á milli núverandi kvótahafa að viðbótin yrði boðin út til hæstbjóðanda,“ sagði oddný. „Nei, ég sé það ekki gerast, að við tökum það sem mögulega verður bætt við, við vitum ekki hvort endilega verði miklu bætt við, en ef það verður sé ég það ekki gerast að við förum með það á uppboð,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra telur ekki rétt að taka upp útboð á veiðiheimildum til að tryggja réttlátara auðlindagjald frá útgerðinni til ríkissjóðs en nú er. Veiðigjöld væru í hans huga viðbótar skattur á eina atvinnugrein sem bitnaði helst á landsbyggðinni Oddný G. Harðardóttir sagði á Alþingi í dag að opinbert útboð á fiskveiðiheimildum væri skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af fiskveiðiauðlindinni til þjóðarinnar. Í dag greiddi útgerðin veiðigjald sem væri langt undir markaðsvirði. Útboðsleiðin væri notuð á fjölmörgum öðrum sviðum til að mynda varðandi útblástursheimildir og samgöngur með góðum árangri. „Útboð myndi draga fram sanngjana samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og tryggja minni fyrirtækjum aðgang að kvóta. Verðið yrði það sem fyrirtæki yrðu reiðubúin að greiða fyrir aflaheimildirnar og yrði um leið það veiðigjald sem rynni í ríkissjóð,“ sagði Oddný. Í dag gætu útgerðirnar stungið sem svaraði til fullu veiðigjaldi í eigin vasa með því að selja og leigja frá sér kvóta. „Sem dæmi má nefna að kvótalitlar útgerðir hafa þurft að greiða um 200 krónur fyrir kílóið af þorski í veiðigjald til stærri útgerða á meðan ríkið heimtir aðeins 13 krónur í veiðigjald,“ sagði Oddný. Gunnar Bragi Sveinsson sagði menn hafa farið í gegnum umræðuna um veiðigjöldin á Alþingi. „Ég hef nú gjarnan litið þannig á að veiðigjöldin séu fyrst og fremst aukaskattur á ákveðna landshluta. Sér í lagi landsbyggðina. Þetta er gjald sem leggst hvað þyngst á fyrirtæki sem eru úti á landi,“ sagði sjávarútvegsráðherra Þá teldi hann undarlegt að taka eina atvinnugrein út og leggja á hana sérstakt gjald eins og veiðigjöldin væru. Ef leggja ætti á slík gjöld ættu þau að ná til allra atvinnugreina og yrðu þá mun lægri en núverandi veiðigjöld. „Þá velti ég fyrir mér hver væri besta leiðin til þess, ef við ætlum að setja allar atvinnugreinar undir sama hatt sem ég held að væri skynsamlegt í sjálfu sér. Það á ekki að gera upp á milli atvinnugreina. Þá held ég að best væri að nota skattkerfið til þess. En um þetta eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir,“ sagði Gunnar Bragi. Oddný sagði útlit fyrir verulega auknar aflaheimildir á næsta fiskveiðiári. „Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvernig honum litist á að frekar en skipta þeim viðbótartonnum á milli núverandi kvótahafa að viðbótin yrði boðin út til hæstbjóðanda,“ sagði oddný. „Nei, ég sé það ekki gerast, að við tökum það sem mögulega verður bætt við, við vitum ekki hvort endilega verði miklu bætt við, en ef það verður sé ég það ekki gerast að við förum með það á uppboð,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira