Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2016 19:00 „Ég geri mér grein fyrir því að í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi. Hann leiðir í skoðanakönnunum fyrir komandi forsetakosningar og hafa aðrir frambjóðendur gagnrýnt hann að undanförnu.Davíð Oddsson var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýndi Guðna Th og sagði Davíð meðal annars að Guðni ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni. Guðni Th. var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður að því hvort hann ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti„Nei, það er ekki rétt. Ég vil að við lærum af fortíðinni og þess vegna vil ég að því ákvæði verði komið í stjórnarskránna að þjóðin sjálf eigi lokaorðið í stærstu málum,“ segir Guðni sem vill að tilskilinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta er frekar sakleysilegt og heitir ekki kollvörpun.“Davíð gagnrýndi Guðna um helgina.Fréttablaðið/ErnirEkkert að fela varðandi Icesave Davíð gagnrýndi einnig Guðna fyrir að hafa stutt Icesave-samningana á sínum tíma. Guðni segist hins vegar ekkert hafa að fela þegar kemur að Icesave. „Ég hef aldrei dregið dul á það að ég studdi og samþykkti Icesave III samninginn eins og 40 prósent kjósenda og meginþorri þingmanna, nær allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Maður hlustaði á rök með og á móti og tók svo sína upplýstu ákvörðun,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi einungis verið fræðimaður á þessum tíma og beri ekki ábyrgð á Icesave eða öðru sem því tengist. „Ég var saklaus sagnfræðingur og ætli menn að finna örlagavalda í þeirri sögu verða menn að leita eitthvert annað,“ segir Guðni.„Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö.“ Sem fræðimaður hefur Guðni skrifað mikið um þorskastríðin en Davíð sagði Guðna hafa lýst því yfir að þorskastríðið hefði ekki verið nein hetjudáð heldur þjóðsaga og mont. Guðni segir að það sé of djúpt í árinni tekið, þorskastríðinn séu mikilvægasti þátturinn í utanríkisstefnu landsins. Hann hafi hins vegar bent á að hér heima, á meðan þorskastríðunum stóð, hafi þjóðin alls ekki verið sammála um þær aðferðir sem beita skyldi í átökunum við Breta. „Hér heima deildu menn um aðferðir og hnakkrifust jafnvel, skipherrarnir sögðu að ráðherrarnir væru eintómar liðleskjur og gungur. Svo sömdum við stundum. Árið 1961, í fyrsta þorskastríðinu, þegar við færðum út í 12 mílur þá var það Viðreisnarstjórn Ólaf Thors og Bjarna Benediktssonar sem gerði landhelgissamning við Breta. „Mesti landráðarsamningur allra tíma,“ sagði stjórnarandstaðan,“ segir Guðni sem þvertekur fyrir að með þessu sé hann að gera lítið úr þorskastríðunum. „Með þessu er maður ekkert að gera lítið úr hetjum hafsins, köllunum sem ég hef talað svoleiðis margoft við og er heiður af að eiga fyrir vini. Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö. Allir vita það úr eigin lífi að raunveruleikinn er flóknari en svo,“ segir Guðni.Hlusta má á viðtalið við Guðna Th í heild sinni hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Ég geri mér grein fyrir því að í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi. Hann leiðir í skoðanakönnunum fyrir komandi forsetakosningar og hafa aðrir frambjóðendur gagnrýnt hann að undanförnu.Davíð Oddsson var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýndi Guðna Th og sagði Davíð meðal annars að Guðni ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni. Guðni Th. var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður að því hvort hann ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti„Nei, það er ekki rétt. Ég vil að við lærum af fortíðinni og þess vegna vil ég að því ákvæði verði komið í stjórnarskránna að þjóðin sjálf eigi lokaorðið í stærstu málum,“ segir Guðni sem vill að tilskilinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta er frekar sakleysilegt og heitir ekki kollvörpun.“Davíð gagnrýndi Guðna um helgina.Fréttablaðið/ErnirEkkert að fela varðandi Icesave Davíð gagnrýndi einnig Guðna fyrir að hafa stutt Icesave-samningana á sínum tíma. Guðni segist hins vegar ekkert hafa að fela þegar kemur að Icesave. „Ég hef aldrei dregið dul á það að ég studdi og samþykkti Icesave III samninginn eins og 40 prósent kjósenda og meginþorri þingmanna, nær allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Maður hlustaði á rök með og á móti og tók svo sína upplýstu ákvörðun,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi einungis verið fræðimaður á þessum tíma og beri ekki ábyrgð á Icesave eða öðru sem því tengist. „Ég var saklaus sagnfræðingur og ætli menn að finna örlagavalda í þeirri sögu verða menn að leita eitthvert annað,“ segir Guðni.„Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö.“ Sem fræðimaður hefur Guðni skrifað mikið um þorskastríðin en Davíð sagði Guðna hafa lýst því yfir að þorskastríðið hefði ekki verið nein hetjudáð heldur þjóðsaga og mont. Guðni segir að það sé of djúpt í árinni tekið, þorskastríðinn séu mikilvægasti þátturinn í utanríkisstefnu landsins. Hann hafi hins vegar bent á að hér heima, á meðan þorskastríðunum stóð, hafi þjóðin alls ekki verið sammála um þær aðferðir sem beita skyldi í átökunum við Breta. „Hér heima deildu menn um aðferðir og hnakkrifust jafnvel, skipherrarnir sögðu að ráðherrarnir væru eintómar liðleskjur og gungur. Svo sömdum við stundum. Árið 1961, í fyrsta þorskastríðinu, þegar við færðum út í 12 mílur þá var það Viðreisnarstjórn Ólaf Thors og Bjarna Benediktssonar sem gerði landhelgissamning við Breta. „Mesti landráðarsamningur allra tíma,“ sagði stjórnarandstaðan,“ segir Guðni sem þvertekur fyrir að með þessu sé hann að gera lítið úr þorskastríðunum. „Með þessu er maður ekkert að gera lítið úr hetjum hafsins, köllunum sem ég hef talað svoleiðis margoft við og er heiður af að eiga fyrir vini. Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö. Allir vita það úr eigin lífi að raunveruleikinn er flóknari en svo,“ segir Guðni.Hlusta má á viðtalið við Guðna Th í heild sinni hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23