Ásgeir ryður Mjóafjarðarheiðina eftir minni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2016 15:37 Snjóveggirnir á Mjóafjarðarheiði eru um fjórir metrar þar sem þeir eru hæstir. Mynd/Kristín Hávarðsdóttir Mjóafjarðarheiði var rudd um helgina og geta heimamenn, sem telja um 35, því loks tekið á móti gestum sem vilja koma akandi í plássið. Yfir vetrartímann er aðeins fært í þorpið með ferju sem siglir reglulega frá Norðfirði. Talað hefur verið um vorboðann ljúfa þegar snjóblásturstækið er sett í gang og vegurinn er ruddur. Enn er þó nokkuð í að snjórinn hverfi en á heiðinni eru nú fjögurra metra háir veggir af snjó. Rutt á Mjóafjarðarheiði.Mynd/Kristín HávarðsdóttirÁsgeir Jónsson er yfirblásari á svæðinu og er með aðstoð góðra blásara búinn að opna í gegn svo fært er fyrir bíla. Hann er þó enn að breikka veginn svo bílar gesta mæst á heiðinni. Sá vandi er hins vegar að á heiðinni er hvorki símasamband né GPS samband. Ásgeir deyr þó ekki ráðalaus enda þekkir hann vel til á svæðinu.„Hann ryður heiðina eftir minni,“ segir Kristín Hávarðsdóttir um Ásgeir eiginmann sinn sem á ættir að rekja til Mjóafjarðar. Foreldrar hans eigi þar stórt land og það séu ær og kýr Ásgeirs að kíkja í plássið og veiða lax.„Hann þekkir þetta eins og handarbakið á sér.“ Bátsferðum á milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar fækkar nú þar sem opið er fyrir bílaumferð. Á milli hálftíma og klukkutíma tekur að fara með ferjunni á milli en um klukkustund að aka frá Norðfirði til Mjóafjarðar.Sólin kíkti í heimsókn á Mjóafjarðarheiði um helgina.Mynd/Kristín HávarðsdóttiVerið er að ryðja heiðina til að gera bílum kleyft að mætast.Mynd/Kristín HávarðsdóttirTilfinningin að aka bíl með háa snjóveggi beggja vegna reynist eflaust einhverjum óþægileg.Mynd/Kristín Hávarðsdóttir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Mjóafjarðarheiði var rudd um helgina og geta heimamenn, sem telja um 35, því loks tekið á móti gestum sem vilja koma akandi í plássið. Yfir vetrartímann er aðeins fært í þorpið með ferju sem siglir reglulega frá Norðfirði. Talað hefur verið um vorboðann ljúfa þegar snjóblásturstækið er sett í gang og vegurinn er ruddur. Enn er þó nokkuð í að snjórinn hverfi en á heiðinni eru nú fjögurra metra háir veggir af snjó. Rutt á Mjóafjarðarheiði.Mynd/Kristín HávarðsdóttirÁsgeir Jónsson er yfirblásari á svæðinu og er með aðstoð góðra blásara búinn að opna í gegn svo fært er fyrir bíla. Hann er þó enn að breikka veginn svo bílar gesta mæst á heiðinni. Sá vandi er hins vegar að á heiðinni er hvorki símasamband né GPS samband. Ásgeir deyr þó ekki ráðalaus enda þekkir hann vel til á svæðinu.„Hann ryður heiðina eftir minni,“ segir Kristín Hávarðsdóttir um Ásgeir eiginmann sinn sem á ættir að rekja til Mjóafjarðar. Foreldrar hans eigi þar stórt land og það séu ær og kýr Ásgeirs að kíkja í plássið og veiða lax.„Hann þekkir þetta eins og handarbakið á sér.“ Bátsferðum á milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar fækkar nú þar sem opið er fyrir bílaumferð. Á milli hálftíma og klukkutíma tekur að fara með ferjunni á milli en um klukkustund að aka frá Norðfirði til Mjóafjarðar.Sólin kíkti í heimsókn á Mjóafjarðarheiði um helgina.Mynd/Kristín HávarðsdóttiVerið er að ryðja heiðina til að gera bílum kleyft að mætast.Mynd/Kristín HávarðsdóttirTilfinningin að aka bíl með háa snjóveggi beggja vegna reynist eflaust einhverjum óþægileg.Mynd/Kristín Hávarðsdóttir
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira