Sjaldan verið betri aðstæður til að ganga á Hvannadalshnjúk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2016 11:41 Frá ferðinni upp á toppinn á laugardaginn. mynd/ólafur már björnsson Tómas Guðbjartsson, læknir, var einn af þeim sem gekk á Hvannadalshnjúk um helgina í frábæru veðri og góðu færi. Hann segir að núna séu kjöraðstæður til að fara á hæsta tind landsins og vill því hvetja áhugasama til þess að nýta tækifærið og ganga á hnjúkinn eigi þeir þess kost. „Mér telst til að það hafi hátt í 300 manns farið á toppinn nú um helgina þannig að það var mikil traffík en hún hefði alveg getað verið meiri,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann segir að fólk eigi þó alls ekki að fara á eigin vegum á hnjúkinn heldur slást í för með vönu fjallafólki. Ýmsir aðilar skipuleggi ferðir á hnjúkinn, þar á meðal Ferðafélag Íslands og Útivist sem og ferðaþjónustuaðilar í Skaftafelli. „Þetta er um 14-16 tíma ganga þannig að fólk þarf að vera í góðu formi. Svo er auðvitað betra ef fólk hefur gengið áður í línu og á broddum, það er kannski svolítið erfitt að ætla að byrja á þessu. En þetta er auðvitað frábær útivist í góðum félagsskap að upplifa náttúruna svona eins og þarna á sunnudaginn. Það sást yfir hálft landið,“ segir Tómas. Tómas hefur farið nokkrum sinnum upp á hnjúkinn og segir að aðstæður hafi sjaldan verið betri. Aðeins minni snjór sé reyndar nú en í meðalári en sprungur séu lítt sjáanlegar og góður snjór bæði fyrir göngu- og skíðafólk. Meðfylgjandi myndir tóku Tómas og ferðafélagi hans, Ólafur Már Björnsson. Frá upphafi ferðarinnar.mynd/ólafur már björnsson Tómas segir að færið til að fara á tindinn sé nú mjög gott og hafi sjaldan verið betra.mynd/ólafur már björnsson Alls fóru hátt í 300 manns á Hvannadalshnjúk um helgina.mynd/ólafur már björnsson Hvannadalshnjúkur Fjallamennska Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, læknir, var einn af þeim sem gekk á Hvannadalshnjúk um helgina í frábæru veðri og góðu færi. Hann segir að núna séu kjöraðstæður til að fara á hæsta tind landsins og vill því hvetja áhugasama til þess að nýta tækifærið og ganga á hnjúkinn eigi þeir þess kost. „Mér telst til að það hafi hátt í 300 manns farið á toppinn nú um helgina þannig að það var mikil traffík en hún hefði alveg getað verið meiri,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann segir að fólk eigi þó alls ekki að fara á eigin vegum á hnjúkinn heldur slást í för með vönu fjallafólki. Ýmsir aðilar skipuleggi ferðir á hnjúkinn, þar á meðal Ferðafélag Íslands og Útivist sem og ferðaþjónustuaðilar í Skaftafelli. „Þetta er um 14-16 tíma ganga þannig að fólk þarf að vera í góðu formi. Svo er auðvitað betra ef fólk hefur gengið áður í línu og á broddum, það er kannski svolítið erfitt að ætla að byrja á þessu. En þetta er auðvitað frábær útivist í góðum félagsskap að upplifa náttúruna svona eins og þarna á sunnudaginn. Það sást yfir hálft landið,“ segir Tómas. Tómas hefur farið nokkrum sinnum upp á hnjúkinn og segir að aðstæður hafi sjaldan verið betri. Aðeins minni snjór sé reyndar nú en í meðalári en sprungur séu lítt sjáanlegar og góður snjór bæði fyrir göngu- og skíðafólk. Meðfylgjandi myndir tóku Tómas og ferðafélagi hans, Ólafur Már Björnsson. Frá upphafi ferðarinnar.mynd/ólafur már björnsson Tómas segir að færið til að fara á tindinn sé nú mjög gott og hafi sjaldan verið betra.mynd/ólafur már björnsson Alls fóru hátt í 300 manns á Hvannadalshnjúk um helgina.mynd/ólafur már björnsson
Hvannadalshnjúkur Fjallamennska Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira