Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2016 23:24 Jamala fagnar hér sigri í Eurovision. Vísir/Getty Rússar eru margir hverjir sagðir æfir vegna úrslita söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Fulltrúi Úkraínu, Jamala, stóð uppi sem sigurvegari þvert á spá veðbanka sem höfðu spáð Rússum sigri og Ástralíu öðru sæti. Svo fór að ástralski flytjandinn hafnaði í öðru sæti en sá rússneski í þriðja. Áhorfendur voru hrifnastir af rússneska laginu en það fékk 361 stig úr símakosningu. Úkraínska lagið fékk 323 atkvæði úr símakosningunni en fékk hins vegar 211 stig frá dómnefndum. Rússar fengu hins vegar aðeins 130 stig frá dómnefndunum. Rússneska framlagið fékk ekkert stig frá úkraínsku dómnefndinni og þá fékk úkraínski flytjandinn ekkert stig frá rússnesku dómnefndinni. Hins vegar fékk úkraínski flytjandinn 10 stig frá rússnesku þjóðinni í gegnum símakosninguna og rússneski flytjandinn 12 stig frá úkraínsku þjóðinni. Lag Jamölu, 1944, fjallaði Stalín, Krímsaga og þjóðernishreinsanir á því svæði. Jamala er Tartari en hún tileinkaði lagið langömmu sinni og fimm börnum hennar sem voru flutt af sovéskum hermönnum frá Krímskaga.Sergey Lazarev flutti lagið You Are The Only One fyrir hönd Rússa í Eurovision í ár.Vísir/GettyFyrir keppnina höfðu Rússar farið fram á að Jamölu yrði bannað að flytja lagið í keppninni því það innihélt pólitískan boðskap, sem er bannað samkvæmt reglum Eurovision-keppninnar. Svo fór að forsvarsmenn keppninnar leyfðu Jamölu að flytja það því texti lagsins væri byggður á sögulegum staðreyndum, en ekki atburðum dagsins í dag.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir sjónvarpsmanninum, höfundinum og Eurovision-sérfræðingnum John Kennedy O´Connor að þessi niðurstaða væri vonbrigði fyrir sig. „Þessi keppni á ekki að vera pólitísk og ég er næstum því reiður yfir því að henni hafi verið breytt á þann hátt, þrátt fyrir að reglurnar séu mjög skýrar.“ Hann sagði að þrátt fyrir að þriðja sætið sé viðundandi árangur fyrir Rússa þá hljóti þeir að vera afar svekktir. Þá hefur BBC eftir Alasdair Rendall, formanni breska Eurovision-aðdáendaklúppsins, að sigur Jamölu hefði kallað fram blendin viðbrögð. „Margir eru mjög hrifnir af rödd hennar og atriðinu sjálfu. Hins vegar benda aðrir á að lagið hafi unnið vegna pólitísks boðskaps en ekki vegna gæða lagsins.“ Forseti Úkraínu, Petro Poroshenko, var að vonum afar ánægður með niðurstöðuna og sagði rödd hennar hafa hreyft við Evrópu. „Sannleikurinn, eins og alltaf, sigraði að lokum.“Á vef Huffington Post er haft eftir Konstantin Kosachev, þingmanni í Rússlandi, að pólítikin hafi sigrað í Eurovision þetta árið. „Pólitísk afskipti höfðu betur gegn sanngjarnri keppni.“ Franz Klintzevich, þingmaður í Rússlandi, sagðist eiga von á að Úkraínumenn muni nota keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. „Ef ekkert breytist í Úkraínu, þá held ég að við ættum að draga okkur úr keppni.“ Eurovision Tengdar fréttir Unnsteinn kynnti stigin með Lúnu: „Þegar þú ert ofurillmenni en þarft að kynna stigin í Eurovision“ Íslenska dómnefndin gaf Hollendingum tólf stig. 14. maí 2016 21:59 Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42 Norðmenn og Danir kenna sjálfum sér um dapurt gengi í Eurovision Danir á því að atriði þeirra hafi verið litlaust og flatt en Norðmenn segja Evrópu ekki hafa skilið lagið sitt. 13. maí 2016 14:29 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Rússar eru margir hverjir sagðir æfir vegna úrslita söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Fulltrúi Úkraínu, Jamala, stóð uppi sem sigurvegari þvert á spá veðbanka sem höfðu spáð Rússum sigri og Ástralíu öðru sæti. Svo fór að ástralski flytjandinn hafnaði í öðru sæti en sá rússneski í þriðja. Áhorfendur voru hrifnastir af rússneska laginu en það fékk 361 stig úr símakosningu. Úkraínska lagið fékk 323 atkvæði úr símakosningunni en fékk hins vegar 211 stig frá dómnefndum. Rússar fengu hins vegar aðeins 130 stig frá dómnefndunum. Rússneska framlagið fékk ekkert stig frá úkraínsku dómnefndinni og þá fékk úkraínski flytjandinn ekkert stig frá rússnesku dómnefndinni. Hins vegar fékk úkraínski flytjandinn 10 stig frá rússnesku þjóðinni í gegnum símakosninguna og rússneski flytjandinn 12 stig frá úkraínsku þjóðinni. Lag Jamölu, 1944, fjallaði Stalín, Krímsaga og þjóðernishreinsanir á því svæði. Jamala er Tartari en hún tileinkaði lagið langömmu sinni og fimm börnum hennar sem voru flutt af sovéskum hermönnum frá Krímskaga.Sergey Lazarev flutti lagið You Are The Only One fyrir hönd Rússa í Eurovision í ár.Vísir/GettyFyrir keppnina höfðu Rússar farið fram á að Jamölu yrði bannað að flytja lagið í keppninni því það innihélt pólitískan boðskap, sem er bannað samkvæmt reglum Eurovision-keppninnar. Svo fór að forsvarsmenn keppninnar leyfðu Jamölu að flytja það því texti lagsins væri byggður á sögulegum staðreyndum, en ekki atburðum dagsins í dag.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir sjónvarpsmanninum, höfundinum og Eurovision-sérfræðingnum John Kennedy O´Connor að þessi niðurstaða væri vonbrigði fyrir sig. „Þessi keppni á ekki að vera pólitísk og ég er næstum því reiður yfir því að henni hafi verið breytt á þann hátt, þrátt fyrir að reglurnar séu mjög skýrar.“ Hann sagði að þrátt fyrir að þriðja sætið sé viðundandi árangur fyrir Rússa þá hljóti þeir að vera afar svekktir. Þá hefur BBC eftir Alasdair Rendall, formanni breska Eurovision-aðdáendaklúppsins, að sigur Jamölu hefði kallað fram blendin viðbrögð. „Margir eru mjög hrifnir af rödd hennar og atriðinu sjálfu. Hins vegar benda aðrir á að lagið hafi unnið vegna pólitísks boðskaps en ekki vegna gæða lagsins.“ Forseti Úkraínu, Petro Poroshenko, var að vonum afar ánægður með niðurstöðuna og sagði rödd hennar hafa hreyft við Evrópu. „Sannleikurinn, eins og alltaf, sigraði að lokum.“Á vef Huffington Post er haft eftir Konstantin Kosachev, þingmanni í Rússlandi, að pólítikin hafi sigrað í Eurovision þetta árið. „Pólitísk afskipti höfðu betur gegn sanngjarnri keppni.“ Franz Klintzevich, þingmaður í Rússlandi, sagðist eiga von á að Úkraínumenn muni nota keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. „Ef ekkert breytist í Úkraínu, þá held ég að við ættum að draga okkur úr keppni.“
Eurovision Tengdar fréttir Unnsteinn kynnti stigin með Lúnu: „Þegar þú ert ofurillmenni en þarft að kynna stigin í Eurovision“ Íslenska dómnefndin gaf Hollendingum tólf stig. 14. maí 2016 21:59 Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42 Norðmenn og Danir kenna sjálfum sér um dapurt gengi í Eurovision Danir á því að atriði þeirra hafi verið litlaust og flatt en Norðmenn segja Evrópu ekki hafa skilið lagið sitt. 13. maí 2016 14:29 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Unnsteinn kynnti stigin með Lúnu: „Þegar þú ert ofurillmenni en þarft að kynna stigin í Eurovision“ Íslenska dómnefndin gaf Hollendingum tólf stig. 14. maí 2016 21:59
Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42
Norðmenn og Danir kenna sjálfum sér um dapurt gengi í Eurovision Danir á því að atriði þeirra hafi verið litlaust og flatt en Norðmenn segja Evrópu ekki hafa skilið lagið sitt. 13. maí 2016 14:29
Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46