Fuji Heavy Industries mun heita Subaru á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2016 16:48 Subaru Forester er einn af mörgum vinsælum bílgerðum Subaru en Subaru bílar hafa ávallt þótt vel smíðaðir og traustir bílar. Fuji Heavy Industries sem meðal annars framleiðir Subaru bíla mun skipta um nafn á næsta ári og heita Subaru Corporation frá og með 1. apríl á næsta ári. Með þessu vill fyrirtækið leggja áherslu á þekktustu framleiðslu þess, Subaru bíla, sem hefur notið mikillar velgengni á síðustu árum. Á næsta ári mun Subaru að öllum líkindum ná því takmarki að smíða 1 milljón bíla fyrsta sinni. Það má heita merkilegt í tilfelli Subaru að um tveir þriðju framleiðslu þess er seld í bandaríkjunum en það á ekki við nokkurt annað japanskt bílafyrirtæki. Fuji Heavy Industries á rætur til ársins 1917 og hóf framleiðslu flugvéla undir nafninu Nakajima Aircraft Co. en nafni fyrirtækisins var breytt í Fuji Heavy Industries árið 1953. Bílaframleiðsla undir nafni Subaru hófst síðan árið 1958 og er nafnið Subaru fengið frá heiti störnumerkisins Sjöstyrnið. Það átti að tákna sameiningu þeirra 6 fyrirtækja sem varð af Subaru sem má telja skondið í ljósi þess að í stjörnumerki Sjöstyrnisins eru jú 7 stjörnur. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent
Fuji Heavy Industries sem meðal annars framleiðir Subaru bíla mun skipta um nafn á næsta ári og heita Subaru Corporation frá og með 1. apríl á næsta ári. Með þessu vill fyrirtækið leggja áherslu á þekktustu framleiðslu þess, Subaru bíla, sem hefur notið mikillar velgengni á síðustu árum. Á næsta ári mun Subaru að öllum líkindum ná því takmarki að smíða 1 milljón bíla fyrsta sinni. Það má heita merkilegt í tilfelli Subaru að um tveir þriðju framleiðslu þess er seld í bandaríkjunum en það á ekki við nokkurt annað japanskt bílafyrirtæki. Fuji Heavy Industries á rætur til ársins 1917 og hóf framleiðslu flugvéla undir nafninu Nakajima Aircraft Co. en nafni fyrirtækisins var breytt í Fuji Heavy Industries árið 1953. Bílaframleiðsla undir nafni Subaru hófst síðan árið 1958 og er nafnið Subaru fengið frá heiti störnumerkisins Sjöstyrnið. Það átti að tákna sameiningu þeirra 6 fyrirtækja sem varð af Subaru sem má telja skondið í ljósi þess að í stjörnumerki Sjöstyrnisins eru jú 7 stjörnur.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent