Fannst ég hafa brugðist Viktoría Hermannsdóttir skrifar 14. maí 2016 09:00 Þetta var mjög skemmtileg reynsla, mjög þroskandi en líka ótrúlega erfið,“ segir söngkonan María Ólafsdóttir sem keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppninni í fyrra. María skaust upp á stjörnuhimininn í söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Þar kom hún, sá og sigraði með laginu Lítil skref. „Ég kom nánast alveg óreynd inn í þetta en þurfti að læra hratt á allt saman,“ segir María sem hafði lítið komið fram opinberlega áður en hún tók þátt í undankeppninni og var tiltölulega óþekkt. Hún hafði þó sungið frá blautu barnsbeini og alltaf stefnt að því að verða söng- og leikkona.Stressuð á sviðinu María fór út fyrir Íslands hönd til Vínarborgar þar sem hún flutti lagið á ensku. Ísland komst ekki upp úr undankeppninni og María var víða gagnrýnd fyrir flutning sinn um kvöldið. Létu margir í ljós skoðun sína á samskiptamiðlum og kommentakerfum fréttamiðlanna. „Ég veit alveg að ég var mjög stressuð og hef sungið þetta lag betur. Þetta var mjög skrýtið vegna þess að æfingin fyrr um daginn gekk svo ótrúlega vel. Þá hugsaði ég, þetta er komið núna, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu. Það voru allir í skýjunum með æfinguna. Þegar þetta var svo að byrja þá byrjaði að hellast yfir mig rosalegt stress. Allt í einu var ég byrjuð að pæla í fáránlegum hlutum sem ég var ekkert búin að vera spá í eins og hvort ég myndi muna textann. Þetta er samt ekki bara ábyrgð söngvarans. Það þarf allt að smella saman, það eru allir í hópnum með hlutverk. Núna er ég farin að átta mig á að þetta var ekki bara mér að kenna, það var ýmislegt sem spilaði inn í,“ segir María. Nefnir hún sem dæmi að hljóðið í svokölluðum inneyrum þar sem hún heyrir í tónlistinni á sviðinu hafi verið að stríða henni. „Það spilaði inn í, þetta var samt aðallega stressið en þetta hjálpaði ekki til. Við vorum búin að vera í veseni með þetta og vorum búin að biðja um að láta laga þetta. Á æfingunum heyrði ég of lítið í mér en svo á lokakvöldinu heyrði ég allt of hátt í mér og of lágt í tónlistinni. Eftir á þegar ég var búin með flutninginn þá vissi ég nákvæmlega á hvaða stöðum ég hafði verið off af því þar hafði ég ekkert heyrt í tónlistinni. Það var óþægilegt, ég er með smá fullkomnunaráráttu þegar kemur að þessu,“ segir hún brosandi. Hún tekur þó fram að hún sé ekki að afsaka frammistöðu sína, það sé bara margt sem spili inn í sem fólk átti sig þó ekki endilega á.MarÃa ÓlafsdóttirMyndi fara aftur Hún segist þó ekki sjá eftir að hafa tekið þátt. Þetta hafi verið góð reynsla. „Ég myndi fara aftur ef ég fengi tækifæri til en myndi þá gera það á allt öðrum forsendum. Ég var svolítið eins og dúkka, sem gerði það sem mér var sagt. Af því ég hafði aldrei farið þarna áður, var ný í bransanum og vissi ekkert hvernig þetta virkaði allt.“ Eftir keppnina birtust fréttir þar sem var sagt að María vildi ekki veita viðtöl. „Það var reyndar mjög fyndið þarna um kvöldið, þá var allt í einu komið inn á DV og einhverja miðla: María neitaði viðtali. Ég hafði ekkert um það að segja. Það voru bara Valli og RÚV sem ákváðu að viðtalið yrði tekið á morgun,“ segir hún og vísar þar í Valgeir Magnússon eða Valla sport eins og hann er gjarnan kallaður. Valli sá um keppnishópinn. „Þau vildu að ég myndi taka kvöldið í að jafna mig og svo yrði það tekið á morgun. Ég hefði auðvitað farið í viðtal ef mér hefði verið sagt að gera það. Þá hrúguðust inn kommentin undir, hvað væri mikill hroki í mér og allt þetta,“ segir hún. „Valli var samt algjörlega mín stoð og stytta þarna úti. Hann þekkir þetta út og inn og ég hefði ekki getað gert þetta án hans.“ Eurovision-heimurinn er nokkuð sérstök veröld og líklega fáir sem átta sig á hversu stórt fyrirbærið er hafi þeir ekki kynnst þessum heimi sjálfir. „Það voru margir búnir að reyna búa mig undir hvað væri í vændum en þetta er svo rosalega stórt. Þetta er alveg sérheimur þarna úti og allt í einu ertu bara geðveikt frægur innan þessa heims. Það er bara eins og maður sé stórstjarna og allir þekkja mann. Það voru margir búnir að segja mér frá þessu, að þetta væri bara sápukúla sem maður færi inn í en þetta var samt svo miklu stærra en ég bjóst við. Það var fólk að bíða eftir manni með myndir til að fá áritun á þegar maður kom út úr rútunni eða vildu fá myndir af sér með manni,“ segir hún hlæjandi og lýsir upplifuninni sem nokkuð súrrealískri reynslu.Erfiðir dagar eftir keppnina Það sem hún segist þó alls ekki hafa búið sig undir voru viðbrögðin á netinu eftir keppnina. „Ég tók þetta mjög mikið inn á mig til að byrja með. Maður hefði kannski ekkert átt að vera að lesa þetta en eins og þegar þetta kemur á „news feedið“ manns á Facebook þá fer þetta ekki fram hjá manni,“ segir hún og heldur áfram „Það kom samt einhver smá púki í mig dagana á eftir. Þegar ég sá ljót komment hjá fólki sem var að kommenta undir eitthvað sem mínir Facebook-vinir höfðu deilt þá fór ég að hugsa hvort þetta væri eitthvað sem það myndi þora að segja við mig augliti til auglitis. Þannig að ég prófaði að læka kommentin og þá bara hurfu þau,“ segir hún hlæjandi. „Mér finnst ótrúlega merkilegt að fólk geti bara skrifað hvað sem er á netið en getur svo ekki staðið undir því í raunveruleikanum.“ María segir fyrstu dagana eftir að hún kom heim hafa verið erfiða. „Fyrstu dagana var ég mjög sár og fannst þetta bara hræðilegt. Mér fannst eins og ég hefði brugðist bara öllum. Ég var alveg smá tíma að ná mér upp úr því. Ég tók þetta rosalega persónulega. Það er líka bara hluti af því að vera nýr í bransanum og kunna ekkert á svona komment og þannig. Auðvitað má fólk hafa skoðanir. Ég veit alveg nákvæmlega hvað ég hefði getað gert betur. Ég er mikill fullkomnunarsinni og það fer ógeðslega í taugarnar á mér þegar mér mistekst,“ segir hún.Neikvæðnin tekur meira pláss „Núna er ég samt komin á allt annan stað í hausnum á mér varðandi keppnina. Ég er búin að hugsa þetta mikið. Svona er bara Eurovision og þetta getur gerst. Þó svo þetta hefði verið fullkominn flutningur þá hefði hann ekkert endilega farið áfram. Fólk var líka að setja út á kjólinn sem ég var í. Ég held að það skipti engu máli hvað þú gerir, það er alltaf einhver sem tuðar yfir því.“ Hún segist þó hætt að velta sér upp úr þessu. „Ég fann líka fyrir ótrúlega miklum stuðning. Mikið af jákvæðni en þetta neikvæða tekur bara miklu stærra pláss hjá manni. Á heildina litið voru miklu fleiri jákvæðar raddir en maður tekur meira eftir þeim neikvæðu. En ég fékk fullt af góðum skilaboðum frá alls konar fólki.“ Þegar María vann keppnina stóð hún allt í einu frammi fyrir því að vera orðin þekkt á Íslandi. „Þetta var mjög fyndið. Allt í einu voru börn farin að koma upp að mér að spjalla eða biðja um mynd. Það voru krakkar að koma heim og spyrja eftir mér. Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir hún hlæjandi. María fylgdist að sjálfsögðu með Gretu Salóme í undankeppni Eurovision á þriðjudag. „Miðað við frammistöðu Gretu á þriðjudaginn þá hefði hún átt að fljúga í úrslit, það var ekkert sem hefði verið hægt að gera betur. Þetta sýnir bara og sannar að það er ekki hægt að taka þessa keppni alvarlega. Gengi í Eurovision er ekki mælikvarði á hæfileika, þetta snýst um eitthvað allt annað.“Mörg tækifæri Í kjölfar Eurovision hefur María fengið fjölmörg tækifæri. Hún leikur Sollu stirðu og spilar víða um land, meðal annars með kærasta sínum, Gunnari Leó Pálssyni, sem er tónlistarmaður. María var einnig að senda frá sér nýtt lag og vonast til þess að geta unnið meira í tónlist. „Þegar ég kom heim eftir keppnina þá þurfti ég svolítið að uppgötva bransann, ég var fyrst með umboðsmenn meðan ég var að læra á þetta en sé núna um þetta sjálf. Mér finnst samt enn mjög erfitt að ákveða upphæðir þegar fólk er að biðja mig um að syngja,“ segir hún hlæjandi. María stefnir líka á að gefa út fleiri lög og jafnvel semja sjálf. „Ég hef alltaf verið að syngja, frá því ég var pínulítil. Gunnar Leó hefur verið að semja tónlist og ég er að búa til laglínur við. Ég hef líka aðeins verið að semja og langar að gera meira af því.“ Eurovision Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Þetta var mjög skemmtileg reynsla, mjög þroskandi en líka ótrúlega erfið,“ segir söngkonan María Ólafsdóttir sem keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppninni í fyrra. María skaust upp á stjörnuhimininn í söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Þar kom hún, sá og sigraði með laginu Lítil skref. „Ég kom nánast alveg óreynd inn í þetta en þurfti að læra hratt á allt saman,“ segir María sem hafði lítið komið fram opinberlega áður en hún tók þátt í undankeppninni og var tiltölulega óþekkt. Hún hafði þó sungið frá blautu barnsbeini og alltaf stefnt að því að verða söng- og leikkona.Stressuð á sviðinu María fór út fyrir Íslands hönd til Vínarborgar þar sem hún flutti lagið á ensku. Ísland komst ekki upp úr undankeppninni og María var víða gagnrýnd fyrir flutning sinn um kvöldið. Létu margir í ljós skoðun sína á samskiptamiðlum og kommentakerfum fréttamiðlanna. „Ég veit alveg að ég var mjög stressuð og hef sungið þetta lag betur. Þetta var mjög skrýtið vegna þess að æfingin fyrr um daginn gekk svo ótrúlega vel. Þá hugsaði ég, þetta er komið núna, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu. Það voru allir í skýjunum með æfinguna. Þegar þetta var svo að byrja þá byrjaði að hellast yfir mig rosalegt stress. Allt í einu var ég byrjuð að pæla í fáránlegum hlutum sem ég var ekkert búin að vera spá í eins og hvort ég myndi muna textann. Þetta er samt ekki bara ábyrgð söngvarans. Það þarf allt að smella saman, það eru allir í hópnum með hlutverk. Núna er ég farin að átta mig á að þetta var ekki bara mér að kenna, það var ýmislegt sem spilaði inn í,“ segir María. Nefnir hún sem dæmi að hljóðið í svokölluðum inneyrum þar sem hún heyrir í tónlistinni á sviðinu hafi verið að stríða henni. „Það spilaði inn í, þetta var samt aðallega stressið en þetta hjálpaði ekki til. Við vorum búin að vera í veseni með þetta og vorum búin að biðja um að láta laga þetta. Á æfingunum heyrði ég of lítið í mér en svo á lokakvöldinu heyrði ég allt of hátt í mér og of lágt í tónlistinni. Eftir á þegar ég var búin með flutninginn þá vissi ég nákvæmlega á hvaða stöðum ég hafði verið off af því þar hafði ég ekkert heyrt í tónlistinni. Það var óþægilegt, ég er með smá fullkomnunaráráttu þegar kemur að þessu,“ segir hún brosandi. Hún tekur þó fram að hún sé ekki að afsaka frammistöðu sína, það sé bara margt sem spili inn í sem fólk átti sig þó ekki endilega á.MarÃa ÓlafsdóttirMyndi fara aftur Hún segist þó ekki sjá eftir að hafa tekið þátt. Þetta hafi verið góð reynsla. „Ég myndi fara aftur ef ég fengi tækifæri til en myndi þá gera það á allt öðrum forsendum. Ég var svolítið eins og dúkka, sem gerði það sem mér var sagt. Af því ég hafði aldrei farið þarna áður, var ný í bransanum og vissi ekkert hvernig þetta virkaði allt.“ Eftir keppnina birtust fréttir þar sem var sagt að María vildi ekki veita viðtöl. „Það var reyndar mjög fyndið þarna um kvöldið, þá var allt í einu komið inn á DV og einhverja miðla: María neitaði viðtali. Ég hafði ekkert um það að segja. Það voru bara Valli og RÚV sem ákváðu að viðtalið yrði tekið á morgun,“ segir hún og vísar þar í Valgeir Magnússon eða Valla sport eins og hann er gjarnan kallaður. Valli sá um keppnishópinn. „Þau vildu að ég myndi taka kvöldið í að jafna mig og svo yrði það tekið á morgun. Ég hefði auðvitað farið í viðtal ef mér hefði verið sagt að gera það. Þá hrúguðust inn kommentin undir, hvað væri mikill hroki í mér og allt þetta,“ segir hún. „Valli var samt algjörlega mín stoð og stytta þarna úti. Hann þekkir þetta út og inn og ég hefði ekki getað gert þetta án hans.“ Eurovision-heimurinn er nokkuð sérstök veröld og líklega fáir sem átta sig á hversu stórt fyrirbærið er hafi þeir ekki kynnst þessum heimi sjálfir. „Það voru margir búnir að reyna búa mig undir hvað væri í vændum en þetta er svo rosalega stórt. Þetta er alveg sérheimur þarna úti og allt í einu ertu bara geðveikt frægur innan þessa heims. Það er bara eins og maður sé stórstjarna og allir þekkja mann. Það voru margir búnir að segja mér frá þessu, að þetta væri bara sápukúla sem maður færi inn í en þetta var samt svo miklu stærra en ég bjóst við. Það var fólk að bíða eftir manni með myndir til að fá áritun á þegar maður kom út úr rútunni eða vildu fá myndir af sér með manni,“ segir hún hlæjandi og lýsir upplifuninni sem nokkuð súrrealískri reynslu.Erfiðir dagar eftir keppnina Það sem hún segist þó alls ekki hafa búið sig undir voru viðbrögðin á netinu eftir keppnina. „Ég tók þetta mjög mikið inn á mig til að byrja með. Maður hefði kannski ekkert átt að vera að lesa þetta en eins og þegar þetta kemur á „news feedið“ manns á Facebook þá fer þetta ekki fram hjá manni,“ segir hún og heldur áfram „Það kom samt einhver smá púki í mig dagana á eftir. Þegar ég sá ljót komment hjá fólki sem var að kommenta undir eitthvað sem mínir Facebook-vinir höfðu deilt þá fór ég að hugsa hvort þetta væri eitthvað sem það myndi þora að segja við mig augliti til auglitis. Þannig að ég prófaði að læka kommentin og þá bara hurfu þau,“ segir hún hlæjandi. „Mér finnst ótrúlega merkilegt að fólk geti bara skrifað hvað sem er á netið en getur svo ekki staðið undir því í raunveruleikanum.“ María segir fyrstu dagana eftir að hún kom heim hafa verið erfiða. „Fyrstu dagana var ég mjög sár og fannst þetta bara hræðilegt. Mér fannst eins og ég hefði brugðist bara öllum. Ég var alveg smá tíma að ná mér upp úr því. Ég tók þetta rosalega persónulega. Það er líka bara hluti af því að vera nýr í bransanum og kunna ekkert á svona komment og þannig. Auðvitað má fólk hafa skoðanir. Ég veit alveg nákvæmlega hvað ég hefði getað gert betur. Ég er mikill fullkomnunarsinni og það fer ógeðslega í taugarnar á mér þegar mér mistekst,“ segir hún.Neikvæðnin tekur meira pláss „Núna er ég samt komin á allt annan stað í hausnum á mér varðandi keppnina. Ég er búin að hugsa þetta mikið. Svona er bara Eurovision og þetta getur gerst. Þó svo þetta hefði verið fullkominn flutningur þá hefði hann ekkert endilega farið áfram. Fólk var líka að setja út á kjólinn sem ég var í. Ég held að það skipti engu máli hvað þú gerir, það er alltaf einhver sem tuðar yfir því.“ Hún segist þó hætt að velta sér upp úr þessu. „Ég fann líka fyrir ótrúlega miklum stuðning. Mikið af jákvæðni en þetta neikvæða tekur bara miklu stærra pláss hjá manni. Á heildina litið voru miklu fleiri jákvæðar raddir en maður tekur meira eftir þeim neikvæðu. En ég fékk fullt af góðum skilaboðum frá alls konar fólki.“ Þegar María vann keppnina stóð hún allt í einu frammi fyrir því að vera orðin þekkt á Íslandi. „Þetta var mjög fyndið. Allt í einu voru börn farin að koma upp að mér að spjalla eða biðja um mynd. Það voru krakkar að koma heim og spyrja eftir mér. Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir hún hlæjandi. María fylgdist að sjálfsögðu með Gretu Salóme í undankeppni Eurovision á þriðjudag. „Miðað við frammistöðu Gretu á þriðjudaginn þá hefði hún átt að fljúga í úrslit, það var ekkert sem hefði verið hægt að gera betur. Þetta sýnir bara og sannar að það er ekki hægt að taka þessa keppni alvarlega. Gengi í Eurovision er ekki mælikvarði á hæfileika, þetta snýst um eitthvað allt annað.“Mörg tækifæri Í kjölfar Eurovision hefur María fengið fjölmörg tækifæri. Hún leikur Sollu stirðu og spilar víða um land, meðal annars með kærasta sínum, Gunnari Leó Pálssyni, sem er tónlistarmaður. María var einnig að senda frá sér nýtt lag og vonast til þess að geta unnið meira í tónlist. „Þegar ég kom heim eftir keppnina þá þurfti ég svolítið að uppgötva bransann, ég var fyrst með umboðsmenn meðan ég var að læra á þetta en sé núna um þetta sjálf. Mér finnst samt enn mjög erfitt að ákveða upphæðir þegar fólk er að biðja mig um að syngja,“ segir hún hlæjandi. María stefnir líka á að gefa út fleiri lög og jafnvel semja sjálf. „Ég hef alltaf verið að syngja, frá því ég var pínulítil. Gunnar Leó hefur verið að semja tónlist og ég er að búa til laglínur við. Ég hef líka aðeins verið að semja og langar að gera meira af því.“
Eurovision Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira