Án hjálpar þarf að fækka ferðamönnum Svavar Hávarðsson skrifar 13. maí 2016 07:00 Mývatnssveit er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og svæðið því undir miklu álagi. vísir/vilhelm „Versta mögulega staða er sú að ríkisvaldið komi ekki til hjálpar. Þá sjáum við ekki annað en að það þurfi að takmarka stórkostlega fjölda ferðamanna á svæðinu,“ segir Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Heilbrigðisnefnd HNE ályktaði vegna mengunarvanda Mývatns á þriðjudag. Þar er eindregið mælst til að stjórnvöld veiti Skútustaðahreppi nú þegar fjárhagslegan stuðning vegna kostnaðar við byggingu á hreinsivirkjum fyrir skólp í Skútustaðahreppi, og vísar til kröfu um ítarlega skólphreinsun skv. reglugerð um verndun Mývatns og Laxár. „Um er að ræða mjög kostnaðarsamar og íþyngjandi kröfur fyrir fjárhag lítils sveitarfélags og jafnframt felast miklir hagsmunir og ábyrgð í því að vernda Mývatn sem náttúruperlu á heimsvísu. Heilbrigðisnefnd minnir á mikilvægi þess að hraða úrbótum í fráveitumálum í Skútustaðahreppi eins og kostur er, þannig að ekki þurfi að koma til þess að takmarka fjölda ferðamanna á vatnasvæði Mývatns,“ segir í bókuninni. Alfreð segir að eins og staðan er nú sé aðeins eitt hótel á svæðinu með fullkomna hreinsun og mæti kröfum – Hótel Laxá, nýjasta hótelið við vatnið. „Öll önnur hótel og önnur gistiaðstaða uppfyllir ekki þessi skilyrði, og að óbreyttu verður ekki annað séð en þau verði að leggja niður starfsemi sína. Gróft sagt er bara eitt löglegt gistiúrræði í Mývatnssveit,“ segir Alfreð og bætir við að miklar vonir séu bundnar við að eftir að samráðshópur Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra skilar af sér 17. júní, þá „í beinu framhaldi af því sjái ríkisvaldið að sér og komi með myndarlegum hætti að borðinu“. Hér vísar Alfreð til orða umhverfisráðherra á Alþingi í vikunni þar sem Sigrún tilkynnti um viðbrögð stjórnvalda við þeim djúpstæða vanda sem kominn er upp við Mývatn – en á sér alllanga sögu eins og Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, hefur skýrt. Á þinginu kom fram þverpólitískur vilji til þess að stjórnvöld brygðust tafarlaust við, og sú krafa að tafarlaust kæmi til fjárveiting til handa Skútustaðahreppi til að hefja umbætur á fráveitumálum sveitarfélagsins – einum af þeim þáttum sem mannshöndin getur sannarlega haft áhrif á í hinu flókna samspili sem sambúð manns og náttúru er við Mývatn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Stjórnvöld bregðist við ástandinu í Mývatni Höskuldur Þórhallsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur að stjórnvöld verði að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin í lífríki Mývatns . Nefndin fundaði í morgun með sérfræðingum og sveitarstjórnarmönnum á svæðinu. 9. maí 2016 18:45 Mývatn er prófsteinn á nýja löggjöf Ný náttúruverndarlög virðast skuldbinda stjórnvöld til að bregðast tafarlaust við grafalvarlegu ástandi í lífríki Mývatns en óhemju magn blábaktería er í vatninu. 12. maí 2016 07:00 Vilja aðgerðir í Laxá og Mývatni Veiðifélag Laxár og Krákár segir ástand lífríkis alvarlegt. 1. maí 2016 16:32 Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Þingmenn allra flokka á Alþingi lýstu yfir skýrum vilja sínum um aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi við Mývatn. Fjármagns er krafist til að aðstoða Skútustaðahrepp við fráveitumál. Umhverfisráðherra sammála en vísar 11. maí 2016 06:00 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
„Versta mögulega staða er sú að ríkisvaldið komi ekki til hjálpar. Þá sjáum við ekki annað en að það þurfi að takmarka stórkostlega fjölda ferðamanna á svæðinu,“ segir Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Heilbrigðisnefnd HNE ályktaði vegna mengunarvanda Mývatns á þriðjudag. Þar er eindregið mælst til að stjórnvöld veiti Skútustaðahreppi nú þegar fjárhagslegan stuðning vegna kostnaðar við byggingu á hreinsivirkjum fyrir skólp í Skútustaðahreppi, og vísar til kröfu um ítarlega skólphreinsun skv. reglugerð um verndun Mývatns og Laxár. „Um er að ræða mjög kostnaðarsamar og íþyngjandi kröfur fyrir fjárhag lítils sveitarfélags og jafnframt felast miklir hagsmunir og ábyrgð í því að vernda Mývatn sem náttúruperlu á heimsvísu. Heilbrigðisnefnd minnir á mikilvægi þess að hraða úrbótum í fráveitumálum í Skútustaðahreppi eins og kostur er, þannig að ekki þurfi að koma til þess að takmarka fjölda ferðamanna á vatnasvæði Mývatns,“ segir í bókuninni. Alfreð segir að eins og staðan er nú sé aðeins eitt hótel á svæðinu með fullkomna hreinsun og mæti kröfum – Hótel Laxá, nýjasta hótelið við vatnið. „Öll önnur hótel og önnur gistiaðstaða uppfyllir ekki þessi skilyrði, og að óbreyttu verður ekki annað séð en þau verði að leggja niður starfsemi sína. Gróft sagt er bara eitt löglegt gistiúrræði í Mývatnssveit,“ segir Alfreð og bætir við að miklar vonir séu bundnar við að eftir að samráðshópur Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra skilar af sér 17. júní, þá „í beinu framhaldi af því sjái ríkisvaldið að sér og komi með myndarlegum hætti að borðinu“. Hér vísar Alfreð til orða umhverfisráðherra á Alþingi í vikunni þar sem Sigrún tilkynnti um viðbrögð stjórnvalda við þeim djúpstæða vanda sem kominn er upp við Mývatn – en á sér alllanga sögu eins og Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, hefur skýrt. Á þinginu kom fram þverpólitískur vilji til þess að stjórnvöld brygðust tafarlaust við, og sú krafa að tafarlaust kæmi til fjárveiting til handa Skútustaðahreppi til að hefja umbætur á fráveitumálum sveitarfélagsins – einum af þeim þáttum sem mannshöndin getur sannarlega haft áhrif á í hinu flókna samspili sem sambúð manns og náttúru er við Mývatn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Stjórnvöld bregðist við ástandinu í Mývatni Höskuldur Þórhallsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur að stjórnvöld verði að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin í lífríki Mývatns . Nefndin fundaði í morgun með sérfræðingum og sveitarstjórnarmönnum á svæðinu. 9. maí 2016 18:45 Mývatn er prófsteinn á nýja löggjöf Ný náttúruverndarlög virðast skuldbinda stjórnvöld til að bregðast tafarlaust við grafalvarlegu ástandi í lífríki Mývatns en óhemju magn blábaktería er í vatninu. 12. maí 2016 07:00 Vilja aðgerðir í Laxá og Mývatni Veiðifélag Laxár og Krákár segir ástand lífríkis alvarlegt. 1. maí 2016 16:32 Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Þingmenn allra flokka á Alþingi lýstu yfir skýrum vilja sínum um aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi við Mývatn. Fjármagns er krafist til að aðstoða Skútustaðahrepp við fráveitumál. Umhverfisráðherra sammála en vísar 11. maí 2016 06:00 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46
Stjórnvöld bregðist við ástandinu í Mývatni Höskuldur Þórhallsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur að stjórnvöld verði að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin í lífríki Mývatns . Nefndin fundaði í morgun með sérfræðingum og sveitarstjórnarmönnum á svæðinu. 9. maí 2016 18:45
Mývatn er prófsteinn á nýja löggjöf Ný náttúruverndarlög virðast skuldbinda stjórnvöld til að bregðast tafarlaust við grafalvarlegu ástandi í lífríki Mývatns en óhemju magn blábaktería er í vatninu. 12. maí 2016 07:00
Vilja aðgerðir í Laxá og Mývatni Veiðifélag Laxár og Krákár segir ástand lífríkis alvarlegt. 1. maí 2016 16:32
Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Þingmenn allra flokka á Alþingi lýstu yfir skýrum vilja sínum um aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi við Mývatn. Fjármagns er krafist til að aðstoða Skútustaðahrepp við fráveitumál. Umhverfisráðherra sammála en vísar 11. maí 2016 06:00