Segir birtingu gagnanna tilraun til hvítþvottar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. maí 2016 11:10 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir birtingu gagna úr bókhaldi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknar, og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, einungis tilraun til hvítþvottar. Gögnin breyti ekki þeirri staðreynd að hjónin hafi átt svokallað aflandsfélag á lágskattasvæði. „Formaður Framsóknarflokksins hefur verið að reyna að klóra í bakkann með því að senda út á vefinn Excel-skjöl sem hann álítur nægjanleg gögn til þess að hreinsa sig væntanlega af því sem hann telur að á sig hafi verið borið. Það er að segja að hann hafi ekki staðið sína plikt og skilað tilheyrandi gögnum, CFC-skýrslum eða hverju öðru sem þeim hjónum ber að skila en hann sem sagt virðist vera að gera tilraun til þess að hvítþvo sig á því,“ sagði Bjarkey í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Gögnin dugi að hennar mati ekki til.Vill að skattaskýrslan verði birt „Það breytir jú engu um það að þau áttu þetta félag og það er það sem skiptir máli í því samhengi. Það er siðferðið sem felst í því að velja sér þessa stöðu, fyrir utan svo það að leggja ekki fram skattaskýrslu fyrst hann telur ástæðu til þess að upplýsa um einhver gögn þeirra hjóna, þá er auðvitað hreinlegast og best til þess fallið í stað þess að birta einhver Excel-skjöl.“ Bjarkey sakaði forystumenn ríkisstjórnarflokkanna um ábyrgðarleysi í þessum efnum, og vísaði meðal í harðorðan pistil Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra í nýjasta tölublaði Tíundar um tíðrædd aflandsfélög. „Margir hafa nú viðurkennt að þeir hafi verið að leita eftir leyndinni á meðan við sjáum hér forystufólk ríkisstjórnarflokkanna neita dag eftir dag að þeir eigi nokkuð í skattaskjóli. Jafnvel að maður gæti haldið að nöfn þeirra hefðu ekki einu sinni birst í Panama-skjölunum. Slíkur er hvítþvotturinn að verða,“ sagði Bjarkey. Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir birtingu gagna úr bókhaldi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknar, og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, einungis tilraun til hvítþvottar. Gögnin breyti ekki þeirri staðreynd að hjónin hafi átt svokallað aflandsfélag á lágskattasvæði. „Formaður Framsóknarflokksins hefur verið að reyna að klóra í bakkann með því að senda út á vefinn Excel-skjöl sem hann álítur nægjanleg gögn til þess að hreinsa sig væntanlega af því sem hann telur að á sig hafi verið borið. Það er að segja að hann hafi ekki staðið sína plikt og skilað tilheyrandi gögnum, CFC-skýrslum eða hverju öðru sem þeim hjónum ber að skila en hann sem sagt virðist vera að gera tilraun til þess að hvítþvo sig á því,“ sagði Bjarkey í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Gögnin dugi að hennar mati ekki til.Vill að skattaskýrslan verði birt „Það breytir jú engu um það að þau áttu þetta félag og það er það sem skiptir máli í því samhengi. Það er siðferðið sem felst í því að velja sér þessa stöðu, fyrir utan svo það að leggja ekki fram skattaskýrslu fyrst hann telur ástæðu til þess að upplýsa um einhver gögn þeirra hjóna, þá er auðvitað hreinlegast og best til þess fallið í stað þess að birta einhver Excel-skjöl.“ Bjarkey sakaði forystumenn ríkisstjórnarflokkanna um ábyrgðarleysi í þessum efnum, og vísaði meðal í harðorðan pistil Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra í nýjasta tölublaði Tíundar um tíðrædd aflandsfélög. „Margir hafa nú viðurkennt að þeir hafi verið að leita eftir leyndinni á meðan við sjáum hér forystufólk ríkisstjórnarflokkanna neita dag eftir dag að þeir eigi nokkuð í skattaskjóli. Jafnvel að maður gæti haldið að nöfn þeirra hefðu ekki einu sinni birst í Panama-skjölunum. Slíkur er hvítþvotturinn að verða,“ sagði Bjarkey.
Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira