Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2016 10:22 Magnús Orri Schram. Vísir „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi, ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Magnús Orri Schram, léttur í bragði, þegar hann er spurður hvers vegna hann vill verða formaður í flokki sem hann vill leggja niður. Magnús Orri greinir frá þessu viðhorfi í grein sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag þar sem hann segir Samfylkinguna þurfa að taka verulegum breytingum á næstu vikum til að geta gegnt hlutverki sínu sem valkostur jafnaðarfólks í kosningum í haust. Samfylkingin fengi sjö prósent atkvæða ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en Magnús Orri bendir á í sinni grein að flokkurinn sé að jafnaði að mælast með átta til tíu prósenta fylgi sem sé að mestu meðal elstu kjósenda.„Flokkurinn ekki aðalatriðið“ „Fyrir mér er flokkurinn ekki aðalatriðið heldur að ná árangri fyrir hönd þeirra verkefna sem þú ert að berjast fyrir. Og ef þú ert í raun og veru að hugsa um það áttu að leita leiða til að sameina fólk sem eru sömu skoðunar og þú í pólitík. Af því sameinuð náum við betri árangri fyrir hönd verkefnanna,“ segir Magnús Orri í samtali við Vísi um málið. Spurður hvort flokkapólitíkin sé úrelt segir hann það vera tuttugustu aldar viðhorf að líta á flokka sem upphaf og endi alls. „Nú erum við stödd í nýjum veruleika og ef verkfærin sem við erum að nota eru ekki að virka þá eigum við að skipta, breyta og opna á þróun og ferli og ég er að bjóða fólki upp í ferðalag,“ segir Magnús Orri.Er í raun að óska eftir umboði til að leiða alvöru viðræður Spurður hvort hann sjái þá fyrir sér að leggja Samfylkinguna niður, nái hann kjöri sem formaður, og leita þá eftir samstarfi við Bjarta framtíð og Vinstri græna til að mynda öfluga hreyfingu á vinstri vængnum segist hann ekki ætla að segja hverjir ættu að vera í þessari hreyfingu. „Ég legg bara á borðin þau grunngildi sem ég birti í þessari grein og ég býð til samstarfs. Ég er í raun og veru að óska eftir umboði til að taka upp alvöru viðræður. Þannig lít ég á formannskosninguna,“ segir Magnús Orri.Margir sammála Samfylkingunni en sjá hana ekki sem farveg Hann segir þessa hugmynd hafa blundað í sér í þó nokkurn tíma. „Ég hef talað fyrir breytingum alveg frá því ég tilkynnti um framboð mitt fyrir tveimur mánuðum. En í raun og veru eftir samtal við fólk inni í hreyfingunni á undanförnum vikum hef ég sannfærst um að þetta er langskynsamlegasta leiðin fyrir okkur. Mér þykir bara vænt um þessar hugsjónir sem eru á bak við hreyfinguna okkar og ég velti fyrir mér hvernig við getum náð þessum hugsjónum og áherslum sem best í gegn. Það er fullt af fólki sem er sammála okkur en sér ekki þennan flokk sem farveg og það er flokksins að berjast fyrir því,“ segir Magnús Orri. Hann segist sannfærður um að þetta sé skrefið sem flokkurinn þurfi að taka og til þess þurfi hugrekki gagnvart því að festast ekki í viðjum einhvers kerfi heldur að opna fyrir því hvernig er hægt að ná bestum árangri.Vill tala um framtíðina „Mér finnst að jafnaðarmannahreyfingin eigi það skilið að fara að tala um framtíðina. Að fara að tala um lausnir. Hvert viðtalið á fætur öðru er maður að tala um fortíðina. Við eigum að fara að tala um framtíðina. Og það gerum við best með því að opna á nýja hreyfingu með nýju fólki þar sem við getum lagt á borðið fyrir fólkið í landinu einhverjar lausnir hvernig við tökumst á við vandamálið,“ segir Magnús Orri.Þjóðin taki ákvörðun um ESB Spurður hvernig hann sjá framtíð nýrrar vinstri hreyfingar fyrir sér segir hann hana leggja áherslu á öflugt velferðarkerfi, jöfn tækifæri fólks, vill breyta auðlindapólitíkinni. „Hreyfing sem er ekki sammála um viðhorf til ESB en er sammála um að þjóðin taki ákvörðun um hvort hún sæki um aðild að Evrópusambandinu,“ segir Magnús Orri.Nútímapólitík horfir til þess sem sameinar fólk Hann sér hreyfinguna fyrir sér sem vettvang fólks sem vill spennandi dýnamískt atvinnulíf, samkeppnishugsjón og sé alþjóðasinnað í hugsun. Hann segir hreyfinguna einnig vera vettvang fólks sem vill breyta kvótakerfinu og þar sé lykilatriðið að þjóðin njóti betur afraksturs auðlindanna. „Nútímapólitík er líka þannig að þú ert sammála um lykilatriði en svo hefur þú svo marga lýðræðislega farvegi til að takast á við úrlausn verkefna. Við erum sammála um markmiðin og höfum lýðræðislega farvegi inn á alþingi og lýðræðislega farvegi meðal þjóðarinnar og þannig eiga nútíma stjórnmálaflokkar að vinna. Hlutirnir eiga að gerast meira fyrir opnun tjöldum, þetta er fólk sem vill nýja stjórnarskrá, fleiri lýðræðislega farvegi, meira gagnsæi í ákvarðanatöku. Um leið og þú ert farinn að tala fyrir þessu þarft þú ekki að vera svo upptekinn af því sem aðgreinir fólk. Þú ert frekar að horfa á það sem sameinar fólk, það eru lykilatriðin, lífsviðhorfið birtist þar.“ Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
„Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi, ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Magnús Orri Schram, léttur í bragði, þegar hann er spurður hvers vegna hann vill verða formaður í flokki sem hann vill leggja niður. Magnús Orri greinir frá þessu viðhorfi í grein sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag þar sem hann segir Samfylkinguna þurfa að taka verulegum breytingum á næstu vikum til að geta gegnt hlutverki sínu sem valkostur jafnaðarfólks í kosningum í haust. Samfylkingin fengi sjö prósent atkvæða ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en Magnús Orri bendir á í sinni grein að flokkurinn sé að jafnaði að mælast með átta til tíu prósenta fylgi sem sé að mestu meðal elstu kjósenda.„Flokkurinn ekki aðalatriðið“ „Fyrir mér er flokkurinn ekki aðalatriðið heldur að ná árangri fyrir hönd þeirra verkefna sem þú ert að berjast fyrir. Og ef þú ert í raun og veru að hugsa um það áttu að leita leiða til að sameina fólk sem eru sömu skoðunar og þú í pólitík. Af því sameinuð náum við betri árangri fyrir hönd verkefnanna,“ segir Magnús Orri í samtali við Vísi um málið. Spurður hvort flokkapólitíkin sé úrelt segir hann það vera tuttugustu aldar viðhorf að líta á flokka sem upphaf og endi alls. „Nú erum við stödd í nýjum veruleika og ef verkfærin sem við erum að nota eru ekki að virka þá eigum við að skipta, breyta og opna á þróun og ferli og ég er að bjóða fólki upp í ferðalag,“ segir Magnús Orri.Er í raun að óska eftir umboði til að leiða alvöru viðræður Spurður hvort hann sjái þá fyrir sér að leggja Samfylkinguna niður, nái hann kjöri sem formaður, og leita þá eftir samstarfi við Bjarta framtíð og Vinstri græna til að mynda öfluga hreyfingu á vinstri vængnum segist hann ekki ætla að segja hverjir ættu að vera í þessari hreyfingu. „Ég legg bara á borðin þau grunngildi sem ég birti í þessari grein og ég býð til samstarfs. Ég er í raun og veru að óska eftir umboði til að taka upp alvöru viðræður. Þannig lít ég á formannskosninguna,“ segir Magnús Orri.Margir sammála Samfylkingunni en sjá hana ekki sem farveg Hann segir þessa hugmynd hafa blundað í sér í þó nokkurn tíma. „Ég hef talað fyrir breytingum alveg frá því ég tilkynnti um framboð mitt fyrir tveimur mánuðum. En í raun og veru eftir samtal við fólk inni í hreyfingunni á undanförnum vikum hef ég sannfærst um að þetta er langskynsamlegasta leiðin fyrir okkur. Mér þykir bara vænt um þessar hugsjónir sem eru á bak við hreyfinguna okkar og ég velti fyrir mér hvernig við getum náð þessum hugsjónum og áherslum sem best í gegn. Það er fullt af fólki sem er sammála okkur en sér ekki þennan flokk sem farveg og það er flokksins að berjast fyrir því,“ segir Magnús Orri. Hann segist sannfærður um að þetta sé skrefið sem flokkurinn þurfi að taka og til þess þurfi hugrekki gagnvart því að festast ekki í viðjum einhvers kerfi heldur að opna fyrir því hvernig er hægt að ná bestum árangri.Vill tala um framtíðina „Mér finnst að jafnaðarmannahreyfingin eigi það skilið að fara að tala um framtíðina. Að fara að tala um lausnir. Hvert viðtalið á fætur öðru er maður að tala um fortíðina. Við eigum að fara að tala um framtíðina. Og það gerum við best með því að opna á nýja hreyfingu með nýju fólki þar sem við getum lagt á borðið fyrir fólkið í landinu einhverjar lausnir hvernig við tökumst á við vandamálið,“ segir Magnús Orri.Þjóðin taki ákvörðun um ESB Spurður hvernig hann sjá framtíð nýrrar vinstri hreyfingar fyrir sér segir hann hana leggja áherslu á öflugt velferðarkerfi, jöfn tækifæri fólks, vill breyta auðlindapólitíkinni. „Hreyfing sem er ekki sammála um viðhorf til ESB en er sammála um að þjóðin taki ákvörðun um hvort hún sæki um aðild að Evrópusambandinu,“ segir Magnús Orri.Nútímapólitík horfir til þess sem sameinar fólk Hann sér hreyfinguna fyrir sér sem vettvang fólks sem vill spennandi dýnamískt atvinnulíf, samkeppnishugsjón og sé alþjóðasinnað í hugsun. Hann segir hreyfinguna einnig vera vettvang fólks sem vill breyta kvótakerfinu og þar sé lykilatriðið að þjóðin njóti betur afraksturs auðlindanna. „Nútímapólitík er líka þannig að þú ert sammála um lykilatriði en svo hefur þú svo marga lýðræðislega farvegi til að takast á við úrlausn verkefna. Við erum sammála um markmiðin og höfum lýðræðislega farvegi inn á alþingi og lýðræðislega farvegi meðal þjóðarinnar og þannig eiga nútíma stjórnmálaflokkar að vinna. Hlutirnir eiga að gerast meira fyrir opnun tjöldum, þetta er fólk sem vill nýja stjórnarskrá, fleiri lýðræðislega farvegi, meira gagnsæi í ákvarðanatöku. Um leið og þú ert farinn að tala fyrir þessu þarft þú ekki að vera svo upptekinn af því sem aðgreinir fólk. Þú ert frekar að horfa á það sem sameinar fólk, það eru lykilatriðin, lífsviðhorfið birtist þar.“
Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira