Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2016 11:42 Stuðningsmenn Íslands munu fagna gullverðlaunum í sumar ef marka má spá Kevin Keegan. Vísir/Vilhelm Kevin Keegan fékk allan salinn í Silfurbergi í Hörpu í morgun til að skella upp úr þegar hann benti á að hann væri líklega alltof vel klæddur fyrir tilefnið. Keegan er á meðal sérfræðinga á ráðstefnunni Business and Football og sat við hlið Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem klæddist íslenskri landsliðstreyju. Keegan heillaði fólk upp úr skónum og þegar Halla sýndi honum að hún væri með nafn aftan á treyju sinni minnti Keegan á að hann hefði spilað fótbolta á þeim tíma þegar leikmenn þurftu ekki nafnið sitt aftan á treyjuna. „Við vissum hverjir við vorum,“ sagði Keegan og salurinn skellti upp úr. Þá ræddi Keegan um leiðtogahæfni og sagði að á tíma sínum hjá Liverpool hefðu leikmenn ekki lært fótbolta. Þeir hefðu lært á lífið. „Ef einhver henti treyju á gólfið sagði einhver þér að taka hana upp, annars þarf Betty að gera það,“ sagði Keegan. Skilaboðin væru skýr. Ef þú ætlar þér eitthvað í lífinu þá skaltu gera það almennilega. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og Englandi. Þeim liðum sem vel gekk áttu eitt sameiginlegt. Það voru ekki einn eða tveir leiðtogar í liðinu heldur fjórir eða fimm. Góður leiðtogi segi fólki ekki að gera eitthvað heldur sýni því. „Í fótboltanum þurfa leiðtogarnir að hætta í kringum 33 eða 34 ára aldurinn,“ sagði Keegan. Hjá frábærum félögum stígi upp nýir leiðtogar. Nú séu kaflaskil hjá Chelsea og John Terry. Hvað gerist þá? Það verði spennandi að sjá. Keegan sagðist í framhaldinu vera viss um að Ísland myndi vinna EM í Frakklandi í sumar. Vísaði hann til ævintýris Dana árið 1992 og Grikkja 2004. Tólf ár hefðu liðið á milli og aftur væru liðin tólf ár. „Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Kevin Keegan fékk allan salinn í Silfurbergi í Hörpu í morgun til að skella upp úr þegar hann benti á að hann væri líklega alltof vel klæddur fyrir tilefnið. Keegan er á meðal sérfræðinga á ráðstefnunni Business and Football og sat við hlið Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem klæddist íslenskri landsliðstreyju. Keegan heillaði fólk upp úr skónum og þegar Halla sýndi honum að hún væri með nafn aftan á treyju sinni minnti Keegan á að hann hefði spilað fótbolta á þeim tíma þegar leikmenn þurftu ekki nafnið sitt aftan á treyjuna. „Við vissum hverjir við vorum,“ sagði Keegan og salurinn skellti upp úr. Þá ræddi Keegan um leiðtogahæfni og sagði að á tíma sínum hjá Liverpool hefðu leikmenn ekki lært fótbolta. Þeir hefðu lært á lífið. „Ef einhver henti treyju á gólfið sagði einhver þér að taka hana upp, annars þarf Betty að gera það,“ sagði Keegan. Skilaboðin væru skýr. Ef þú ætlar þér eitthvað í lífinu þá skaltu gera það almennilega. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og Englandi. Þeim liðum sem vel gekk áttu eitt sameiginlegt. Það voru ekki einn eða tveir leiðtogar í liðinu heldur fjórir eða fimm. Góður leiðtogi segi fólki ekki að gera eitthvað heldur sýni því. „Í fótboltanum þurfa leiðtogarnir að hætta í kringum 33 eða 34 ára aldurinn,“ sagði Keegan. Hjá frábærum félögum stígi upp nýir leiðtogar. Nú séu kaflaskil hjá Chelsea og John Terry. Hvað gerist þá? Það verði spennandi að sjá. Keegan sagðist í framhaldinu vera viss um að Ísland myndi vinna EM í Frakklandi í sumar. Vísaði hann til ævintýris Dana árið 1992 og Grikkja 2004. Tólf ár hefðu liðið á milli og aftur væru liðin tólf ár. „Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn