Nítján ár frá því að Páll Óskar steig á sviðið á Írlandi: „Sjö bestu dagar lífs míns“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2016 12:30 Íslenska framlagið fer vel í Palla. vísir „Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. Þá fór keppnin fram í Írlandi. „Þá vorum við bara úti í sjö daga og þetta voru sjö bestu dagar lífs míns í röð. Hver einasti dagur var eins og lítil sprenging og að fara inn í Eurovision land er alveg einstakt og ótrúleg stemning á svæðinu. Það er í raun enginn leið að útskýra þetta beint, nema þú hafir farið þangað. Þarna er ofsalega falleg og mögnuð orka sem ég get vel skilið að þú verður háður.“ Páll segist skilja þá aðdáendur sem fríki út og elta keppnina út um allt. „Við Íslendingar eigum alveg jafn mikinn séns á því að vinna Eurovision eins og hver önnur þjóð. Það er bara verið að biðja um þessar þrjár mínútur af fullkomnun. Ég hef ekki uppskriftina af hinu fullkomna popplagi, ef ég hefði þá uppskrift þá væri ég grilljónamæringur í dag.“Frábært viðhorf hjá íslenska hópnum Palli segir að íslenska lagið í ár sé svakalega flott og vel samið. „Ég er svo feginn því að viðhorf hópsins er pínulítið öðruvísi en það hefur verið hingað til. Þau eru að fara út með heildarpakka. Ekki bara fókus á lagið, standa kyrr og syngja það eins og lenskan hjá Íslendingum hefur verið. Um leið og Íslendingar fara að gera kröfur eða rugga bátnum eitthvað, þá verður fólk bara hissa þarna úti. Hér er kominn hópur sem er með tilbúinn pakka, ákveðið atriði, þar sem allt þarf að dansa saman. Allt er jafn mikilvægt, líka grafíkin, líka myndavélaskotin. Það er búið að negla þetta allt niður í öreindir.“ Greta stígur á sviðið í kvöld og syngur lagið Hear Them Calling í Globen-höllinni í fyrra undanúrslitakvöldinu. Í kvöld kemur í ljós hvort við Íslendingar munum eiga lag í lokakeppninni á laugardaginn. Eurovision Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
„Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. Þá fór keppnin fram í Írlandi. „Þá vorum við bara úti í sjö daga og þetta voru sjö bestu dagar lífs míns í röð. Hver einasti dagur var eins og lítil sprenging og að fara inn í Eurovision land er alveg einstakt og ótrúleg stemning á svæðinu. Það er í raun enginn leið að útskýra þetta beint, nema þú hafir farið þangað. Þarna er ofsalega falleg og mögnuð orka sem ég get vel skilið að þú verður háður.“ Páll segist skilja þá aðdáendur sem fríki út og elta keppnina út um allt. „Við Íslendingar eigum alveg jafn mikinn séns á því að vinna Eurovision eins og hver önnur þjóð. Það er bara verið að biðja um þessar þrjár mínútur af fullkomnun. Ég hef ekki uppskriftina af hinu fullkomna popplagi, ef ég hefði þá uppskrift þá væri ég grilljónamæringur í dag.“Frábært viðhorf hjá íslenska hópnum Palli segir að íslenska lagið í ár sé svakalega flott og vel samið. „Ég er svo feginn því að viðhorf hópsins er pínulítið öðruvísi en það hefur verið hingað til. Þau eru að fara út með heildarpakka. Ekki bara fókus á lagið, standa kyrr og syngja það eins og lenskan hjá Íslendingum hefur verið. Um leið og Íslendingar fara að gera kröfur eða rugga bátnum eitthvað, þá verður fólk bara hissa þarna úti. Hér er kominn hópur sem er með tilbúinn pakka, ákveðið atriði, þar sem allt þarf að dansa saman. Allt er jafn mikilvægt, líka grafíkin, líka myndavélaskotin. Það er búið að negla þetta allt niður í öreindir.“ Greta stígur á sviðið í kvöld og syngur lagið Hear Them Calling í Globen-höllinni í fyrra undanúrslitakvöldinu. Í kvöld kemur í ljós hvort við Íslendingar munum eiga lag í lokakeppninni á laugardaginn.
Eurovision Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira