Þjálfarinn hans kallaði þessa frammistöðu fáránlega | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 13:30 Skvettubræðurnar Steph Curry og Klay Thompson í viðtali eftir leik. Þeir skoruðu saman 72 stig. Vísir/Getty Klay Thompson setti nýtt NBA-met í nótt þegar hann skoraði ellefu þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Klay Thompson gerði þetta ekki bara í úrslitakeppni heldur í leik á útivelli þar sem lið hans Golden State Warriors varð að vinna til að halda sér á lífi í einvígi sínum á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors jafnaði metin í 3-3 og fær oddaleikinn á heimavelli sínum. Klay Thompson bætti gamla metið um tvo þrista en það áttu þeir Jason Terry, Ray Allen (tvisvar), Vince Carter og Rex Chapman. Hann hitti alls úr 11 af 18 þriggja stiga skotum sínum. „Ég hefði átt að skora að minnsta kosti þrettán þrista því að ég klikkaði á galopnum skotum í byrjun," sagði Klay Thompson sjálfgagnrýninn í leikslok. Hann endaði leikinn með 41 stig. Klay Thompson skaut Golden State Warriors aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum þar sem hann var með mann í andlitinu. „Augljóslega þá var Klay Thompson fáránlegur í þessum leik. Þetta var ein ótrúlegasta skotsýning sem við höfum séð," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors „Ég hafði ekki hugmynd um hvað metið væri. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri kominn með ellefu þrista. Ég var bara að reyna að vera áræðinn, hvort sem það var að keyra á körfuna eða skjóta fyrir utan," sagði Klay. „Það er góð tilfinning að eiga met en mér mun líða mun betur ef við klárum dæmið á mánudaginn," sagði Klay Thompson. NBA-deildin hefur tekið saman þessar ellefu þriggja stiga körfur Klay Thompson í leiknum í nótt og það má sjá þær hér fyrir neðan. Klay Thompson #NBAPlayoffs career-high 41p 11/18 on 3's - @NBA record for most made 3's in an #NBAPlayoffs game pic.twitter.com/RmDIKNe8cz— NBA.com/Stats (@nbastats) May 29, 2016 Klay Thompson's 41-point performance in Game 6 puts him in an elite group. pic.twitter.com/EiKdiGTWkI— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2016 NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Klay Thompson setti nýtt NBA-met í nótt þegar hann skoraði ellefu þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Klay Thompson gerði þetta ekki bara í úrslitakeppni heldur í leik á útivelli þar sem lið hans Golden State Warriors varð að vinna til að halda sér á lífi í einvígi sínum á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors jafnaði metin í 3-3 og fær oddaleikinn á heimavelli sínum. Klay Thompson bætti gamla metið um tvo þrista en það áttu þeir Jason Terry, Ray Allen (tvisvar), Vince Carter og Rex Chapman. Hann hitti alls úr 11 af 18 þriggja stiga skotum sínum. „Ég hefði átt að skora að minnsta kosti þrettán þrista því að ég klikkaði á galopnum skotum í byrjun," sagði Klay Thompson sjálfgagnrýninn í leikslok. Hann endaði leikinn með 41 stig. Klay Thompson skaut Golden State Warriors aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum þar sem hann var með mann í andlitinu. „Augljóslega þá var Klay Thompson fáránlegur í þessum leik. Þetta var ein ótrúlegasta skotsýning sem við höfum séð," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors „Ég hafði ekki hugmynd um hvað metið væri. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri kominn með ellefu þrista. Ég var bara að reyna að vera áræðinn, hvort sem það var að keyra á körfuna eða skjóta fyrir utan," sagði Klay. „Það er góð tilfinning að eiga met en mér mun líða mun betur ef við klárum dæmið á mánudaginn," sagði Klay Thompson. NBA-deildin hefur tekið saman þessar ellefu þriggja stiga körfur Klay Thompson í leiknum í nótt og það má sjá þær hér fyrir neðan. Klay Thompson #NBAPlayoffs career-high 41p 11/18 on 3's - @NBA record for most made 3's in an #NBAPlayoffs game pic.twitter.com/RmDIKNe8cz— NBA.com/Stats (@nbastats) May 29, 2016 Klay Thompson's 41-point performance in Game 6 puts him in an elite group. pic.twitter.com/EiKdiGTWkI— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2016
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum