Kalla eftir viðbrögðum vegna Mývatns Svavar Hávarðsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Kúluskítur er horfinn, bleikjan að hverfa og hornsílastofninn í sögulegu lágmarki. Fréttablaðið/GVA Þrír þingmenn Vinstri grænna, þau Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. Þau gera að tillögu sinni að umhverfis- og auðlindaráðherra sé falið af Alþingi að skipa starfshóp sem fari yfir ástand fráveitumála í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins og geri tillögur til úrbóta sem miðist við að fráveitur sveitarfélaganna uppfylli lögmælt skilyrði og samræmist sjónarmiðum um umhverfisvernd. Enn fremur geri starfshópurinn kostnaðaráætlun vegna þeirra fráveituframkvæmda sem talin er þörf á í hverju sveitarfélagi. Forgangsröðun í þessu starfi verði þannig að fyrst verði fjallað um fráveitur sveitarfélaga þar sem friðlýst svæði eru, þá um fráveitur sveitarfélaga sem ekki liggja að sjó og loks um fráveitur sveitarfélaga almennt. Nauðsynleg aðkoma ríkisins að lausn mála verði skilgreind í hverjum fyrrgreindra flokka sveitarfélaga um sig. Þá álykti Alþingi að veittar verði 15 milljónir króna ár hvert, næstu þrjú ár, til Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn sem varið verði til að styrkja rannsóknir á umhverfi og lífríki Mývatns í því skyni að leita orsaka þeirra lífríkisbreytinga sem þar hafa orðið á undanförnum árum. Enn fremur að veittar skuli 170 milljónir króna til helminga á þessu og næsta ári, til fyrsta áfanga fyrirhugaðrar uppbyggingar á hreinsi- og fráveitumannvirkjum í Skútustaðahreppi með það að markmiði að lágmarka áhrif byggðar og starfsemi í hreppnum á Mývatn og vatnasvæði þess. Tilefni tillögunnar er verulegar breytingar sem hafa orðið til hins verra á lífríki Mývatns, og eru raktar til ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þrír þingmenn Vinstri grænna, þau Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. Þau gera að tillögu sinni að umhverfis- og auðlindaráðherra sé falið af Alþingi að skipa starfshóp sem fari yfir ástand fráveitumála í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins og geri tillögur til úrbóta sem miðist við að fráveitur sveitarfélaganna uppfylli lögmælt skilyrði og samræmist sjónarmiðum um umhverfisvernd. Enn fremur geri starfshópurinn kostnaðaráætlun vegna þeirra fráveituframkvæmda sem talin er þörf á í hverju sveitarfélagi. Forgangsröðun í þessu starfi verði þannig að fyrst verði fjallað um fráveitur sveitarfélaga þar sem friðlýst svæði eru, þá um fráveitur sveitarfélaga sem ekki liggja að sjó og loks um fráveitur sveitarfélaga almennt. Nauðsynleg aðkoma ríkisins að lausn mála verði skilgreind í hverjum fyrrgreindra flokka sveitarfélaga um sig. Þá álykti Alþingi að veittar verði 15 milljónir króna ár hvert, næstu þrjú ár, til Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn sem varið verði til að styrkja rannsóknir á umhverfi og lífríki Mývatns í því skyni að leita orsaka þeirra lífríkisbreytinga sem þar hafa orðið á undanförnum árum. Enn fremur að veittar skuli 170 milljónir króna til helminga á þessu og næsta ári, til fyrsta áfanga fyrirhugaðrar uppbyggingar á hreinsi- og fráveitumannvirkjum í Skútustaðahreppi með það að markmiði að lágmarka áhrif byggðar og starfsemi í hreppnum á Mývatn og vatnasvæði þess. Tilefni tillögunnar er verulegar breytingar sem hafa orðið til hins verra á lífríki Mývatns, og eru raktar til ofauðgunar í vatninu af mannavöldum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent