Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. maí 2016 07:00 Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Icewear stendur í stórræðum, hann byggir verslunarmiðstöð í Vík í Mýrdal. Fréttablaðið/Antonbrink Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 3.800 fermetra verslunarmiðstöðvar í Vík í Mýrdal. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, stendur að byggingu miðstöðvarinnar. Í henni verður meðal annars matvöruverslun, veitingastaður með sal og stór verslun með varning Icewear. „Ég get ekki greint frá því enn hvaða matvöruverslun verður rekin í miðstöðinni. Við erum einnig í viðræðum við ÁTVR um útibú en það er ekki frágengið,“ segir Ágúst Þór um framkvæmdina. „Veitingastaðurinn rúmar marga gesti, verður með 1.500 fermetra sal, og Icewear-verslunin í Vík stækkar mikið og verður í 1.250 fermetrum,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst Þór segir á einnig að útbúa veglega snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Við erum að svara kallinu, það er allt sprungið í Vík í ferðaþjónustu og það er full þörf á aukinni þjónustu við ferðamenn. Því verður fullkomin og stór snyrtiaðstaða fyrir ferðamenn með fjölda salerna,“ segir Ágúst sem kveðst ekki hugsa sér gjald á salernin. Hann vilji sýna ábyrgð. „Þá verður bætt við bílastæðum, bæði fyrir rútur og einkabíla sem er mikil þörf á.“ Reiknað er með því að verslunarmiðstöðin leiði af sér 15 til 20 ný störf í bænum. Miðstöðin er hönnuð af teiknistofunni Pro-Ark og reist við byggingu Víkurprjóns sem er við Austurveg í Vík. Nú þegar er húsnæðisskortur í Vík vegna fjölgunar ferðamanna og starfa. Bæjarbúum hefur fjölgað um 12,5 prósent á einu og hálfu ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, telur að í Vík komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. Ítrekað hafi verið óskað eftir fé til þess að gera það sem til þurfi í uppbyggingu fyrir ferðamenn. „Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár,“ sagði Ásgeir um ástandið. Bæjarstjórnin ákvað nýlega, vegna húsnæðisskortsins, að stöðva útgáfu leyfa til skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, svo sem leigu í gegnum Airbnb. Ágúst Þór er líka í framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur. Þar hefur hann tekið allt húsnæði á Laugavegi 91 til leigu. Upphaflega var þar tískuverslunin 17. Húsið hefur um árabil meira og minna staðið autt en nú er hafin sala á útivistarfatnaði á neðstu hæðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 3.800 fermetra verslunarmiðstöðvar í Vík í Mýrdal. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, stendur að byggingu miðstöðvarinnar. Í henni verður meðal annars matvöruverslun, veitingastaður með sal og stór verslun með varning Icewear. „Ég get ekki greint frá því enn hvaða matvöruverslun verður rekin í miðstöðinni. Við erum einnig í viðræðum við ÁTVR um útibú en það er ekki frágengið,“ segir Ágúst Þór um framkvæmdina. „Veitingastaðurinn rúmar marga gesti, verður með 1.500 fermetra sal, og Icewear-verslunin í Vík stækkar mikið og verður í 1.250 fermetrum,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst Þór segir á einnig að útbúa veglega snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Við erum að svara kallinu, það er allt sprungið í Vík í ferðaþjónustu og það er full þörf á aukinni þjónustu við ferðamenn. Því verður fullkomin og stór snyrtiaðstaða fyrir ferðamenn með fjölda salerna,“ segir Ágúst sem kveðst ekki hugsa sér gjald á salernin. Hann vilji sýna ábyrgð. „Þá verður bætt við bílastæðum, bæði fyrir rútur og einkabíla sem er mikil þörf á.“ Reiknað er með því að verslunarmiðstöðin leiði af sér 15 til 20 ný störf í bænum. Miðstöðin er hönnuð af teiknistofunni Pro-Ark og reist við byggingu Víkurprjóns sem er við Austurveg í Vík. Nú þegar er húsnæðisskortur í Vík vegna fjölgunar ferðamanna og starfa. Bæjarbúum hefur fjölgað um 12,5 prósent á einu og hálfu ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, telur að í Vík komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. Ítrekað hafi verið óskað eftir fé til þess að gera það sem til þurfi í uppbyggingu fyrir ferðamenn. „Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár,“ sagði Ásgeir um ástandið. Bæjarstjórnin ákvað nýlega, vegna húsnæðisskortsins, að stöðva útgáfu leyfa til skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, svo sem leigu í gegnum Airbnb. Ágúst Þór er líka í framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur. Þar hefur hann tekið allt húsnæði á Laugavegi 91 til leigu. Upphaflega var þar tískuverslunin 17. Húsið hefur um árabil meira og minna staðið autt en nú er hafin sala á útivistarfatnaði á neðstu hæðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira