Heiðursgestir RIFF Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. maí 2016 11:00 Darren Aronofsky hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna fyrir myndir sínar, m.a. Óskarsverðlauna. Vísir/Getty Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður í ár haldin í þrettánda sinn og stendur frá 29. september til 9. október. Í þetta sinn verða heiðursgestir hátíðarinnar tveir heimsþekktir en ólíkir leikstjórar, en það eru þeir Darren Aronofsky og Alejandro Jodorowsky. Þeir munu báðir taka á móti heiðursverðlaunum – Aronofsky fyrir framúrskarandi listfengi og Jodorowsky fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Valdar myndir eftir þá verða sýndar og þeir munu sitja fyrir svörum eftir sýningarnar. „Þeir verða með pallborðsumræður opnar fyrir almenning þar sem þeir svara spurningum um feril sinn og kvikmyndir, hugmyndirnar sínar og hugmyndirnar bak við myndirnar og allt það sem þeir hafa verið að gera. Við höfum verið með svona mastersklassa á RIFF undanfarin ár og þetta hefur verið tekið upp og streymt beint á YouTube þannig að það er hægt að horfa þó að maður komist ekki á staðinn. Þarna geta áhorfendur spurt spurninga og fengið svör við því sem brennur á þeim,“ segir Sandra Guðrún Guðmundsdóttir hjá RIFF. Darren Aronofsky er bandarískur leikstjóri sem er þekktur fyrir óvenjulegar myndir sínar sem eru oft fullar af súrrealískum og sálfræðilegum hryllingi. Aronofsky er frekar ungur, en hann er aðeins 47 ára, sem telst unglingsaldur meðal leikstjóra og eru myndir hans að einhverju leyti mótaðar af því – en í þeim má finna áhrif frá tónlistarmyndböndum, nýaldartrúarbrögðum og vísindaskáldskap. Hans þekktasta mynd er líklega Black Swan en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjórinn fyrir hana og hún einnig tilnefnd sem besta myndin. Kvikmyndin Noah, sem kom út árið 2014, var að einhverju leyti tekin upp hér á landi og skartaði m.a. Russel Crowe og Anthony Hopkins.Alejandro Jodorowsky er þekktur fyrir framúrstefnulegar költ- og neðanjarðarmyndir.Vísir/GettyAlejandro Jodorowsky er chileskur leikstjóri, en hann mætti með réttu kalla fjöllistamann því að auk þess að vera þekktur sem leikstjóri hefur hann einnig skrifað kvikmynda- og leikritahandrit, hann er leikari og leikur oft aðalhlutverk í myndum sínum, hann er rithöfundur, tónlistarmaður, hefur samið myndasögubækur og hefur af sumum einnig verið kallaður andlegur leiðtogi eða gúrú. Myndir hans eru mjög óvenjulegar og framúrstefnulegar og hafa af þeim sökum mikið költfylgi, sérstaklega þá myndirnar The Holy Mountain og El Topo. Myndirnar eru stútfullar af trúarlegum táknum og undarlegum persónum í súrrealískum aðstæðum og oft eru í myndunum leikarar með líkamlegar og andlegar fatlanir. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður í ár haldin í þrettánda sinn og stendur frá 29. september til 9. október. Í þetta sinn verða heiðursgestir hátíðarinnar tveir heimsþekktir en ólíkir leikstjórar, en það eru þeir Darren Aronofsky og Alejandro Jodorowsky. Þeir munu báðir taka á móti heiðursverðlaunum – Aronofsky fyrir framúrskarandi listfengi og Jodorowsky fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Valdar myndir eftir þá verða sýndar og þeir munu sitja fyrir svörum eftir sýningarnar. „Þeir verða með pallborðsumræður opnar fyrir almenning þar sem þeir svara spurningum um feril sinn og kvikmyndir, hugmyndirnar sínar og hugmyndirnar bak við myndirnar og allt það sem þeir hafa verið að gera. Við höfum verið með svona mastersklassa á RIFF undanfarin ár og þetta hefur verið tekið upp og streymt beint á YouTube þannig að það er hægt að horfa þó að maður komist ekki á staðinn. Þarna geta áhorfendur spurt spurninga og fengið svör við því sem brennur á þeim,“ segir Sandra Guðrún Guðmundsdóttir hjá RIFF. Darren Aronofsky er bandarískur leikstjóri sem er þekktur fyrir óvenjulegar myndir sínar sem eru oft fullar af súrrealískum og sálfræðilegum hryllingi. Aronofsky er frekar ungur, en hann er aðeins 47 ára, sem telst unglingsaldur meðal leikstjóra og eru myndir hans að einhverju leyti mótaðar af því – en í þeim má finna áhrif frá tónlistarmyndböndum, nýaldartrúarbrögðum og vísindaskáldskap. Hans þekktasta mynd er líklega Black Swan en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjórinn fyrir hana og hún einnig tilnefnd sem besta myndin. Kvikmyndin Noah, sem kom út árið 2014, var að einhverju leyti tekin upp hér á landi og skartaði m.a. Russel Crowe og Anthony Hopkins.Alejandro Jodorowsky er þekktur fyrir framúrstefnulegar költ- og neðanjarðarmyndir.Vísir/GettyAlejandro Jodorowsky er chileskur leikstjóri, en hann mætti með réttu kalla fjöllistamann því að auk þess að vera þekktur sem leikstjóri hefur hann einnig skrifað kvikmynda- og leikritahandrit, hann er leikari og leikur oft aðalhlutverk í myndum sínum, hann er rithöfundur, tónlistarmaður, hefur samið myndasögubækur og hefur af sumum einnig verið kallaður andlegur leiðtogi eða gúrú. Myndir hans eru mjög óvenjulegar og framúrstefnulegar og hafa af þeim sökum mikið költfylgi, sérstaklega þá myndirnar The Holy Mountain og El Topo. Myndirnar eru stútfullar af trúarlegum táknum og undarlegum persónum í súrrealískum aðstæðum og oft eru í myndunum leikarar með líkamlegar og andlegar fatlanir.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira