Telur það hluta af tjáningarfrelsinu að menn geti stofnað fjölmiðil til að berjast fyrir skoðunum sínum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2016 21:48 Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra. Vísir/Daníel Staða fjölmiðla á Íslandi í dag var til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag en Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata óskaði eftir umræðunni við Illuga Gunnarsson, mennta-og menningarmálaráðherra. Í umræðunni kom meðal annars fram að ráðherra telur það hluta af tjáningarfrelsinu að menn geti stofnað fjölmiðil til að berjast fyrir skoðunum sínum. Birgitta sagði að það hefði sýnt sig að endurskoða þyrfti lög um fjölmiðlanefnd til að hún gæti staðið undir hlutverki sínu, en í ræðu sinni gerði þingmaðurinn að umtalsefni hlutverk nefndarinnar varðandi tvo þætti, það er ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla og eignarhald þeirra en hlutverk nefndarinnar er að hafa eftirlit með því að farið sé eftir lögum um fjölmiðla.Afskipti stjórnmálamanna af fjölmiðlum „ógeðfelld viðtekin venja“ Sagði Birgitta að það væri því miður orðin „ógeðfelld viðtekin venja“ að stjórnmálamenn og æðstu valdhafar þjóðarinnar hefðu afskipti af fjölmiðlum og nefndi í því samhengi að Ísland hefði hríðfallið á alþjóðlegum listum um fjölmiðlafrelsi: „Formaður fjárlaganefndar hafði í hótunum sem handhafi fjárveitingavalds til ríkisfjölmiðils að fjárveitingar kynnu að skerðast ef fjölmiðillinn hagaði sér ekki samkvæmt dyttum viðkomandi þingmanns og fyrrverandi forsætisráðherra, hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur reglulega kallað blaðamenn á teppið í Stjórnarráðið. En Sigurjón M. Egilsson skrifaði nýlegar eftirfarandi, með leyfi forseta: „Ráðherrann fyrrverandi hafði greiningardeild í sínu ráðuneyti. […] Sú greiningardeild dundaði sér við að flokka niður það sem ég sagði og skrifaði sem og ýmsir aðrir. Þetta veit ég frá fyrstu hendi. Ég var kallaður á teppið,““ sagði Birgitta.Birgitta sagði alla hljóta að geta verið sammála um það að fjölmiðlar eigi að vera frjálsir og óháðir og að lög og stofnanir þurfi að tryggja að almenningur fái upplýsingar til að geta tekið upplýstar ákvarðanir: „Þá þarf að tryggja að fjölmiðlar séu raunverulega óháðir, raunverulegt eignarhald þeirra liggi fyrir, hvaða persónur eru raunverulega á bak við eignarhluti eða lán til reksturs og eignarhalds,“ sagði þingmaðurinn. Hún spurði síðan ráðherra hvort hann ætlaði að bregðast við skýrslu Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu þar sem lýst var áhyggjum af samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla hér á landi.Þarf ef til vill að breyta lögum um fjölmiðla oftar Menntamálaráðherra sagði að þróunin og breytingarnar á fjölmiðlamarkaði væru orðnar svo hraðar að ef til vill þurfi að skoða það að breyta lögum um fjölmiðla oftar en gert hefur verið. Þá sagði Illugi að hann teldi ástæðu til þess að taka mark á þeim ábendingum sem komið hafa fram um að skoða þurfi einstök ákvæði í núgildandi lögum. Hann sagðist síðan sammála Birgittu í því að mikilvægt væri að berjast fyrir ritstjórnarlegu sjálfstæði og skoðanafrelsi fjölmiðlamanna en bætti svo við: „Ég hef reyndar sagt í ræðustól áður að að sjálfsögðu tel ég það hluta af tjáningarfrelsinu að menn geti stofnað fjölmiðil til þess að berjast fyrir skoðunum sínum, persónulegum skoðunum eða einhverjum öðrum. Það er hluti af tjáningarfrelsinu. Þá skiptir öllu máli að eignarhaldið á slíkum fjölmiðlum sé alveg skýrt þannig að almenningur viti úr hvaða átt fjölmiðillinn talar.“ Hvað varðar samþjöppun á eignarhaldi rifjaði Illugi svo upp fjölmiðlalögin sem Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, lagði fram árið 2004 en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, synjaði staðfestingar. „Sitt sýndist hverjum og höfðu ábyggilega flestir eitthvað til síns máls, en þar lágu undir áhyggjur af samþjöppun eignarhalds og áhrif svokallaðra auðmanna, auðhringja á fjölmiðlana. Þær áhyggjur höfðu menn þá. Það er ekkert óeðlilegt að menn hafi áfram áhyggjur af samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Það sem skiptir máli er að fylgjast vel með eignarhaldinu, að það sé gagnsætt, að það sé birt reglulega. Til þess þarf fjölmiðlanefndin að vera í færum með að sinna því eftirlitshlutverki sínu. Það skiptir miklu máli,“ sagði menntamálaráðherra. Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Staða fjölmiðla á Íslandi í dag var til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag en Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata óskaði eftir umræðunni við Illuga Gunnarsson, mennta-og menningarmálaráðherra. Í umræðunni kom meðal annars fram að ráðherra telur það hluta af tjáningarfrelsinu að menn geti stofnað fjölmiðil til að berjast fyrir skoðunum sínum. Birgitta sagði að það hefði sýnt sig að endurskoða þyrfti lög um fjölmiðlanefnd til að hún gæti staðið undir hlutverki sínu, en í ræðu sinni gerði þingmaðurinn að umtalsefni hlutverk nefndarinnar varðandi tvo þætti, það er ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla og eignarhald þeirra en hlutverk nefndarinnar er að hafa eftirlit með því að farið sé eftir lögum um fjölmiðla.Afskipti stjórnmálamanna af fjölmiðlum „ógeðfelld viðtekin venja“ Sagði Birgitta að það væri því miður orðin „ógeðfelld viðtekin venja“ að stjórnmálamenn og æðstu valdhafar þjóðarinnar hefðu afskipti af fjölmiðlum og nefndi í því samhengi að Ísland hefði hríðfallið á alþjóðlegum listum um fjölmiðlafrelsi: „Formaður fjárlaganefndar hafði í hótunum sem handhafi fjárveitingavalds til ríkisfjölmiðils að fjárveitingar kynnu að skerðast ef fjölmiðillinn hagaði sér ekki samkvæmt dyttum viðkomandi þingmanns og fyrrverandi forsætisráðherra, hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur reglulega kallað blaðamenn á teppið í Stjórnarráðið. En Sigurjón M. Egilsson skrifaði nýlegar eftirfarandi, með leyfi forseta: „Ráðherrann fyrrverandi hafði greiningardeild í sínu ráðuneyti. […] Sú greiningardeild dundaði sér við að flokka niður það sem ég sagði og skrifaði sem og ýmsir aðrir. Þetta veit ég frá fyrstu hendi. Ég var kallaður á teppið,““ sagði Birgitta.Birgitta sagði alla hljóta að geta verið sammála um það að fjölmiðlar eigi að vera frjálsir og óháðir og að lög og stofnanir þurfi að tryggja að almenningur fái upplýsingar til að geta tekið upplýstar ákvarðanir: „Þá þarf að tryggja að fjölmiðlar séu raunverulega óháðir, raunverulegt eignarhald þeirra liggi fyrir, hvaða persónur eru raunverulega á bak við eignarhluti eða lán til reksturs og eignarhalds,“ sagði þingmaðurinn. Hún spurði síðan ráðherra hvort hann ætlaði að bregðast við skýrslu Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu þar sem lýst var áhyggjum af samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla hér á landi.Þarf ef til vill að breyta lögum um fjölmiðla oftar Menntamálaráðherra sagði að þróunin og breytingarnar á fjölmiðlamarkaði væru orðnar svo hraðar að ef til vill þurfi að skoða það að breyta lögum um fjölmiðla oftar en gert hefur verið. Þá sagði Illugi að hann teldi ástæðu til þess að taka mark á þeim ábendingum sem komið hafa fram um að skoða þurfi einstök ákvæði í núgildandi lögum. Hann sagðist síðan sammála Birgittu í því að mikilvægt væri að berjast fyrir ritstjórnarlegu sjálfstæði og skoðanafrelsi fjölmiðlamanna en bætti svo við: „Ég hef reyndar sagt í ræðustól áður að að sjálfsögðu tel ég það hluta af tjáningarfrelsinu að menn geti stofnað fjölmiðil til þess að berjast fyrir skoðunum sínum, persónulegum skoðunum eða einhverjum öðrum. Það er hluti af tjáningarfrelsinu. Þá skiptir öllu máli að eignarhaldið á slíkum fjölmiðlum sé alveg skýrt þannig að almenningur viti úr hvaða átt fjölmiðillinn talar.“ Hvað varðar samþjöppun á eignarhaldi rifjaði Illugi svo upp fjölmiðlalögin sem Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, lagði fram árið 2004 en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, synjaði staðfestingar. „Sitt sýndist hverjum og höfðu ábyggilega flestir eitthvað til síns máls, en þar lágu undir áhyggjur af samþjöppun eignarhalds og áhrif svokallaðra auðmanna, auðhringja á fjölmiðlana. Þær áhyggjur höfðu menn þá. Það er ekkert óeðlilegt að menn hafi áfram áhyggjur af samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Það sem skiptir máli er að fylgjast vel með eignarhaldinu, að það sé gagnsætt, að það sé birt reglulega. Til þess þarf fjölmiðlanefndin að vera í færum með að sinna því eftirlitshlutverki sínu. Það skiptir miklu máli,“ sagði menntamálaráðherra.
Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira